Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Deprecated

Automatic conversion of false to array is deprecated

user/addons/ce_img/libraries/Ce_image.php, line 1549

Warning

Cannot modify header information - headers already sent by (output started at ee/legacy/core/Exceptions.php:120)

ee/ExpressionEngine/Boot/boot.common.php, line 478

Sagan 1991 - blikar.is

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

1991

Spútnlikliðið

Eftir fjögur mögur ár í B-deild mætti lið Breiðabliks loks til leiks í efstu deild árið 1991. Hörður Hilmarsson þjálfaði liðið eins og árinu áður þegar Breiðablik komst upp um deild. Hópurinn styrktist nokkuð fyrir tímabilið. Sigurjón Kristjánsson sneri aftur heim í Kópavoginn eftir dvöl hjá Val, Keflavík og liðum erlendis. Sigurjón lék síðast í græna búningnum árið 1984. Steindór Elísson kom frá ÍK en hann hafði áður leikið með yngri flokkum Breiðabliks og var meðal ananrs Íslandsmeistari með 2. flokki árið 1982. Tékkinn Pavol Kretovic gekk til liðs við félagið og Arnar Grétarsson, 19 ára, lék með liðinu en litlu munaði að hann færi í atvinnumennsku.

Liðið endaði í 3. sæti í Litlu bikarkeppninni um vorið. Lykilmenn á borð við Sigurjón Kristjánsson, Val Valsson og Willum Þór Þórsson voru meiddir í upphafi leiktíðar.


1. umferð

20.05
1991
Fram
Breiðablik
3:3
1
2
A-deild | 1. umferð
Laugardalsvöllur | #

Nýliðar Breiðabliks áttu erfiðan leik í fyrstu umferð efstu deildar eftir fjögurra ára fjarveru - sjálfa Íslandsmeistarana á útivelli. Framar höfðu unnið bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn til skiptis síðustu 6 árin.

Ekki byrjaði það heldur vel og voru Blikar komnir 0-2 undir eftir aðeins 8 mínútur. Grétar Steindórsson náði að minnka muninn en Safamýrarpiltar svöruðu um hæl, 1-3. Steindór Elísson minnkaði muninn í 2-3 úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Það var svo í uppbótartíma að Steindór náði að jafna leikinn í 3-3 eftir sendingu Arnars Grétarssonar.


2. umferð

31.05
1991
Breiðablik
KA
2:0
1
1
1
1
A-deild | 2. umferð
Sandgrasvöllur Kópavogs | #

Fyrsti heimaleikur Breiðabliks í efstu deild í fjögur ár fór fram á Sandgrasvellinum í Kópavogi þar sem Kópavogsvöllur var tekinn upp um sumarið. Þeir grænklæddu fóru á kostum gegn KA og skoraði Steindór Elísson bæði mörkin í 2-0 sigri. Sjá myndband og blaðaumfjallanir hér fyrir neðan.


3. umferð

08.06
1991
Víðir
Breiðablik
1:2
1
1
1
A-deild | 3. umferð
Garðsvöllur | #

Nýliðarnir mættust í Garðinum. Víðismenn þóttu sterkari heilt yfir í leiknum en mörk frá Grétari Steindórssyni og Willum Þór Þórssyni tryggðu okkur mönnum annan sigurinn í röð. 


4. umferð

12.06
1991
Breiðablik
FH
1:0
1
2
3
1
A-deild | 4. umferð
Sandgrasvöllur Kópavogs | #

Þeir grænklæddu héldu sigurgöngunni áfram í 4. umferð og nú voru það Hafnfirðingar sem lágu 1-0 á Sandgrasinu. Steindór Elísson skoraði mark Blika úr vítaspyrnu. Blikar og KR voru efst í deildinni með 10 stig eftir fjórar umferðir.


5. umferð

Fjórði sigur Blika í röð

20.06
1991
Víkingur
Breiðablik
0:2
1
1
2
1
A-deild | 5. umferð
Víkingsvöllur | #

Fjórði sigur Blika í röð varð staðreynd þegar Breiðabilk lagði Víkinga í Fossvogsdalnum. Þetta var met hjá félaginu á þeim tíma og stóð það í 19 ár þar til árið 2010 þegar Blikar urðu meistarar. Leikurinn var jafn en Rögnvaldur Rögnvaldsson og Steindór Elísson nýttu færi sem þeir fengu og 2-0 sigur í húsi. Breiðablik og KR voru áfram efst í deildinni með 13 stig eftir 5 leiki. Frábær byrjun nýliða Breiðabliks.


