BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

17.02.2024

Aron og Dagur sáu um Grindavík!

Blikar unnu góðan 4:0 sigur á Grindvíkingum í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag. Aron Bjarnason og Dagur Örn Fjeldsted voru í miklum ham í sókninni hjá Blikum og settu báðir tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum.


16.02.2024

Lengjubikarinn 2024: Breiðablik – Grindavík

Annar mótsleikur okkar manna á þessu ári er heimaleikur gegn liði Grindvíkinga í Lengjubikarnum 2024. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.13:00, laugardaginn 17. febrúar.


14.02.2024

Tankurinn tæmdist í síðari hálfleik!

Blikar urðu að sætta sig 1:3 tap gegn FH í Lengjubikarnum í kaflaskiptum leik. Okkar drengir voru mun betri í fyrri hálfleik og voru með sanngjarna forystu 1:0 þegar liðin gengu til búningsherbergja í leikhléi.


11.02.2024

Lengjubikarinn 2024: Breiðablik - FH

Fyrsti mótsleikur okkar manna er heimaleikur gegn spræku liði FH í Lengjubikarnum 2024. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl. 17:30! Leikurinn verður sýndur beinnt á Stöð 2 Sport 5. Útsendingin hefst kl. 17:20.


10.02.2024

Sveinn Gíslason býður sig fram í stjórn KSÍ

Öflugur fótbolti og traustur reksturþ. Sveinn Gíslason, fyrrverandi formaður aðalstjórnar Breiðabliks, býður sig fram í stjórn KSÍ sem kosin verður í lok mánaðarins á ársþingi sambandsins.


07.02.2024

Arnór Sveinn framlengir!

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Arnór Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt ár. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall er Arnór í hörkuformi og er mikilvægur hlekkur í meistaraflokkshópi Breiðabliks.


06.02.2024

Gísli til Halmstad

Knattspyrnukappinn knái, Gísli Eyjólfsson, hefur gert 3 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Halmstad. Gísli sem verður þrítugur á þessu ári hefur verið algjör lykilmaður í Blikaliðinu undanfarin ár. Halmstad er eitt af þekktari liðum Svíþjóðar. Það hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari, síðast árið 1997, og einu sinni bikarmeistari.


31.01.2024

Davíð til Kolding

Bakvörðurinn okkar knái Davíð Ingvarsson hefur ákveðið að spreyta sig í atvinnumennsku og hefur skrifað undir samning við danska B-deildarliðið Kolding. Samningur Davíðs við Breiðablik rann út í lok árs 2023 og var vilji hjá leikmanninum að reyna fyrir sér á erlendri grundu.


25.01.2024

Ágúst Eðvald gerir 3 ára samning við danska félagið AB

Danska félagið AB (Akademisk Boldklub) tilkynnti fyrr í dag að okkar maður Ágúst Eðvald Hlynsson væri genginn til liðs við félagið og hafi skrifað undir þriggja ára samning. AB er í dönsku C-deildini og er sem stendur í 6. sæti deildarinnar - en stefnir á sæti í B-deildinni. 


13.01.2024

Arnór Gauti mættur í Kópavoginn

Arnór Gauti Jónsson skrifar undir hjá Breiðabliki. Þessi 22 ára gamli leikmaður er mikill fengur fyrir okkur Blika, er miðjumaður en getur leyst aðrar stöður á vellinum. Ásamt því að vera öflugur leikmaður þá er Arnór Gauti virkilega skemmtilegur og lifandi karakter.


12.01.2024

Aron Bjarna mættur í grænt

Frábær tíðindi úr Smáranum - Aron Bjarnason er mættur aftur í grænu Breiðablisktreyjuna. Aron kemur frá sænska liðinu Sirius og hann hefur skrifað undir samning sem gildir til ársins 2027.


07.01.2024

Gamlársboltinn 2023 stóð fyrir sínu!

Að vanda stóðu Blikaklúbburinn, meistaraflokksráð kvenna og eldri flokkur Breiðabliks fyrir Gamlársboltamóti laugardaginn 31.12. í Fífunni.


