BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

19.01.2022

Fótbolta.net mótð 2022: Breiðablik - HK

Síðasti leikur Blikamanna í riðlakeppni FótboltaNet mótsins 2022 er gegn nágrönnum okkar frá efri byggðum Kópavogs. Leikið verður á Kóapvogsvelli og hefst leikurinn kl.13:00 á laugardaginn. 


14.01.2022

Jason Daði sá um Leikni!

Blikar unnu 1:3 seiglusigur á Leiknismönnum í Breiðholti. Sigurinn var erfiður enda börðust heimapiltar eins og ljón allan tímann. En það var Jason Daði Svanþórsson sem gerði gæfumuninn þegar hann kom inn á í síðari hálfleik


12.01.2022

Fótbolta.net mótð 2022: Leiknir R. – Breiðablik

Næsti andtæðingur okkar manna í Fótbolta.net mótinu er lið Leiknismanna í Breiðholti. Leikið verður á þeirra heimavelli og hefst leikurinn kl.18:00 á föstudaginn.


08.01.2022

Blikar byrja vel á nýju ári!

Mikið breytt Blikaliðið vann nokkuð öruggan 5:2 sigur á Keflavík í fyrsta leik á FotboltaNet mótinu árið 2022. Sigurinn var sanngjarn en hugsanlega aðeins of stór miðað við gang leiksins því gestirnir áttu nokkur góð færi sem þeir ekki nýttu.


05.01.2022

Fótbolta.net mótð 2022: Breiðablik - Keflavík

Fyrsti mótsleikur Blikamanna á árinu 2022 er í Fótbolta.net mótinu. Andstæðingur okkar manna er lið Keflvíkinga frá Reykjanesbæ. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.13:00 á laugardaginn.


03.01.2022

Ísak Snær til Blika

Knattspyrnumaðurinn sterki Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir 3 ára samning við Breiðablik. Ísak Snær sem er rúmlega tvítugur að aldri er fjölhæfur leikmaður sem leikur samt oftast sem miðjumaður.


30.12.2021

Áramótakveðja 2021

Blikar.is - stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks í knattspyrnu – óskar öllum Blikum og öðrum landsmönnum farsældar og gleði á nýju ári.


23.12.2021

Hátíðarkveðja 2021

Óskum öllum Blikum og öðrum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar


10.12.2021

Blikar BOSE meistarar 2021

Blikar sýndu það og sönnuðu að þeir eru besta lið landsins með því að leggja Íslands- og bikarmeistara Víkings að velli 5:1 í úrslitum BOSE bikarsins 2021. Leikurinn var fjörugur og sýndu bæði lið skemmtilega takta.


08.12.2021

Úrslitaleikur BOSE Bikarsins 2021: Breiðablik - Víkingur

Næsti leikur okkar manna í BOSE bikarnum 2021 er á morgun, föstudag 10.desember kl.19:00. Við fáum Reykjavíkur Víkinga í heimsókn á Kópavogsvöll. Um er að ræða úrslitaleik BOSE bikarsins 2021.


05.12.2021

Blikar komnir í úrslit BOSE bikarsins 2021

Blikar eru komnir í úrslit BOSE bikarsins 2021 eftir 3:2 sigur á Stjörnunni nágrönnum okkar úr Garðabæ. Leikurinn var nokkuð fjörugur á köldum og hálum Kópavogsvellinum.


02.12.2021

BOSE Bikarinn 2021: Breiðablik - Stjarnan

Næsti leikur okkar manna í BOSE Bikarnum 2021 er í dag, laugardaginn 4. desember kl.13:00. Þá fáum við Stjörnumenn í heimsókn á Kópavogsvöll. Þetta er úrslitaleikur í riðlinum því bæði lið lögðu KR að velli í fyrri leik liðanna í A riðli. 


26.11.2021

Davíð Örn aftur heim

Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um félagaskipti Davíðs Arnar Atlasonar yfir í Fossvoginn aftur. Davíð Örn sem kom til okkar Blika frá Víkingum fyrir síðasta tímabil.