6. umferð

Frábær toppslagur á sandgrasinu

25.06
1991
Breiðablik
KR
1:1
1
1
1
1
A-deild | 6. umferð
Sandgrasvöllur Kópavogs | #

Tæplega 2000 manns röðuðu sér í kringum Sandgrasvöllinn til að horfa á toppslag deildarinnar þegar KR kom í heimsókn. Leikurinn var vel leikinn af beggja hálfu en Rúnar  Kristinsson kom vesturbæingum yfir með marki beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. 

Það ætlaði allt um koll að keyra í Kópavogsdalnum þegar Hilmar Sighvatsson þrumaði knettinum í netið frá vítateig á 88. mínútu. Ekki minnkaði dramatíkin þegar Guðmundur Þ. Guðmundsson slapp í gegn í uppbótartíma og skaut boltanum í stöng fyrir opnu marki. Færið var þó orðið þröngt því Guðmundur þurfti að hafa fyrir því að komast framhjá markverði KR. 

Liðin voru því áfram efst og jöfn eftir leikinn - með 14 stig eftir 6 umferðir.


7. umferð

Fyrsta tapið

01.07
1991
ÍBV
Breiðablik
3:2
1
1
1
1
A-deild | 7. umferð
Hásteinsvöllur | #

Blikar lutu í gras í fyrsta sinn þegar þeir mætti Eyjamönnum á Helgafellsvelli. Blikar leiddu 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks en Eyjamenn náðu að tryggja sér sigurinn með tveimur mörkum í lokin. Sigurjón Kristjánsson og Steindór Elísson skoruðu mörk Breiðabliks.


8. umferð

Endurkoma á Hlíðarenda

05.07
1991
Valur
Breiðablik
2:2
1
1
1
1
A-deild | 8. umferð
Hlíðarendi | #

Blikar unnu upp tveggja marka forskot pilta Séra Friðriks á Hlíðarenda. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 2-0 eftir 50 mínútur. Valur Valsson minnkaði muninn með skalla eftir hornspyrnu og Blikar hressust mjög. Það var svo Sigurjón Kristjánsson sem jafnaði metin á 85. mínútu við mikinn fögnuð viðstaddra.


Bikar: 16 liða úrslit

Öruggt gegn Víkingum

10.07
1991
Breiðablik
Víkingur
2:0
2
1
1
Bikarkeppni KSÍ | 16 liða úrslit
Sandgrasvöllur Kópavogs | #

Blikar fóru á kostum gegn Víkingum í 16 liða úrslitum bikarsins á Sandgrasvellinum. Grétar Steindórsson og Arnar Grétarsson komu þeim grænklæddu í 2-0 snemma leiks og var sigurinn ekki í hættu. 


9. umferð

Fyrsta og eina tapið á sandgrasinu

14.07
1991
Breiðablik
Stjarnan
0:2
1
1
1
A-deild | 9. umferð
Sandgrasvöllur Kópavogs | #

Nágrannar okkar úr Garðabænum voru næstu gestir á Sandgrasvöllinn. Léttleiki Blika hélt áfram og heimamenn voru ögn sterkari í leiknum. En tvö mörk gestanna á síðustu 5 mínútum leiksins urðu til þess að Blikar lutu í sandgras í fyrsta sinn á sumrinu. Þetta er, í sögulegu samhengi, eina tap félagsins á Sandgrasvellinum fyrr og síðar.

Þegar mótið var hálfnað var ekki hægt að kvarta yfir stöðunni. Blikar í þriðja sæti.

