BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

30.07.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Víkingur

Á mánudag - frídag verslunarmanna - fáum við Reykjavíkur Víkinga í heimsókn á Kópavogsvöll í 15. umferð Pepsí Max deildar karla. Þetta er fyrsta heimsókn Fossvogsliðsins á Kópavogsvöll í 3 ár eða síðan 23. maí 2018. Ástæða þessa er að árið 2019 spiluðu Blikar heimaleikinn gegn þeim á Fylkisvelli. Og í fyrra var enginn heimaleikur út af svoltilu. 


29.07.2021

Vín, borg drauma minna

Tíðindamaður hins virta miðils blikar.is hafði áhyggjur af því að máttarvöldin hefðu óþarflega mikla samúð með gestunum í aðdraganda Evrópuleiks Breiðabliks og Austria Wien á Kópavogsvelli þann 28. júlí. Hvar var rokið og hvar var rigningin sem hafa gælt við vangann í hinu svokallaða sumri sunnan heiða?


27.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Breiðablik - FK Austria Wien fimmtudag 29. júlí kl.17:30!

Við vekjum athygli á breyttum leiktíma en leikurinn hefst kl.17:30 fimmtudaginn 29.júlí á Kópavogsvelli (klukkan 19:30 að staðartíma í Austurríki). Miðasala á leik Breiðabliks og Austria Wien er á Tix.is


26.07.2021

Sumargjöf suður með sjó!

Blikar spiluðu með sterkan vind í bakið í fyrri hálfleik og hófu leikinn á stórsókn. Hver sóknin á fætur annarri buldi á marki Keflvíkinga. Það var reyndar með ólíkindum að við skyldum ekki skora 3-4 mörk í hálfleiknum. Jason Daði, Árni Vill, Viktor Karl, Gísli og Thomas áttu allir ágæt færi en annað hvort fór boltinn rétt framhjá, rétt yfir, í hliðarnetið eða að Sindri í marki heimapilta varði vel.


23.07.2021

Pepsi MAX 2021: Keflavík - Breiðablik

Það eru 50 ár síðan Breiblik lék fyrst í efstu deild. Árið 1971 voru Keflvíkingar með fyrnasterk lið og urðu Íslandsmeistarar það ár eftir úrslitaleik við ÍBV en lið ÍBV og ÍBK voru jöfn að stigum eftir 14 leiki (8-liða deild). Breiðabliksliðið (UBK) lenti í 7. sæti með 10 stig - einu stigi meira en ÍBA.


22.07.2021

Dauðafæri eftir frábært jafntefli í Vín!

Breiðablik gerði frábært 1:1 jafntefli gegn austurríska stórliðinu Austria Wien á útivelli í fyrri leik liðanna Sambandsdeild Evrópu í dag. Mark Blika gerði miðjumaðurinn knái Alexander Helgi snemma í seinni hálfleik eftir góða stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni.


21.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: FK Austria Vín - Breiðablik fimmtudag 22. júlí kl.16:00!

Breiðablik mætir FK Austria Vín á þeirra heimavelli Viola Park í Vínarborg á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2021/2022 (Europe Conference League). Leikurinn er klukkan 16:00 að staðartíma hér heima (klukkan 18:00 að staðartíma í Austurríki). 


19.07.2021

“Við heitum allar Hólmfríður Magnúsdóttir”

Símamótið er ekki eins og hvert annað knattspyrnumót.   Það er hið stærsta sinnar tegundar sem haldið er á Íslandi ár hvert.   Í ár voru þátttakendur frá 42 félagsliðum sem skiptust niður á 420 keppnislið!   Skráðir þátttakendur voru um 3.000 talsins og fjöldi leikja sem fram fóru voru 1.635.


18.07.2021

Grænir naglar

Eftir markið kviknaði svolítið í okkar mönnum en leikurinn opnaðist ekki mikið, skiljanlega. Það tókst ágætlega að spila upp miðjuna og tvær aukaspyrnur fengust. Hafandi í huga að í gervallri Evrópukeppninni í fótbolta kom aðeins eitt mark beint úr aukaspyrnu, var maður ekkert bjartsýnn.