26.11.2021

Karl til Víkinga

Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um varanleg félagaskipti Karls Friðleifs Gunnarssonar í Fossvoginn. Karl, sem spilaði sem lánsmaður hjá Víkingum síðastaliðið sumar, átti afbragðssumar með Fossvogsliðinu.


20.11.2021

KR auðveld bráð fyrir léttleikandi Blika

Blikar áttu ekki í erfiðleikum með þunga KR-inga í fyrsta leik BOSE Bikarsins 2021. Lokatölur voru 5:1 eftir að þeir grænklæddu höfðu verið 3:0 yfir þegar flautað var til leikhlés.


19.11.2021

BOSE Bikarinn 2021: Breiðablik - KR

Blikamenn taka á móti KR-ingum á Kópavogsvelli á morgun, laugardag, kl.13.00 í BOSE Bikarnum 2021. Okkar menn eru eru líka í riðli með Stjörnunni og verður spilað á hverjum laugardegi næstu vikur. Úrslitaleikir um sæti fara fram laugardaginn 11. desember.


19.11.2021

Miðjumaðurinn Juan Camilo Pérez til Blika

Miðjumaðurinn öflugi Juan Camilo Pérez hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Juan Camilo, sem er 22 ára gamall, er örvfættur leikmaður sem getur leikið margar stöður á vellinum.


03.11.2021

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks 15. nóvember 2021

Orri Hlöðversson gefur ekki kost á sér til endurkjörs - Flosi Eiríksson býður sig fram til formanns.


29.10.2021

Dagur Dan í Breiðablik

Miðjumaðurinn efnilegi Dagur Dan Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.


11.10.2021

TÖLFRÆÐI OG YFIRLIT 2021 - SAMANTEKT

Við getum því þrátt fyrir allt verið ánægð með okkar menn í sumar. Við fengum blússandi sóknarbolta, mikið af mörkum en vorum auðvitað grátlega nærri því að ná Íslandsmeistaratitlinum.


26.09.2021

Gylfi Þór Sigurpálsson er fyrsti handhafi Huldunælunnar

“Huldunælan” er kennd við Huldu Pétursdóttur eða sem um áratuga skeið var einstakur bakhjarl og stuðningsmaður Breiðabliks og margir. Það muna margir Breiðabliksfélagar eftir Huldu.


26.09.2021

Silfur sigur í lokaleik!

Það var mikið undir þegar erkifjendurnir úr Kópavogi mættu á Kópavogsvöll, staðan þannig að eftir 90 mínútur þá gátu Blikar orðið Íslandsmeistarar og HK fallið í 1. deild.


26.09.2021

Vígið okkar í Smáranum

Vígið okkar í Smáranum stóð sannarlega undir nafni í sumar. Við unnum 10 heimaleiki í röð í Pepsi Max deildinni 2021 með markatöluna 32-1. Ef við teljum Evrópuleiki með eru sigrarnir 12 talsins.Þetta mikla vígi hefur skilað 19 sigrum af 20 mögulegum á öllum mótum ársins. Fimm leikjum lauk með 4-0 sigri, tveir fóru 3-0 og tveir 2-0. Aðeins Skagamönnum tókst að troða inn marki þegar við sigruðum þá 2-1.


24.09.2021

Óskar og Halldór framlengja

Knattspyrnudeild Breiðabliks gjörir kunnugt: Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, hefur í dag skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið.


22.09.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - HK

Þá er komið að lokaleik Blika í Pepsi Max deild karla 2021. Andstæðingarnir eru nágrannar okkar úr efri byggðum HK-ingar. Mikið er í húfi fyrir bæði lið og gæti leikurinn ráðið úrslitum á toppi og botni deildarinnar.


19.09.2021

Súr sunnudagur

Það voru þung spor fyrir leikmenn og stuðningsmenn Blika út af Kaplakrika eftir 1:0 tap gegn heimamönnum. Úrslitin þýða að við eigum litla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Við náðum okkur engan vegin á strik í fyrri hálfleik og var engu líkara en ákveðið stress væri í gangi hjá mörgum leikmönnum liðsins.