Fram 9 6 1 2 13-8 19
KR 9 5 3 1 15-4 18
Breiðablik 9 4 3 2 15-12 15
Víkingur 9 5 0 4 16-16 15
ÍBV 9 4 1 4 14-14 13
Valur 9 4 1 4 12-12 13
FH 9 3 2 4 11-12 11
Stjarnan 9 3 2 4 11-14 11
KA 9 3 1 5 8-10 10
Víðir 9 0 2 7 7-20 2

10. umferð

Frábær leikur á teppinu

22.07
1991
Breiðablik
Fram
1:1
1
1
4
1
A-deild | 10. umferð
Sandgrasvöllur Kópavogs | #

Það var mikið fjör á Sandgrasinu þegar Framar komu í heimsókn. Arnar Grétarsson kom okkar mönnum í 1-0 strax á þriðju mínútu eftir hornspyrnu. Þorvaldur Örlygsson jafnaði fyrir Safamýrarpilta með skoti fyrir utan teig á 35. mínútu. Bæði lið fengu fjölda færa í leiknum en 1-1 var niðurstaðan. Fyrir leikinn höfðu Framarar unnið 6 leiki í röð og voru efstir í deildinni.


Bikar: 8 liða úrslit

Grátlegt á Hlíðarenda

25.07
1991
Valur
Breiðablik
5:4
4
1
1
1
Bikarkeppni KSÍ | 8 liða úrslit. Staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.
Hlíðarendi | #

Blikar voru grátlega nálægt því að komast í undanúrslit í bikarnum í fyrsta sinn í 7 ár. Breiðablik var sterkara liðið í leiknum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda. Steindór Elísson hafði komið Blikum yfir á 53. mínútu en sjö mínútum síðar náðu Valsmenn að jafna eftir mistök í vörn Breiðabliks. Fjöldi færa fór í súginn í venjulegum leiktíma og svo í framlengingunni.

Á þessum árum gekk Kópavogspiltum ekki vel í vítaspyrnukeppnum og sú varð raunin að okkur brást bogalistin í síðustu spyrnu þessa leiks. Valsmenn fóru alla leið í bikarnum. Það hefði verið gaman að sjá þetta lið komast í undanúrslitin því á þessum tímapunkti var liðið í fantaformi.


11. umferð

28.07
1991
KA
Breiðablik
3:1
1
1
1
A-deild | 11. umferð
Akureyrarvöllur | #

Slakasti leikur Blika til þessa var á Akureyri er við heimsóttum KA. Okkar piltar náðu sér ekki á strik og þó Willum Þór Þórsson hafi náð að jafna í 1-1 á 65. mínútu þá skoruðu norðanmenn í tvígang í lokin og tóku stigin þrjú.

Hvort vindur hafi verið úr Blikum eftir vonbrigðin í bikarleiknum á undan skal ósagt látið en þegar litið er til baka þá fór að halla undan fæti eftir þann harmleik.


12. umferð

Markalaust gegn Víði

31.07
1991
Breiðablik
Víðir
0:0
1
1
A-deild | 12. umferð
Sandgrasvöllur Kópavogs | #

Leikur Breiðabliks og Víðis fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilegheit og verður best lýst sem steindauðu 0-0 jafntefli.  Þetta var síðasti leikur félagsins á sandgrasinu því Kópavogsvöllur var nú tilbúinn eftir að nýtt gras hafði verið lagt á.

Eiríkur Þorvarðarson fótbrotnaði á æfingu fyrir leikinn og lék ekki aftur fyrir félagið því miður. Pavol Kretovic og Sigurjón Kristjánsson voru einnig meiddir.


13. umferð

Góður sigur í Krikanum

11.08
1991
FH
Breiðablik
1:3
1
1
1
A-deild | 13. umferð
Kaplakrikavöllur | #

Það var mikið fjör í Hafnarfirðinum í fyrri hálfleik. Steindór Elísson kom okkar mönnum yfir með hörkuskoti en heimamenn jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu. Þeir grænklæddu létu ekki bjóða sér það og markvörður FH þurfti að sækja knöttinn í netið í tvígang á næstu tveimur mínútum. Fyrst eftir gott skot Vals Valssonar í tómt markið og svo skoraði Steindór sitt annað mark í leiknum. 

Lokatölur 3-1 fyrir Breiðablik. Þessi sigur kom okkur upp fyrir FH á töflunni og sátu Blikar í fjórða sætinu þegar 5 umferðir voru eftir.