16.07.2021

Pepsi MAX 2021: KR - Breiðablik

Pepsi MAX deild karla 2021. KR – Breiðablik á KR vellinum í Frostaskjóli sunnudagskvöld kl.19:15!


16.07.2021

Evrópukvöld á Kópavogsvelli

Evrópuleikur á Kópavogsvelli, Breiðablik v Racing FC. Það er önnur stemmning þegar starfsfólk UEFA mætir á svæðið. Það myndast líka alltaf eftirvænting eftir evrópubúningum og hann var óvenju stílhreinn í ár. Blikar elska líka að fara til Austurríkis að leika evrópuleiki þannig að það var von um að eiga ferð inni í næstu viku.


14.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Breiðablik - Racing Union fimmtudag 15. júlí kl.19:00!

Breiðablik mætir Racing Union á Kópavogselli á fimmtudaginn í síðari leik liðanna í undankeppni sambandsdeildar UEFA 2021/2022 (Europe Conference League). Flautað verður til leikls kl.19:00!


14.07.2021

Breiðablik OPEN 2021

16. opna golfmót Knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 20. ágúst n.k. Leikið verður á Selsvellli á Flúðum. Ræst verður af af öllum teigum kl.13:00. Leikinn verður höggleikur og punktakeppni í karla og kvennaflokki.


08.07.2021

Frábær endurkomusigur í Lúxemborg!

Blikar unnu frábæran 2:3 karaktersigur á Racing Union frá Lúxemborg á útivelli í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í dag. Þrátt fyrir að lenda 2:0 undir í fyrri hálfleik gáfust okkar piltar ekki upp og lönduðu að lokum dýrmætum útivallarsigri.


08.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Racing FC - Breiðablik fimmtudag 8. júlí kl.17:00!

Breiðablik mætir Racing FC á þeirra heimavelli í Lúxemborg í undankeppni sambandsdeildar UEFA 2021/2022. Flautað verður til leikls kl. 17:00 að íslenskum tíma.


07.07.2021

Blikavélin mallar áfram

Blikar unnu góðan sigur á Leiknispiltum úr Breiðholtinu 4:0 á Kópavogsvellinum á laugardag. Stolt Breiðholtsins veitti reyndar góða mótspyrnu í fyrri hálfleik en eftir annað markið þá var sigurinn vís.


30.06.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Leiknir R.

Við megum nú taka við áhorfendum í öll sæti á vellinum okkar og áhorfendur þurfa ekki lengur að bera grímur á leikjum. Þeir sem eiga árskort geta nú notað þau til að komast á völlinn. Fyrir aðra fer miðasala fram í gegnum miðasöluappið Stubb. Sömuleiðis verður hægt að kaupa miða í miðasölunni við völlinn.


28.06.2021

Umhverfisverkfræðingurinn hetja Blika

Þetta var frábær sigur – og bráðnauðsynlegur til að halda dampi og Blikum í toppbaráttunni. Það sem stendur upp úr er framgangur Andra Rafn Yeoman í leiknum. Andri Rafn hefur sérstakan sess hjá Breiðablik. Hann er leikjahæsti leikmaður félagsins með 355 leiki.


25.06.2021

Pepsi MAX 2021: HK - Breiðablik

Pepsi MAX deild karla 2021. HK – Breiðablik í Kórnum sunnudagskvöld kl.19:15!


24.06.2021

Bikardraumurinn úti ☹

Blikar töpuðu 2:0 fyrir Keflvíkingum í framlengdum leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Tapið var svekkjandi því við vorum meira með boltann og sköpuðum okkur töluvert af færum.