15.09.2021

Pepsi MAX 2021: FH - Breiðablik

Þá er komið að síðasta útileiknum hjá okkar mönnum í Pepsi Max 2021. Næsta viðureign er gegn margföldum Íslandsmeisturum FH á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks kl.16:15. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki geta mætt í Krikann.


11.09.2021

Partý í stúkunni

Þegar Breiðablik trónir á toppnum í deildinni með þrjá leiki eftir og spilað er á móti ríkjandi Íslandsmeisturum í toppbaráttunni á laugardagskvöldi klukkan tuttugu þá eru fyrirpartý um allan bæ.


09.09.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Valur

Eftir góða hvíld er komið að lokahrinu okkar manna í Pepsi Max 2021. Næsta viðureign - og mögulega ein sú mikilvægasta í sumar - er gegn sjóðheitu liði Íslandsmeistara Vals. Leikið verður á Kópavogsvelli kl. 20:00 laugardalskvöldið 11. september. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.


07.09.2021

Úrslit á Breiðablik Open 2021

16. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 2. ágúst s.l. Þrátt fyrir sóttkví hjá nokkrum fastagestum voru rúmlega 70 kylfingar mættir til leiks.


04.09.2021

Grænn ágúst, grænni september, bleikur október

Við eigum alls konar fagurlitaða mánuði. Blár apríl, sem minnir okkur á þau sem eru utan meðalmennskunnar vegna einhverfu, er til dæmis flottur mánuður. Nýliðinn ágúst var grænn mánuður, iðjagrænn.


02.09.2021

FOKK OFBELDI

Blikar.is er sjálfstætt starfandi stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks í knattspyrnu. Við á blikar.is vitum að það er talsvert horft til Breiðabliks og við eigum að ganga fram fyrir skjöldu í þessum efnum. Breiðablik hefur tekist að samtvinna grasrótarstarf og afreksstefnu svo eftir hefur verið tekið og getum orðið leiðandi í þeirri stefnumótun sem framundan er. Skilaboðin frá blikar.is eru skýr:  "Fokk ofbeldi".      


30.08.2021

Ásgeir Galdur setti met í gær

Blikinn Ásgeir Galdur Guðmundsson setti met í gær þegar hann kom inn á í efstu deildar leik gegn Fylki í Árbænum í gær í Pepsi Max deild karla. Ásgeir Galdur er yngsti Bliki (15 ára og 137 daga gamall) frá upphafi til að spila efstu deildar leik í knattspyrnu karla með Breiðabliki.


30.08.2021

Lygilega létt Lautarferð

Það er óhætt að segja það að leikmenn hafi náð, hingað til, að faðma, umvefja og elska pressuna. Haustkvíðinn varði ekki lengi. Elsku Blikarnir mínir sáu um það. Kvíðinn minnkaði allverulega á 12. mín þegar Kiddi Steindórs skoraði fyrsta mark okkar manna.


Pétur Theodór Árnason

30.08.2021

Pétur til Blika

Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil.


26.08.2021

Pepsi MAX 2021: Fylkir - Breiðablik

Eftir stutta hvíld er komið að næstu viðureign okkar manna sem heimsækja Árbæinn á sunnudagskvöld. Þar mætum við frísku liði Fylkismanna í 19. umferð Pepsi Max deildar karla kl.19:15. Leikurinn verður sýndur á www.stod2is


25.08.2021

Annar bjartari og fullkomnari heimur

Það var eins og að koma í annað land að lenda síðdegis miðvikudaginn 25. ágúst á Akureyri „sem er öðrum meiri, með útgerð, dráttarbraut og Sjallans paradís,“ eins og Kristján frá Djúpalæk kvað forðum og hljómsveit Ingimars Eydal flutti svo eftirminnilega.


24.08.2021

Pepsi MAX 2021: KA - Breiðablik

Frestaður leikur úr 7. umferð Pepsi MAX karla 2021. Okkar menn leggja land undir fót og ferðast norður yfir heiðar til að etja kappi við lið KA manna - lið Arnars Grétarssonar. Flautað verður til leiks Greifavellinum á Akureyri kl.18:00 á miðvikudaginn. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.


