Víkingur R. – Breiðablik í PEPSI sunnudagskvöld 21. maí kl. 19:15
19.05.2017Liðin eiga 75 leiki að baki í öllum mótsleikjum inni og úti frá árinu 1957. Tölfræðin í leikjunum er jöfn. Blikasigrar eru 27 á móti 28 sigrum Vikinga, jafnteflin eru 20.
Deildarleikir eru 58 (A og B deild). 18 sigrar, 17 jafntefli og 23 töp.
Í efstu deild eru leikirnir 36. Þar hafa Víkingar yfirhöndina með 13 sigra gegn 10 sigrum Blika, jafnteflin eru 13.
Lið Breiðabliks og Víkings R. hafa mæst 12 sinnum í efstu deild frá árinu 2000. Hnífjafnt er á öllum tölum því Víkingur hefur sigrað í 4 leikjum, Blikasigrar eru 4 og jafnteflin eru 4. Skoruð mörk eru 42 enda leikir liðanna í efstu deild frá árinu 2000 oft miklir markaleikir. Úrslit eins og t.d. 2-6, 2-2, 4-1, 3-1 er oftar en ekki niðurstaðan á árunum 2000-2016.
Hins vegar hefur Blikum ekki gengið nógu vel í Víkinni. Í leikjum gegn Víkingi í Víkinni frá árinu 2000 hefur Blikum ekki tekist að sigra í 6 leikjum; jafnteflin eru 3 og töpin 3.
Því má búast við hörkuleik á sunnudagskvöld enda hafa þessi lið eldað grátt silfur saman alveg frá því að Breiðablik hóf að leika knattspyrnu árið 1957.
Vonandi sjá flestir Blikar sér fært að mæta í Víkina og hvetja okkar menn til sigurs.
Leikurinn er klukkan 19:15 á sunnudagskvöld og veðurspáin er glæsileg.
BlikarTV: Breiðablik - Víkingur R Upphitun!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar