Boltinn í Bestu deild kvenna rúllar á ný
26.07.2022Grafík: Halldór Halldórsson
Besta deild kvenna hefst aftur fimmtudaginn 28. júlí eftir rúmlega fimm vikna frí vegna þátttöku íslenska kvennalandsliðsins í úrslitakeppni EM 2021. 11. umferð hefst með tveimur leikjum og í öðrum þeirra mæta okkar stelpur KR. Fyrri leikurinn á KR vellinum endaði 0-4 fyrir okkur en síðan þá hefur KR bætt sig mikið og búast má við hörkuleik.
Þurfum upp um sæti
Okkar stelpur sitja sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 21 stig, 4 stigum á eftir toppliði Vals. Þær hafa unnið 7 leiki af 10 og tapað 3. Þá hafa þær skorað 25 mörk og fengið á sig 5. Ótrúlegt en satt þá hafa þessir 3 tapleikir endað með eins marks sigri andstæðinga okkar þannig að ekki hefur mátt tæpara standa. Markaskorun hefur dreifst mjög en Hildur Antonsdóttir hefur skorað 4 mörk, Alexandra Jóhannsdóttir og Natasha Anasi 3 mörk hvor og nokkrar með 2 mörk en alls hafa 12 leikmenn komist á blað í sumar í Bestu deildinni. Þetta er nákvæmlega sami stigafjöldi og liðið fékk í fyrra í fyrstu 10 umferðunum en þá skoraði liðið reyndar 10 mörkum fleira og var búið að fá sömuleiðis á sig 10 mörkum fleira.
Ljóst er að nokkrar breytingar verða á liðinu frá því í síðasta leik. Þær Alexandra Jóhannsdóttir og Hildur Antonsdóttir hafa leikið sinn síðasta leik í bili fyrir Breiðablik. Alexandra kom á láni frá Frankfurt og Hildur Antonsdóttir hefur verið seld til hollenska liðsins Fortuna Sittard. Þá meiddist markmaðurinn Telma Ívarsdóttir á EM og mun væntanlega ekki leika með liðinu næsta mánuðinn eða svo.
Velkomin, Agla María!Á þriðjudag var staðfest að Agla María Albertsdóttir væri að koma að láni frá Häcken út tímabilið. Þetta eru miklar gleðifregnir enda var Agla einn albesti leikmaður deildarinnar síðustu ár og markahæsti leikmaður Blika í fyrra.
Agla María heim til Breiðabliks https://t.co/fTDLoIy2bJ
— Blikar.is (@blikar_is) July 25, 2022
Á sama tíma var tilkynnt um lán á öflugum sænskum markverði, Nichole Persson, sem kemur frá Piteå í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún lék 14 deildarleiki í fyrra. Framherjinn ungi Vigdís Lilja Kristjánsdóttir er sömuleiðis komin aftur til baka eftir lánsdvöl í Keflavík.
Nichole Persson semur við Breiðablik https://t.co/cRUx5NlhGK
— Blikar.is (@blikar_is) July 25, 2022
Festa fyrir hlé…
Eftir smá brösótta byrjun, 3 töp í fyrstu 6 leikjunum, hafa þeir Ási og Kristófer fundið liðið sitt og fyrir EM hléið vann liðið 4 leiki í röð sannfærandi. Þá er liðið komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum hvar liðið mætir Selfossi á útivelli 13 ágúst.
…sem þarf að fylgja eftir
Í lokaþætti Stúkunnar fyrir EM töluðu sérfræðingarnir um að við brotthvarf Hildar Antons þurfi Blikar skapandi leikmenn sem segja má að sé kominn með komu Öglu. Þá þurfi Blikar að virkja Melinu Ayers miklu betur enda mikill markaskorari þar á ferð. Vonandi hefur hún náð að samlagast liðinu betur á síðustu vikum og komi sterkari inn í seinni hlutann. Þá hefur Birta Georgs leikið mjög vel fyrir Blika í sumar og verður spennandi að sjá hvort hún haldi sama dampi áfram. Brotthvarf Alexöndru Jóhannsdóttur kallar líka á enduruppröðun á miðjunni. Það er ljóst að verkefnið er ærið en hópurinn er stór og þjálfararnir reynslumiklir og ekki spurning að þeir eigi eftir að ná því besta út úr hópnum.
Á Twitter síðu Bestu deildarinnar er að finna alls kyns athyglisverðar tölfræði upplýsingar.
Hérna eru nokkrar þar sem okkar konum bregður fyrir.
H20
Gefðu kost á þér í Blikar.is liðið
Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is
Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is
Miðlarnir okkar eru:
www.blikar.is og www.blikar.is/kvk
Blikar.is á Facebook
Blikar_is á Twitter
Blikar_is á Instagram
Blikahornið á Soundcloud