22.06.2021

Mjólkurbikarinn 2021: 32-liða úrslit: Keflavík - Breiðablik

Keflvíkingar taka á móti okkar mönnum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins á HS Orku vellinum í Keflavík á miðvikudagskvöld kl.20:00!


20.06.2021

Örlygsstaðastrategía og tölfræði

Kópavogsdalur skartaði sínu fegursta sunnudagskvöldið 20. júní. Sól skein í heiði, það var vestan gola, völlurinn fagurgrænn að venju og vel vökvaður. FH-ingar voru mættir eftir dapurt gengi að undanförnu – Blikar særðir eftir að hafa tapað fyrir Val.


18.06.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - FH

Það er þétt spilað í Pepsi MAX þessa dagana. Strákarnir okkar spiluðu á miðvikudaginn og næsti leikur er strax á sunnudaginn. Eftir mjög svekkjandi tap í stórleiknum á miðvikudaginn var er annar stórleikur framundan þegar við fáum piltana í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í heimsókn á Kópavogsvöll á sunnudagskvöld.


17.06.2021

Gallsúrt gegn Val

Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Blikar mikið með boltann en náðu ekki að opna vörn Valsmanna sem lágu nú alveg til baka og biðu, enda með góða forystu. Í tvígang munaði samt litlu að við næðum að brjóta ísinn.


14.06.2021

Pepsi MAX 2021: Valur - Breiðablik

Aftur og nýbúnir. Næsti leikur er strax á miðvikudaginn. Eftir góðan sigur okkar mann á Fylkismönnum í kaflaskiptum leik á laugardaginn er komið að smá ferðalagi á Origo völlinn til að etja kappi við Íslandsmeistara Vals.


12.06.2021

Veit á gott

Það tók tæpar 43 mínútur í fyrri hálfleik að koma skoti á mark en í þeim síðari tók það 43 sekúndur að skjóta á markið – og skora. Árni Vill afgreiddi netta stungusendingu Kidda smekklega og ykkur að segja þá var maður þá þegar viss um að þessi leikur myndi vinnast.


09.06.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Fylkir

Áttunda umferð Pepsi MAX karla 2021 verður leikinn um helgina og á miðvikudaginn. Á laugardaginn fáum við Fylkismenn í heimsókn á Kópavogsvöll.


25.05.2021

Sterkur Blikasigur á Skaganum

Blikaliðið hélt undir Rúbikon (Hvalfjörðinn) í gær og kom sigrihrósandi til baka með þrjú stig í farteskinu eftir 2:3 sigur á heimapiltum á Skipaskaga. Sigurinn var kærkominn og sanngjarn en óþarflega tæpur. Okkar drengir voru mun sterkari í leiknum og áttu í raun að vera búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik.


22.05.2021

Pepsi MAX 2021: ÍA – Breiðablik

Það er stutt á milli leikja í “hraðmótinu”. Sjötta umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á mánudags-og þriðjudagskvöld. Okkar menn heimsækja Skagamenn á mánudagskvöld.


21.05.2021

Auðvelt og sætt

Við byrjuðum leikinn nokkuð sterkt og ógnuðum ágætlega. Takturinn datt þó smá úr liðinu þegar að Thomas Mikkelsen fór meiddur útaf á 9. mínútu leiksins, líklega nárameiðsli. Skila góðri batakveðju á Thomas.


18.05.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Stjarnan

Áfram rúllar Pepsi MAX deildin 2021. Fimmta umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á föstudagskvöld og lýkur á laugardag með einum leik. Á föstudagskvöld fáum við nágranna okkar úr Garðabæ í heimsókn á Kópavogsvöll.


16.05.2021

Kalt er það Kwame

Fossvogurinn ilmaði af nýútsprungnum greinum og grilllykt þegar ég, Freyr Snorrason, í föruneyti með stemningsmanninum mikla Breka Barkarsyni leikmanni Augnabliks tylltum okkur í hólf B, röð I, sæti 63 og 65 í Víkinni í kvöld.