24.08.2021

Kiddi framlengir!

Knattspyrnumaðurinn fjölhæfi Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðbliks til loka ársins 2023. Kristinn sem er uppalinn Bliki hóf að leika með meistaraflokki Blika árið 2007 þá aðeins 17 ára gamall.


22.08.2021

Viktor Örn áfram hjá Blikum

Varnarmaðurinn sterki Viktor Örn Margeirsson hefur skrifað undir nýjan samning við Blika sem gildir til loka ársins 2023.


22.08.2021

Fyrsta flokks fótbolti

Annars voru Blikar einfaldlega miklu betri, sem skilaði sér í úrvals marki þar sem Gísli stal boltanum og lagði upp á Viktor Karl sem skoraði af öryggi. Ég hefði verið til í að sjá svona afgreiðslu oftar í góðum og hálf góðum færum.


18.08.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - KA

18. umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram um helgina. Okkar menn fá verðugt verkefni þegar Arnar Grétarsson kemur með sjóðheit lið KA í heimsókn á Kópavogsvöll. Flautað verður til leiks kl.18:00 á laugardaginn. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. 


17.08.2021

Karaktersigur í lokin

Blikaliðið lét slæma byrjun hins vegar ekki slá sig út af laginu og sótti stíft að marki gestanna. Það skilaði árangri þegar Viktor Karl jafnaði metin með góðu skoti eftir frábæran undirbúning Árna Vilhjálmssonar á 24 mínútu. Kiddi Steindórs átti þá skemmtilega utanfótarsendingu á Árna sem plataði varnarmann Skagamanna.


14.08.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - ÍA

Okkar menn fá Skagamenn í heimsókn í Pepsi Max 2021 á mánudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15. Leikurinn verður sýndur í vefsjónvarpi Stöðvar 2 Sport.


12.08.2021

Frábær Evrópukeppni að baki

Frammistaða Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu er búinn að vera stórkostleg. Ísland er nr 47 af 54 liðum í UEFA sem taka þátt í Evrópukeppnum Liðin sem við lékum við eru frá Luxembourg (35), Austurríki (10) og Skotland (11).


10.08.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Aberdeen FC - Breiðablik

Evrópuævintýriið heldur áfram. Á fimmtudaginn mætum við  Abredeen FC í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2021/2022 á Pittodrie Stadium í Aberdeen. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Útsending heft kl.18:35. Flautað verður til leiks kl.18:45!


09.08.2021

Mikkelsen kvaddi með sigri

Liðin komu inn í leikinn í kvöld hafandi bæði unnið síðustu leiki sína 4-0. Eftir leikinn erum við í þriðja sætinu með leik á móti KA til góða og getum með sigri í inneigininni komist einu stigi á eftir Val. Það er svo leikur á móti Val eftir á dagatalinu, heimaleikur mánudaginn 13. september. Taktu daginn frá.


08.08.2021

Pepsi MAX 2021: Stjarnan - Breiðablik

Blikar eru með sterkan og breiðan hóp og því ætti þreyta eftir Aberdeen leikinn ekki að hafa mikil áhrif á liðið. Svo verður spennandi að sjá hvort Thomas fái tækifæri til að slútta Íslandsdvölinni með marki gegn besta vini sínum, Daníel Laxdal. Enginn Íslendingur hefur faðmað Thomas jafn oft og Daníel.


06.08.2021

Svekkjandi tap í frábærum leik

Þessi leikur var frábær skemmtun en honum lauk með óverðskulduðu eins marks tapi okkar manna og ljóst að það bíður þungur róður ytra eftir viku.Blikar þurfa hinsvegar ekki að kvíða þeim leik. Skotarnir munu þurfa að verja þetta eina mark.


06.08.2021

Thomas Mikkelsen kveður Breiðablik

Fréttatilkynning. Breiðablik hefur orðið við beiðni Thomas Mikkelsen um að ljúka samningi sínum við félagið.


