BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þægilegur heimasigur

05.07.2023 image

Blikastúlkur tóku á móti Tindastól í gær á Kópavogsvelli. Fyrir leikinn voru Blikar á toppnum og þær ætluðu greinilega ekki að láta það af hendi og komu mjög ákveðnar til leiks og byrjuðu af krafti.

Strax á 7. mínútu skoraði Agla María eftir stoðsendingu frá Clöru eftir mjög flotta sókn okkar stúlkna.

Blikar pressuðu Tindastólsstúlkur vel næstu mínuturnar og leyfðu þeim lítið að snerta boltann og kæfðu allar þeirra aðgerðir án þess þó að skapa sér veruleg færi. Á 34. mínútu dró svo aftur til tíðinda þegar Blikar spila vel upp vinstri vænginn, boltin berst til Vigdísar Lilju Krisjánsdóttir sem setur boltann í netið og Blikar búnar að tvöfalda forystu sína.

Breiðablik fór svo inn í hálfleikinn með þá forystu sem var mjög sanngjörn enda höfðu þær öll völd á vellinum.

Blikakonur byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og strax á 46. mínútu bæta þær við marki eftir að Hafrún Rakel reynir skot að sem hefur viðkomu í baki Öglu Maríu og inn fer boltinn. 

Næstu mínutur er orrahríð að marki Tindastóls en samt engin alvöru færi í gangi. Nokkur ró færðist yfir leikinn á næstu mínútum. Hafrún Rakel fór útaf fyrir Hrafnhildi Ásu á 66. mínútu, Ásta Eir skipti við Hildi Þóru á 76. mínútu. Á 83. mínútu á Agla María kjörið tækifæri til að setja þrennuna en Monica í marki Tindastóls kemur í veg fyrir það. Agla María hins vegar fullkoomnar þrennu sína með marki á 86. mínútu.

Andrea Rut var með marktilraun sem fer af varnarmanni til Öglu Maríu og hún klárar þetta vel. Toni skipti svo við Birtu í lokin en fleira markvert gerðist ekki í leiknum.

Þetta var 150 leikur Ástu Eir fyrir okkur Blika í efstu deild og önnur þrennan sem Agla María skorar á þessu tímabili en hin kom í bikarleiknum á móti Þrótturum.

Góður heimasigur hjá stelpunum okkar staðreynd og næsti leikur er heimaleikur á laugardaginn kemur gegn Keflavík og hvetjum við alla til að koma og styðja stelpurnar í þeim leik.

MissB

Myndaveisla Helga Viðars hjá BlikarTV

Til baka