14.05.2021

Pepsi MAX 2021: Víkingur – Breiðablik

Það er þétt spilað. Fjórða umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á sunnudag og mánudag. Á sunnudagskvöld heimsækir Blikaliðið nágranna okkar í Fossvoginum. Flautað verður til leiks kl.19:15 á Víkingsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.


13.05.2021

Veisla á Kópavogsvelli

Þannig lönduðu okkar menn sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í ár. Hann var í raun aldrei í hættu. Allir áttu skínandi fínan leik og var gaman að sjá samspil Blika á löngum köflum.


13.05.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Keflavík

Þriðja umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram miðvikudag og fimmtudag í þessari viku. Á fimmtudagskvöld fá Blikar nýliða Keflvíkinga í heimsókn.


12.05.2021

Sölvi Snær mættur í Kópavoginn

Sölvi Snær Guðbjargarson hefur skrifað undir 3 ára samning við Breiðablik. Hann kemur til félagsins frá Stjörnunni í Garðabæ.


11.05.2021

Ársmiðakort og Blikaklúbbskort 2021 komin í sölu

Ársmiðakort og Blikaklúbbskort á Kópavogsvöll fyrir árið 2021 eru nú komin í sölu. Salan er unnin í samvinnu við Blikaklúbbinn.


09.05.2021

Jason Daði jafnaði á ögurstundu!

Blikar sýndu mikinn karakter þegar þeir skoruðu tvo mörk á lokamínútum leiksins gegn Leiknismönnum og tryggðu sér þannig eitt stig í Breiðholtinu.


06.05.2021

Pepsi MAX 2021: Leiknir R. – Breiðablik

Pepsi MAX deild karla 2021. Leiknir – Breiðablik á Domusnova vellinum í Breiðaholti.


02.05.2021

Niður á jörðina – og svo upp aftur

Það er ekki á hverju ári að dómbært fólk spáir Breiðabliki Íslandsmeistaratitli karla. Sú er raunin árið 2021 og hafi það híft einhverja stuðningsmenn upp til skýjanna tók það um það bil 15 mínútur að fá fast land undir fætur.


28.04.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - KR

Pepsi MAX deild karla 2021. KR – Breiðablik – KR á Kópavogsvelli sunnudag kl.19:15!


25.04.2021

Andri Rafn framlengir við Blika

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Andri Rafn Yeoman, miðjumaðurinn óþreytandi, hefur framlengt samning sinn við Blika til loka ársins 2022.


12.04.2021

Guðjón Pétur til Eyja

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Eyjamenn hafa náð samkomulagi að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson muni hafa félagaskipti yfir í ÍBV.


30.03.2021

Sævar Atli til Breiðabliks

Leiknir R. og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Sævars Atla Magnússonar frá Leikni til Breiðabliks.


23.03.2021

Stíf lota fram undan hjá 21-árs landsliðinu

Á dögunum kynnti Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari, 23ja manna hóp til ferðarinnar. Rúmlega þriðjungur hópsins, eða átta gaurar, hefur komið við sögu hjá Breiðabliki.


20.03.2021

Blikar komnir í undanúrslit

Blikaliðið er komið í undanúrslit Lengjubikarsins með 2:1 sigri á gulklæddum KA-mönnum.


19.03.2021

Árni kemur heim!

Þær frábæru fréttir voru að berast að framherjinn snjalli Árni Vilhjálmsson hefur ákveðið að koma heim og gera tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


18.03.2021

Lengjubikarinn 2021. 8-liða úrslit : Breiðablik - KA á Kópavogsvelli laugardag kl.16:00!

Strákarnir okkar fá mjög verðugt verkefni þegar við mætum sprækum KA-mönnum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á Kópavogsvelli á laugardaginn.


13.03.2021

Seiglusigur á Fylki

Blikar unnu 2:1 seiglusigur á Fylki á rennisléttum Kópavogsvellinum í lokaleik riðlakeppni Lengjubikarsins 2021


11.03.2021

Lengjubikarinn 2021: Breiðablik - Fylkir á Kópavogsvelli laugardag kl.13:00!

