BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikakonur í Bikarúrslit!

01.07.2023 image

Breiðablik mætti í heimsókn til Störnukvennan á þessum blauta sumardegi, fyrsta dag júlímánaðar.  Undanúrslitaleikur Mjólkurbikarsins og bæði lið ætluðu sér heldur betur sigur úr þessum leik. 

Sólin lét sjá sig á sömu mínútu og leikurinn hófst.

Félögin tóku sig saman og buðu gestum beggja liða frítt á leikinn og var ágætis mæting og þá sérstaklega hjá okkar fólki.

image

Agla María tók við fyrirliðabandinu af Ástu sem er að glíma við meiðsli.

Strax á fyrstu mínútum leiksins voru bæði lið búin að koma sér í góð færi og leit leikurinn þannig út að hann yrði hin mesta skemmtun.  Liðin skiptust svo á að koma sér í sóknir en engin dauðafæri.

Fyrri hálfleikur var mjög rólegur en heimakonur voru þó hættulegri á köflum og staðan í hálfleik markalaus.

Stjarnan byrjaði svo seinni hálfleikinn af krafti og áttu dauðafæri strax í byrjun sem Telma Ívarsdóttir varði frábærlega en ekki leið á löngu þar til Stjörnukonur komust aftur í sókn og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir klaufaskap í vörn Blika.

Blikakonur fengu svo aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir að boltinn fór í hendi Málfríðar Ernu. Agla tók spyrnuna sem fór rétt framhjá.  Stuttu seinna kemur svo jöfnunarmarkið og þar var Birta Georgsdóttir á ferðinni með stórglæsilega sóknartilburði og kemur boltanum í netið eftir sendingu frá Andreu Rut.

Markið kom Blikastelpum heldur betur í gírinn og stuttu seinna átti Taylor skot rétt framhjá.  Það rigndi mikið á liðin í seinni hálfleik og var erfitt að reikna boltann út. 
Áfram héldu okkar konur að komast í færi og munaði litlu að Birta bætti við sínu öðru marki en markamaður Stjörnunnar varði frábærlega. Stjarnar komst svo strax í kjölfarið í hættulegt færi sem Telma sá um og lokaði markinu.

Þegar leið á seinni hálfleikinn var sjáanleg þreyta á báðum liðum en burt séð frá því héldu þær ótrauðar áfram.  Blikar voru svo stálheppnar á 75. Mín að fá ekki á sig mark eftir vesen í vörninni.

Fyrstu innáskiptingar voru svo gerðar á 80. mín þegar Katrín Ásbjörsdóttir og Andrea Rut koma af velli og inná koma Vigdís Lilja og Írena Héðins.

Síðustu mínútur venjulegs leiktíma voru fjörugar. Stjarnan átti þrumsuskot í slánna.  Áslaug Munda koma svo inná fyrir Birtu Georgs og á strax frábæra sendingu innfyrir á Öglu Maríu en skot hennar varið. 1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengin staðan.

Framlenging

Stjarnan byrjaði með bolta og fóru strax í það að skapa sér færi sem fer yfir markið en voru ekki lengi að koma sér aftur í ákjósanlega stöðu, nýta það vel eftir klaufaskap í vörn Blika. Stjarnan var því komin yfir 2-1.  Allt leit út fyrir að Stjarnan ætlaði að sigla þessu heim og eiga þriðja sláarskotið í þessum leik.

Seinni hálfleikur framlengingar hefst og Blikakonur bæta við sig í sóknina. Tony kemur útaf og Clara kemur inn.  Við fáum svo hornspyrnu fljótlega þar sem engin önnur en Hafrún Rakel setur hann í netið og jafna leikinn 2-2. 

Það má segja að Telma Ívarsdóttir hafi haldið okkur inní þessum leik og varði oft mjög vel.  Bæði lið reyndu að koma boltanum í netið síðustu mínúturnar en tíminn rennur út og því blásið til vítaspyrnukeppni.

image

Blikar skoruðu úr öllum sínum vítum og Telma varði eitt.
Mörk í vitaspyrnukeppni: Agla María, Taylor, Hafrún Rakel og Írena Hèðins

Lokatölur 3-6 og Blikastelpur því á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem þær taka á móti heitu liði Víkings sem er á toppi 1. deildar kvenna.  Leikurinn fer fram 12. ágúst.

JLB

image

Til baka