BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikakonur Lengjubikarmeistarar!

29.03.2025 image

Mynd: Viktor Freyr 

Okkar konur eru Lengjubikarmeistarar eftir öruggan 4-1 sigur á Þór/KA í úrslitum Lengjubikarsins 2025.

Fyrri hálfleikur var flottur hjá Blikum og staðan í hálfleik var 2-0 þar sem Sammy skoraði á 3. mínútu og Birta á 23. mínútu. Þór/KA komu sterkari inn í seinni og skoruðu og minnkuðu muninn í 2-1 á 55. mínútu en þær komust ekki nær en það þar sem Barbára skoraði fyrir Blika á 65. mínútu, og svo kláraði Andrea leikinn endanlega með fjórða markinu á seinustu mínútu uppbótartímans og sanngjarn 4-1 sigur niðurstaðan.

Góð spilamennska og fyrsti titill ársins kominn í hús og við vonum að þeir verði fleiri þetta tímabilið. Næsti leikur er gegn Bikarmeisturum Vals í Meistarar meistaranna þann 11. apríl og svo hefst Besta deildin 15. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn á Kópavogsvöll.

Eyrún I.

Til baka