Lengjubikarinn 2021: Breiðablik - Fylkir á Kóapvogsvelli laugardag kl.13:00!


09.03.2021

Brynjólfur til Noregs

Knattspyrnudeild Breiðabliks og norska liðið Kristiansund hafa náð samkomulagi um kaup Norðmannanna á framherjanum öfluga Brynjólfi Andersen Willumssyni.


05.03.2021

Sigur í fjölnota menningarhúsi Grafarvogs!

Gott gengi okkar manna hélt áfram eftir 3-1 sigur Blika gegn Fjölnismönnum í kvöld.


04.03.2021

Lengjubikarinn 2021: Fjölnir – Breiðablik í Egilshöll föstudag kl.20:00!

Blikaliðið heimsækir á morgun, föstudag, Fjölnismenn á þeirra heimavöll í Egilshöll. Flautað verður til leiks kl. 20:00. BlikarTV mun streyma leiknum.


04.03.2021

Viktor Karl framlengir

Þau ánægulegu tíðindi voru að berast að knattspyrnumaðurinn öflugi, Viktor Karl Einarsson, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka ársins 2023.


25.02.2021

Þolinmæðin þrautir vinnur allar!

Blikar unnu þolinmæðissigur á baráttuglöðum Eyjamönnum 2:0 í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag.


24.02.2021

Lengjubikarinn 2021: Breiðablik - ÍBV á Kópavogsvelli í dag, fimmtudag kl.15:30 !!!

Áfram rúllar boltinn í Lengjubikarnum. Okkar menn fá Eyjamenn í heimsókn á Kópavogsvöll í dag, fimmtudag, kl. 15:30!


20.02.2021

Létt í Laugardalnum

Blikar unnu öruggan 0:5 sigur á Þrótti í Lengjubikarnum 2021 á Eimskipsvellinum. Blikar settu í fluggírinn í bæði fyrri og seinni hálfleikinn og kláruðu leikinn með stuttu millibili í hvorum hálfleik fyrir sig.


17.02.2021

Lengjubikarinn 2021: Þróttur – Breiðablik á Eimskipsvellinum föstudagskvöld kl.18:00!

Annar leikur okkar manna í Lengjubikarnum 2021 á Eimskipsvellinum í Laugardal á föstudagskvöld kl.18:00!


13.02.2021

Öruggt gegn Leikni!

Blikar lögðu Leikni örugglega 4:0 í fyrsta leik Lengjubikarsins árið 2021.


13.02.2021

Ólafur Guðmundsson fer á láni til Grindavíkur

Ólafur Guðmundsson hefur skrifað undir lánssamning við Grindavík þar sem hann mun leika í Lengjudeildinni í sumar.


10.02.2021

Lengjubikarinn 2021: Breiðablik - Leiknir R. á Kópavogsvelli föstudagskvöld kl.19:00!

Fyrsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum 2021 er á föstudaginn.


06.02.2021

Blikar sigurvegarar!

Blikar unnu öruggan 5:1 sigur á Skagamönnum í úrslitum Fótbolta.net mótsins í knattspyrnu árið 2021.


05.02.2021

Úrslitaleikur Fótbolta.net Mótsins 2021: Breiðablik – ÍA á föstudagskvöld kl.20:00!

Annað árið í röð mætir Breiðablik ÍA í úrslitaleik Fótbolta.net Mótsins


04.02.2021

Vilhjálmur Kári tekur við Blikum - Öflugt teymi

Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu þar sem hann mun fara fyrir öflugu starfsteymi.


04.02.2021

Karl Friðleifur lánaður í Víking R.