Fram 13 8 3 2 17-10 27
Víkingur 13 8 0 5 25-18 24
KR 13 6 3 4 23-10 21
Breiðablik 13 5 5 3 20-17 20
FH 13 5 3 5 17-17 18

14. umferð

15.08
1991
Breiðablik
Víkingur
1:2
1
1
1
A-deild | 14. umferð
Kópavogsvöllur | #

Víkingar voru fyrstu gestirnir á Kópavogsvellinum árið 1991. Þeir röndóttu mættu til leiks sjálfsagt moðfúlir yfir að hafa legið í tvígang gegn þeim grænklæddu um sumarið. Þar fyrir utan voru Víkingar komnir í bullandi toppbaráttu eftir gott gengi í undanförnum leikum.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur en gestirnir höfðu 2-1 sigur. Arnar Grétarsson minnkaði muninn fyrir Blika úr vítaspyrnu á 66. mínútu.


15. umferð

19.08
1991
KR
Breiðablik
4:0
1
1
1
1
A-deild | 15. umferð
KR-völlur | #

Það fór illa í Frostaskjólinu þetta sumarið og þeir röndóttu skelltu Blikum 4-0. Deildin var jöfn og við þessi úrslit fóru Blikar niður í 6. sætið, aðeins 3 stigum frá fallsæti.


16. umferð

Eyjamenn lagðir á Kópavogsvelli

31.08
1991
Breiðablik
ÍBV
2:1
1
1
1
1
A-deild | 16. umferð
Kópavogsvöllur | #

Eyjamenn byrjuðu mun betur í leiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. Blikar komu til baka í síðari hálfleik og þeir Rögnvaldur Rögnvaldsson og Arnar Grétarsson settu tvö mörk sem dugðu til sigurs. 

Við þessi úrslit fóru Blikar aftur upp í fjórða sæti deildarinnar og burt frá öllu sem gat kallast botnbarátta.


17. umferð

08.09
1991
Breiðablik
Valur
2:3
1
1
2
A-deild | 17. umferð
Kópavogsvöllur | #

Valsmenn komu í Kópavoginum og skelltu okkar mönnum á Kópavogsvellinum 3-2. Hilmar Sighvatsson minnkaði muninn í 2-1 með þrumuskoti eftir aukaspyrnu en Valsmenn svöruðu í sömu mynt í næstu sókn og staðan orðin 3-1. Arnar Grétarsson skoraði eitt af mörkum sumarsins eftir flott samspil Blika og minnkaði muninn í 3-2 en lengra komumst við ekki.

Athyglisvert er að bera saman skot Hilmars Sighvatssonar í þessum leik og í leiknum við Víkinga í 14. umferð því þau eru með sitt hvorum fætinum. Hann virðist ekki hafa verið „einfættur“ hann Hilmar.


18. umferð

5. sæti niðurstaðan eftir sigur í Garðabæ

14.09
1991
Stjarnan
Breiðablik
0:1
1
1
A-deild | 18. umferð
Stjörnuvöllur | #

Blikar hefndu fyrir tapið í 9. umferð og skelltu föllnum Garðbæingum í síðasta leiknum. Arnar Grétarsson skoraði með glæsilegu skoti.


Árið 1991 var skemmtilegt í sögu Breiðabliks. Liðið lék stórskemmtilegan bolta á köflum og var um tíma talað um að liðið léki einna bestu knattspyrnuna. Það var óumdeilt að Blikar voru spútnikliðið þetta árið.

Það munaði litlu að liðið kæmist í undanúrslit í bikar og þá er aldrei að vita hvað hefði gerst.

Arnar Grétarsson, 19 ára, lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild og var valinn efnilegasti leikmaðurinn á lokahófi KSÍ.

Víkingar urðu Íslandsmeistarar á hagstæðari markatölu en Framarar. Við Blikar unnum Víkinga tvisvar þetta sumarið og töpuðum einum. Jafntefli varð í báðum leikjunum við Fram.


Lokastaðan 1991

L U J T MÖRK STIG
Víkingur 18 12 1 5 36-21 37
Fram 18 11 4 3 29-15 37
KR 18 8 4 6 34-18 28
Valur 18 8 2 8 30-24 26
Breiðablik 18 7 5 6 26-27 26
KA 18 7 4 7 21-23 25
ÍBV 18 7 3 8 28-36 24
FH 18 6 4 8 26-32 22
Stjarnan 18 4 6 8 23-27 18
Víðir 18 2 3 13 17-47 9