03.08.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Breiðablik - Aberdeen FC

Einn okkar manna er mjög vel kunnugur Skoska boltanum - sér í lagi Dundee United. Þegar Thomas Mikkelsen kom til okkar frá Skotlandi um mitt ár 2018 kom hann frá Dunde United þar sem hann spilaði sem lánsmaður frá Ross County.


02.08.2021

Það er gaman að vera Bliki

Sigurinn í kvöld var kröftug yfirlýsing um hvað Breiðablikslið strákanna getur í fótbolta. Við höfum séð þær nokkrar upp á síðkastið þar sem rúllað er yfir hvert þýskumælandi liðið á fætur öðru – genau – og nú bíður Aberdeen.


30.07.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Víkingur

Á mánudag - a frídegi verslunarmanna - fáum við Reykjavíkur Víkinga í heimsókn á Kópavogsvöll í 15. umferð Pepsi Max deildar karla. Þetta er fyrsta heimsókn Fossvogsliðsins á Kópavogsvöll í 3 ár eða síðan 23. maí 2018. Ástæða þessa er að árið 2019 spiluðu Blikar heimaleikinn gegn þeim á Fylkisvelli. Og í fyrra var enginn heimaleikur út af svoltilu. 


29.07.2021

Vín, borg drauma minna

Tíðindamaður hins virta miðils blikar.is hafði áhyggjur af því að máttarvöldin hefðu óþarflega mikla samúð með gestunum í aðdraganda Evrópuleiks Breiðabliks og Austria Wien á Kópavogsvelli þann 28. júlí. Hvar var rokið og hvar var rigningin sem hafa gælt við vangann í hinu svokallaða sumri sunnan heiða?


27.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Breiðablik - FK Austria Wien fimmtudag 29. júlí kl.17:30!

Við vekjum athygli á breyttum leiktíma en leikurinn hefst kl.17:30 fimmtudaginn 29.júlí á Kópavogsvelli (klukkan 19:30 að staðartíma í Austurríki). Miðasala á leik Breiðabliks og Austria Wien er á Tix.is


26.07.2021

Sumargjöf suður með sjó!

Blikar spiluðu með sterkan vind í bakið í fyrri hálfleik og hófu leikinn á stórsókn. Hver sóknin á fætur annarri buldi á marki Keflvíkinga. Það var reyndar með ólíkindum að við skyldum ekki skora 3-4 mörk í hálfleiknum. Jason Daði, Árni Vill, Viktor Karl, Gísli og Thomas áttu allir ágæt færi en annað hvort fór boltinn rétt framhjá, rétt yfir, í hliðarnetið eða að Sindri í marki heimapilta varði vel.


23.07.2021

Pepsi MAX 2021: Keflavík - Breiðablik

Það eru 50 ár síðan Breiblik lék fyrst í efstu deild. Árið 1971 voru Keflvíkingar með fyrnasterk lið og urðu Íslandsmeistarar það ár eftir úrslitaleik við ÍBV en lið ÍBV og ÍBK voru jöfn að stigum eftir 14 leiki (8-liða deild). Breiðabliksliðið (UBK) lenti í 7. sæti með 10 stig - einu stigi meira en ÍBA.


22.07.2021

Dauðafæri eftir frábært jafntefli í Vín!

Breiðablik gerði frábært 1:1 jafntefli gegn austurríska stórliðinu Austria Wien á útivelli í fyrri leik liðanna Sambandsdeild Evrópu í dag. Mark Blika gerði miðjumaðurinn knái Alexander Helgi snemma í seinni hálfleik eftir góða stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni.


21.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: FK Austria Vín - Breiðablik fimmtudag 22. júlí kl.16:00!

Breiðablik mætir FK Austria Vín á þeirra heimavelli Viola Park í Vínarborg á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2021/2022 (Europe Conference League). Leikurinn er klukkan 16:00 að staðartíma hér heima (klukkan 18:00 að staðartíma í Austurríki). 


