Þægilegur heimasigur
05.07.2023
Blikastúlkur tóku á móti Tindastól í gær á Kópavogsvelli. Fyrir leikinn voru Blikar á toppnum og þær ætluðu greinilega ekki að láta það af hendi og komu mjög ákveðnar til leiks og byrjuðu af krafti.
Breiðablik-Tindastóll á Kópavogsvelli í kvöld kl 19:15! Allir á völlinn að styðja stelpurnar okkar????
— Blikar.is_kvk (@blikar_is_kvk) July 4, 2023
Byrjunarliðið er dottið í hús! pic.twitter.com/95ahEFzMhl
Strax á 7. mínútu skoraði Agla María eftir stoðsendingu frá Clöru eftir mjög flotta sókn okkar stúlkna.
Mark !! Agla María kom Breiðablik yfir 1-0 ???? pic.twitter.com/bMuLFmBkOd
— Blikar.is_kvk (@blikar_is_kvk) July 4, 2023
Blikar pressuðu Tindastólsstúlkur vel næstu mínuturnar og leyfðu þeim lítið að snerta boltann og kæfðu allar þeirra aðgerðir án þess þó að skapa sér veruleg færi. Á 34. mínútu dró svo aftur til tíðinda þegar Blikar spila vel upp vinstri vænginn, boltin berst til Vigdísar Lilju Krisjánsdóttir sem setur boltann í netið og Blikar búnar að tvöfalda forystu sína.
Mark Vigdís Lilja með annað mark Blika á 35 mínútu???????? 2-0 pic.twitter.com/vjNvakTQxp
— Blikar.is_kvk (@blikar_is_kvk) July 4, 2023
Breiðablik fór svo inn í hálfleikinn með þá forystu sem var mjög sanngjörn enda höfðu þær öll völd á vellinum.
Blikakonur byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og strax á 46. mínútu bæta þær við marki eftir að Hafrún Rakel reynir skot að sem hefur viðkomu í baki Öglu Maríu og inn fer boltinn.
Mark !!! stax eftir að dómarinn flautar seinni haáfleikinn á ⚽️⚽️???? 3-0 fyrir Blikum Agla María með annað markið sitt í kvöld pic.twitter.com/mHBRsicOew
— Blikar.is_kvk (@blikar_is_kvk) July 4, 2023
Næstu mínutur er orrahríð að marki Tindastóls en samt engin alvöru færi í gangi. Nokkur ró færðist yfir leikinn á næstu mínútum. Hafrún Rakel fór útaf fyrir Hrafnhildi Ásu á 66. mínútu, Ásta Eir skipti við Hildi Þóru á 76. mínútu. Á 83. mínútu á Agla María kjörið tækifæri til að setja þrennuna en Monica í marki Tindastóls kemur í veg fyrir það. Agla María hins vegar fullkoomnar þrennu sína með marki á 86. mínútu.
Agla María skorar þrenna komin frá henni í kvöld vel gert !! ⚽️????
— Blikar.is_kvk (@blikar_is_kvk) July 4, 2023
4-0
Skipting hjá Breiðablik lika Birta kemur inn fyrir Toni Pressley pic.twitter.com/hstSgx8gcB
Andrea Rut var með marktilraun sem fer af varnarmanni til Öglu Maríu og hún klárar þetta vel. Toni skipti svo við Birtu í lokin en fleira markvert gerðist ekki í leiknum.
Þetta var 150 leikur Ástu Eir fyrir okkur Blika í efstu deild og önnur þrennan sem Agla María skorar á þessu tímabili en hin kom í bikarleiknum á móti Þrótturum.
Góður heimasigur hjá stelpunum okkar staðreynd og næsti leikur er heimaleikur á laugardaginn kemur gegn Keflavík og hvetjum við alla til að koma og styðja stelpurnar í þeim leik.
MissB
Myndaveisla Helga Viðars hjá BlikarTV
Skýrslan@BreidablikFC ???? @TFotbolti
— Besta deildin (@bestadeildin) July 7, 2023
Hápunkta leiksins má finna á Youtube rás okkar:https://t.co/chSQTL0Jxb pic.twitter.com/8wjpv4OLQ2