Willum Þór skrifar undir hjá BATE Borisov
15.02.2019Willum Þór Willumsson hefur náð samkomulagi við BATE Borisov og gerir 3 og ½ árs samning við liðið. Meira >
Willum heimsótti liðið í vikunni til að skoða aðstæður og fara yfir persónuleg kjör. BATE Borisov er sannkallað stórveldi í Hvíta-Rússlandi en þeir hafa unnið deildina í 13 ár í röð.
Þá hafa þeir gert góða hluti í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Þeir komust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2015-2016 og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðastliðnu tímabili.
Á yfirstandandi keppnistímabili komst BATE svo áfram úr sínum riðli í Evrópudeildinni ásamst Chelsea. Og í gærkvöld mætti BATE Borisov Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og vann 1:0 sigur. Willum var að sjálfsögðu þar á meðal áhorfenda.
Þetta er að sjálfsögðu mikil blóðtaka fyrir Blikaliðið en um leið mikill heiður fyrir hið mikla og öfluga unglingastarf sem Kópavogsliðið hefur staðið fyrir undanfarin ár.
Við óskum Willum Þór að sjálfsögðu til hamingju með vistaskiptin.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!