19.07.2021

“Við heitum allar Hólmfríður Magnúsdóttir”

Símamótið er ekki eins og hvert annað knattspyrnumót.   Það er hið stærsta sinnar tegundar sem haldið er á Íslandi ár hvert.   Í ár voru þátttakendur frá 42 félagsliðum sem skiptust niður á 420 keppnislið!   Skráðir þátttakendur voru um 3.000 talsins og fjöldi leikja sem fram fóru voru 1.635.


18.07.2021

Grænir naglar

Eftir markið kviknaði svolítið í okkar mönnum en leikurinn opnaðist ekki mikið, skiljanlega. Það tókst ágætlega að spila upp miðjuna og tvær aukaspyrnur fengust. Hafandi í huga að í gervallri Evrópukeppninni í fótbolta kom aðeins eitt mark beint úr aukaspyrnu, var maður ekkert bjartsýnn.


16.07.2021

Pepsi MAX 2021: KR - Breiðablik

Pepsi MAX deild karla 2021. KR – Breiðablik á KR vellinum í Frostaskjóli sunnudagskvöld kl.19:15!


16.07.2021

Evrópukvöld á Kópavogsvelli

Evrópuleikur á Kópavogsvelli, Breiðablik v Racing FC. Það er önnur stemmning þegar starfsfólk UEFA mætir á svæðið. Það myndast líka alltaf eftirvænting eftir evrópubúningum og hann var óvenju stílhreinn í ár. Blikar elska líka að fara til Austurríkis að leika evrópuleiki þannig að það var von um að eiga ferð inni í næstu viku.


14.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Breiðablik - Racing Union fimmtudag 15. júlí kl.19:00!

Breiðablik mætir Racing Union á Kópavogselli á fimmtudaginn í síðari leik liðanna í undankeppni sambandsdeildar UEFA 2021/2022 (Europe Conference League). Flautað verður til leikls kl.19:00!


14.07.2021

Breiðablik OPEN 2021

16. opna golfmót Knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 20. ágúst n.k. Leikið verður á Selsvellli á Flúðum. Ræst verður af af öllum teigum kl.13:00. Leikinn verður höggleikur og punktakeppni í karla og kvennaflokki.


08.07.2021

Frábær endurkomusigur í Lúxemborg!

Blikar unnu frábæran 2:3 karaktersigur á Racing Union frá Lúxemborg á útivelli í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í dag. Þrátt fyrir að lenda 2:0 undir í fyrri hálfleik gáfust okkar piltar ekki upp og lönduðu að lokum dýrmætum útivallarsigri.


08.07.2021

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Racing FC - Breiðablik fimmtudag 8. júlí kl.17:00!

Breiðablik mætir Racing FC á þeirra heimavelli í Lúxemborg í undankeppni sambandsdeildar UEFA 2021/2022. Flautað verður til leikls kl. 17:00 að íslenskum tíma.


07.07.2021

Blikavélin mallar áfram

Blikar unnu góðan sigur á Leiknispiltum úr Breiðholtinu 4:0 á Kópavogsvellinum á laugardag. Stolt Breiðholtsins veitti reyndar góða mótspyrnu í fyrri hálfleik en eftir annað markið þá var sigurinn vís.


30.06.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Leiknir R.

Við megum nú taka við áhorfendum í öll sæti á vellinum okkar og áhorfendur þurfa ekki lengur að bera grímur á leikjum. Þeir sem eiga árskort geta nú notað þau til að komast á völlinn. Fyrir aðra fer miðasala fram í gegnum miðasöluappið Stubb. Sömuleiðis verður hægt að kaupa miða í miðasölunni við völlinn.


28.06.2021

Umhverfisverkfræðingurinn hetja Blika

Þetta var frábær sigur – og bráðnauðsynlegur til að halda dampi og Blikum í toppbaráttunni. Það sem stendur upp úr er framgangur Andra Rafn Yeoman í leiknum. Andri Rafn hefur sérstakan sess hjá Breiðablik. Hann er leikjahæsti leikmaður félagsins með 355 leiki.