Knattspyrnumaðurinn efnilegi Karl Friðleifur Gunnarsson hefur verið lánaður í Víking R. út þessa leiktíð


30.01.2021

Öruggur sigur á FH í FótboltaNet mótinu

Það var pýrðilegt fóboltaveður í boði þegar flautað var til leiks hjá liðunum á Kópavogsvelli, grasið og aðstæður á vellinum bjóða upp á nýja möguleika fyrir Blika á undirbúningstímabilinu og gerir það að verkum að upplifun áhorfenda verður einhvernveginn stærri en að horfa á þetta í t.d Fífunni eins stundum hefur verið.  


27.01.2021

Breiðablik - FH í Fótbolta.net mótinu 2021

Næsti leikur Blika í Fótbolta.net mótinu 2021 er gegn FH á Kópavogsvelli á laugardaginn kl.13:30!


23.01.2021

Stórsigur á Keflavík

Blikahraðlestin hrökk heldur betur í gang í öðrum leik Fótbolta.net mótsins 2021. Fórnarlambið voru nýliðar Keflavíkur og voru lokatölur 1:6 okkar drengjum í vil.


22.01.2021

Keflavík – Breiðablik í Fótbolta.net mótinu 2021

Næsti leikur Blika í Fótbolta.net mótinu 2021 verður gegn Keflvíkingum í Reykjaneshöllinni á laugardaginn kl.12:00!


21.01.2021

Davíð Örn til Blika

Breiðablik hefur fest kaup á bakverðinum öfluga Davíð Erni Atlasyni frá Víkingi Reykjavík.


16.01.2021

Þolinmæðissigur á Grindvíkingum

Keppnistímabilið 2021 hófst með ágætum 3:0 sigri strákanna okkar á baráttuglöðum Grindvíkingum á Kópavogsvelli í Fótbolta.net mótinu.


15.01.2021

Breiðablik - Grindavík í Fótbolta.net mótinu 2021

Undirbúningstímabilið hjá meistaraflokki karla hjá Breiðabliki fer af stað á morgun (laugardag) á Kópavogsvelli kl.13:30!


13.01.2021

Ungir leikmenn skrifa undir hjá Blikum

Næsta kynslóð efnilegra Blika er farinn að banka á dyr meistaraflokksins. Til að tryggja þjónustu þeirra næstu árin hefur knattspyrnudeildin gert samning við nokkurra þessara leikmanna.


04.01.2021

Sveinn Skúlason - Kveðja

Í dag kveðjum við Blikar Svein Skúlason fyrrverandi leikmann okkar sem lést sunnudaginn 20.desember s.l. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands


31.12.2020

Áramótakveðja 2020

Óskum öllum Blikum og öðrum landsmönnum farsældar og gleði á nýju ári !


27.12.2020

Hátíðarkveðja 2020

Óskum öllum Blikum og öðrum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar


26.12.2020

Stefán Ingi áfram hjá Blikum

Framherjinn stóri og stæðilegi, Stefán Ingi Sigurðarson, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blika.


25.12.2020

Brynjólfur framlengir

Framherjinn knái, Brynjólfur Andersen Willumsson, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


24.12.2020

Davíð Ingvars framlengir um þrjú ár

Bakvörðurinn knái, Davíð Ingvarsson, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um þrjú ár.


23.12.2020

Anton Logi skrifar undir nýjan samning

Anton Logi Lúðvíksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


11.12.2020

Bókin Íslensk knattspyrna 2020

Tvenn stór tímamót eru í útgáfu bókarinnar, annars vegar er þetta 40. bókin frá upphafi og síðan geta lesendur nú fengið rafrænan aðgang að öllum eldri bókunum. Þær eru semsagt allar komnar á netið.


29.11.2020

Tölfræði og yfirlit 2020 – samantekt.

Eftir ágætt tímabil 2019, þegar liðið endaði í 2. sæti Pepsi MAX annað árið í röð, mættu Blikar ferskir til leiks 13. júní 2020  eftir 7 vikna bið - upphaflegur leikdagur var 23. apríl, en það plan fór í skrúfuna vegna Covid-19.