25.06.2021

Pepsi MAX 2021: HK - Breiðablik

Pepsi MAX deild karla 2021. HK – Breiðablik í Kórnum sunnudagskvöld kl.19:15!


24.06.2021

Bikardraumurinn úti ☹

Blikar töpuðu 2:0 fyrir Keflvíkingum í framlengdum leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Tapið var svekkjandi því við vorum meira með boltann og sköpuðum okkur töluvert af færum.


22.06.2021

Mjólkurbikarinn 2021: 32-liða úrslit: Keflavík - Breiðablik

Keflvíkingar taka á móti okkar mönnum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins á HS Orku vellinum í Keflavík á miðvikudagskvöld kl.20:00!


20.06.2021

Örlygsstaðastrategía og tölfræði

Kópavogsdalur skartaði sínu fegursta sunnudagskvöldið 20. júní. Sól skein í heiði, það var vestan gola, völlurinn fagurgrænn að venju og vel vökvaður. FH-ingar voru mættir eftir dapurt gengi að undanförnu – Blikar særðir eftir að hafa tapað fyrir Val.


18.06.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - FH

Það er þétt spilað í Pepsi MAX þessa dagana. Strákarnir okkar spiluðu á miðvikudaginn og næsti leikur er strax á sunnudaginn. Eftir mjög svekkjandi tap í stórleiknum á miðvikudaginn var er annar stórleikur framundan þegar við fáum piltana í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í heimsókn á Kópavogsvöll á sunnudagskvöld.


17.06.2021

Gallsúrt gegn Val

Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Blikar mikið með boltann en náðu ekki að opna vörn Valsmanna sem lágu nú alveg til baka og biðu, enda með góða forystu. Í tvígang munaði samt litlu að við næðum að brjóta ísinn.


14.06.2021

Pepsi MAX 2021: Valur - Breiðablik

Aftur og nýbúnir. Næsti leikur er strax á miðvikudaginn. Eftir góðan sigur okkar mann á Fylkismönnum í kaflaskiptum leik á laugardaginn er komið að smá ferðalagi á Origo völlinn til að etja kappi við Íslandsmeistara Vals.


12.06.2021

Veit á gott

Það tók tæpar 43 mínútur í fyrri hálfleik að koma skoti á mark en í þeim síðari tók það 43 sekúndur að skjóta á markið – og skora. Árni Vill afgreiddi netta stungusendingu Kidda smekklega og ykkur að segja þá var maður þá þegar viss um að þessi leikur myndi vinnast.


09.06.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Fylkir

Áttunda umferð Pepsi MAX karla 2021 verður leikinn um helgina og á miðvikudaginn. Á laugardaginn fáum við Fylkismenn í heimsókn á Kópavogsvöll.


25.05.2021

Sterkur Blikasigur á Skaganum

Blikaliðið hélt undir Rúbikon (Hvalfjörðinn) í gær og kom sigrihrósandi til baka með þrjú stig í farteskinu eftir 2:3 sigur á heimapiltum á Skipaskaga. Sigurinn var kærkominn og sanngjarn en óþarflega tæpur. Okkar drengir voru mun sterkari í leiknum og áttu í raun að vera búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik.


22.05.2021

Pepsi MAX 2021: ÍA – Breiðablik

Það er stutt á milli leikja í “hraðmótinu”. Sjötta umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á mánudags-og þriðjudagskvöld. Okkar menn heimsækja Skagamenn á mánudagskvöld.


21.05.2021

Auðvelt og sætt

Við byrjuðum leikinn nokkuð sterkt og ógnuðum ágætlega. Takturinn datt þó smá úr liðinu þegar að Thomas Mikkelsen fór meiddur útaf á 9. mínútu leiksins, líklega nárameiðsli. Skila góðri batakveðju á Thomas.


18.05.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Stjarnan

Áfram rúllar Pepsi MAX deildin 2021. Fimmta umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á föstudagskvöld og lýkur á laugardag með einum leik. Á föstudagskvöld fáum við nágranna okkar úr Garðabæ í heimsókn á Kópavogsvöll.


16.05.2021

Kalt er það Kwame

Fossvogurinn ilmaði af nýútsprungnum greinum og grilllykt þegar ég, Freyr Snorrason, í föruneyti með stemningsmanninum mikla Breka Barkarsyni leikmanni Augnabliks tylltum okkur í hólf B, röð I, sæti 63 og 65 í Víkinni í kvöld.


14.05.2021

Pepsi MAX 2021: Víkingur – Breiðablik

Það er þétt spilað. Fjórða umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á sunnudag og mánudag. Á sunnudagskvöld heimsækir Blikaliðið nágranna okkar í Fossvoginum. Flautað verður til leiks kl.19:15 á Víkingsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.


13.05.2021

Veisla á Kópavogsvelli

Þannig lönduðu okkar menn sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í ár. Hann var í raun aldrei í hættu. Allir áttu skínandi fínan leik og var gaman að sjá samspil Blika á löngum köflum.


13.05.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - Keflavík

Þriðja umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram miðvikudag og fimmtudag í þessari viku. Á fimmtudagskvöld fá Blikar nýliða Keflvíkinga í heimsókn.


12.05.2021

Sölvi Snær mættur í Kópavoginn

Sölvi Snær Guðbjargarson hefur skrifað undir 3 ára samning við Breiðablik. Hann kemur til félagsins frá Stjörnunni í Garðabæ.


11.05.2021

Ársmiðakort og Blikaklúbbskort 2021 komin í sölu

Ársmiðakort og Blikaklúbbskort á Kópavogsvöll fyrir árið 2021 eru nú komin í sölu. Salan er unnin í samvinnu við Blikaklúbbinn.


09.05.2021

Jason Daði jafnaði á ögurstundu!

Blikar sýndu mikinn karakter þegar þeir skoruðu tvo mörk á lokamínútum leiksins gegn Leiknismönnum og tryggðu sér þannig eitt stig í Breiðholtinu.


06.05.2021

Pepsi MAX 2021: Leiknir R. – Breiðablik

Pepsi MAX deild karla 2021. Leiknir – Breiðablik á Domusnova vellinum í Breiðaholti.


02.05.2021

Niður á jörðina – og svo upp aftur

Það er ekki á hverju ári að dómbært fólk spáir Breiðabliki Íslandsmeistaratitli karla. Sú er raunin árið 2021 og hafi það híft einhverja stuðningsmenn upp til skýjanna tók það um það bil 15 mínútur að fá fast land undir fætur.


28.04.2021

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - KR

Pepsi MAX deild karla 2021. KR – Breiðablik – KR á Kópavogsvelli sunnudag kl.19:15!


25.04.2021

Andri Rafn framlengir við Blika

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Andri Rafn Yeoman, miðjumaðurinn óþreytandi, hefur framlengt samning sinn við Blika til loka ársins 2022.


12.04.2021

Guðjón Pétur til Eyja

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Eyjamenn hafa náð samkomulagi að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson muni hafa félagaskipti yfir í ÍBV.


30.03.2021

Sævar Atli til Breiðabliks

Leiknir R. og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Sævars Atla Magnússonar frá Leikni til Breiðabliks.


23.03.2021

Stíf lota fram undan hjá 21-árs landsliðinu

Á dögunum kynnti Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari, 23ja manna hóp til ferðarinnar. Rúmlega þriðjungur hópsins, eða átta gaurar, hefur komið við sögu hjá Breiðabliki.


20.03.2021

Blikar komnir í undanúrslit

Blikaliðið er komið í undanúrslit Lengjubikarsins með 2:1 sigri á gulklæddum KA-mönnum.


19.03.2021

Árni kemur heim!

Þær frábæru fréttir voru að berast að framherjinn snjalli Árni Vilhjálmsson hefur ákveðið að koma heim og gera tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


18.03.2021

Lengjubikarinn 2021. 8-liða úrslit : Breiðablik - KA á Kópavogsvelli laugardag kl.16:00!

Strákarnir okkar fá mjög verðugt verkefni þegar við mætum sprækum KA-mönnum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á Kópavogsvelli á laugardaginn.