27.11.2020

Elfar Freyr með nýjan 3 ára samning

Varnarmaðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


18.11.2020

Ólafur Pétursson framlengir samningi við Breiðablik

Ólafur Pétursson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðablik til næstu tveggja ára. Ólafur mun áfram vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.


15.11.2020

Þrír Blikar færðir upp í A-landsliðið

Nokkrir leikmenn U-21 árs landslið Íslands hafa verið færðir upp í A-landsliðið sem mætir Englendingum í Englandi á miðvikudaginn.


10.11.2020

Finnur Orri kominn heim!

Finnur Orri kominn heim! Finnur Orri Margeirsson er kominn heim í Kópavoginn eftir sex ára fjarveru. Leikmaðurinn hefur spilað með KR undanfarin ár en hefur nú ákveðið að spila í græna búningnum á nýjan leik.


31.10.2020

Íslandsmeistaratitill og Evrópukeppni niðurstaðan hjá Breiðabliki

Blikar eru sáttir með árangurinn að loknu sögulegu keppnistímabili 2020


23.10.2020

Arnar Númi Gíslason til Breiðabliks

Hinn ungi og efnilegi Arnar Númi Gíslason, fæddur 2004, hefur gengið til liðs við Breiðablik frá Haukum. Arnar Númi er sóknarsinnaður leikmaður. Hann er áræðinn, býr yfir góðum hraða og er leikinn með boltann.


05.10.2020

Hraði og fáar snertingar

Það væri mikil lygi að segja að leikurinn hafi farið rólega af stað. Þvert á móti var alveg blússandi fart frá fyrstu mínútu og ritara gafst ekki ráðrúm til að hripa hjá sér nema það allra markverðasta.


02.10.2020

Vínrauðir afmælisblikar

Keppt í vínrauðum afmælistreyjum í tilefni 70 ára afmælis Breiðabliks.


02.10.2020

Pepsi Max 2020: Breiðablik- Fylkir

Pepsi Max deild karla 2020. Breiðablik - Fylkir á Kópavogsvelli sunnudag kl.19:15.


02.10.2020

Súrt jafntefli!

Blikar urðu að bíta í það súra epli að sætta sig við 1:1 jafntefli gegn KA-mönnum á Kópavogsvelli í gær.


01.10.2020

Tveir ungir Blikar til Bologna!

​​​​​​​Breiðablik hefur samþykkt tilboð Bologna á Ítalíu um lán og kauprétt á hinum ungu og efnilegu Hlyn Frey Karlssyni og Gísla Gottskálk Þórðarsyni en þeir eru báðir fæddir árið 2004.


28.09.2020

Pepsi MAX 2020: Breiðablik - KA

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik – KA á Kópavogsvelli fimmtudag kl.18:00


27.09.2020

Grátlegt jafntefli á Hlíðarenda

Trúum aðstoðardómurum – Fótboltafélag KFUM rændu vel spilandi Blika


25.09.2020

Pepsi MAX 2020: Valur – Breiðablik

Pepsi MAX deild karla 2020. Valur - Breiðablik á Origo vellinum sunnudag kl.19:15!


24.09.2020

„Aldeilis fínt“

„Norðanáttin er nöpur,“ orti Megas fyrir margt löngu og bætti við: „hún næðir um veröldina alla / innan jafnt sem utan / og ekkert sést til fjalla.“


22.09.2020

Pepsi MAX 2020: Breiðablik – Stjarnan

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik - Stjarnan á Kópavogsvelli fimmtudag kl.19:15!


21.09.2020

Fall með 4,9?

Það eru átta leikir eftir af mótinu og tveir af þeim leikjum eru á móti Stjörnunni. Ef að Breiðablik ætlar sér að gera eitthvað í sumar þá kemur ekkert annað til greina en sigur á grönnum okkar í Garðabænum


17.09.2020

Pepsi MAX 2020: Breiðablik - KR

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik - KR á Kópavogsvelli mánudag kl.19:15!