06.01.2024

Okkar leikjahæsti – Andri Rafn – framlengir

Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning út árið 2025. Það eru mikil gleðitíðindi að Andri Rafn hafi ákveðið að taka annað ár enda gríðarlega mikilvægur Breiðablikliðinu. Hann hefur tvisvar orðið Íslandsmestari með Breiðabliksliðinu og einu sinni bikarmeistari.


04.01.2024

Anton Logi seldur til Noregs

Anton Logi Lúðvíksson seldur til FK Haugesund. Þessi ungi og efnilegi leikmaður heldur nú til Noregs og mun þar spila fyrir norska úrvalsdeildarliðið FK Haugesund sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar.


31.12.2023

Drekar eru oft grænir

Framundan er nýtt ár með nýjum fyrirheitum, nýjum vonum og það er alltaf pláss fyrir nýtt fólk í sjálfboðastörfin. Árið 2024 er ár drekans í kínversku spekinni og drekar eru mjög oft grænir á litinn. Blikar.is óska lesendum og öllu stuðningsfólki Breiðabliks gleðilegs nýs árs með miklu þakklæti fyrir hið annríka ár 2023.


17.12.2023

Grænt jólatré í ár

Það er sko engin tilviljun að jólatréð er grænt í ár. Nú er að baki svakalega langt keppnistímabil þar sem enn á ný reyndi á brautryðjendahlutverk Breiðabliks í íslenskri knattspyrnu. Að komast í gegnum forkeppni og útslátt yfir í riðlakeppni og að klára hana tekur jú tíma. Að taka þátt í Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild á sama árinu kostar þrek. Að keppnisferðast á Balkanskagann, Miðjarðarhafsbotninn og alla leið í Laugardalinn er puð. 


15.12.2023

Tölfræðin vinnur enga leiki!

Blikar urðu að bíta í það súra epli að tapa 4:0 fyrir Zorya Luhansk í lokaleik riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Enn og aftur gáfu okkar strákar ódýr mörk í byrjun leik og það kann ekki góðri lukku að stýra.


12.12.2023

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Zorya Luhansk - Breiðablik

Næsti Evrópuleikur okkar manna er gegn Zorya Luhansk frá Úkraínu. Leikurinn fer fram í Lublin í Póllandi. Sjötti og síðasti leikurinn í riðlakeppninni - Sextándi Evrópuleikurinn á keppnistímabilinu.


10.12.2023

Kiddi Jóns kominn heim!

Kristinn á að baki 221 keppnisleiki með Blikaliðinu og hefur skorað 15 mörk fyrir okkur. Hann er 9. leikjahæsti leikmaðurinn í núverandi leikmannahópi Blika. Kristinn hefur spilað 8 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og 33 leiki með yngri landsliðum Íslands.


09.12.2023

Víkingar engin fyrirstaða!

Blikar unnu öruggan 3:1 sigur á Víkingum í úrslitaleik BOSE mótsins í knattspyrnu. Þrátt fyrir að þjálfarateymi Blika hafi gert fimm breytingar frá leiknum gegn Maccabi Tel Aviv þá voru yfirburðir okkar ljósir frá fyrstu mínútu.


07.12.2023

BOSE Bikarinn 2023: Breiðablik - Víkingur R.

Það er við hæfi að næsti leikur, og jafnframt síðasti keppnisleikur Blikaliðsins á Íslandi á þessu ári, sé leikur gegn Reykjavíkur Víkingum í úrslitum BOSE Bikarsins 2023. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:00 á föstudag. Þetta verður 5. viðureign liðanna á árinu og 4. heimsókn Víkinga á Kópavogsvöll.


01.12.2023

Svekkjandi í Sambandsdeildinni!

Blikar þurftu að bíta í það súra epli að tapa 1:2 fyrir Maccabi TelAviv í síðasta heimaleiknum í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Úrslitin voru svekkjandi því Blikaliðið var í raun betra liðið í leiknum.


27.11.2023

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Breiðablik – Maccabi Tel Aviv

Næsti Evrópuleikur okkar manna er á Kópavogsvelli. Fimmti leikurinn í riðlakeppninni - Fimmti Evrópuleikurinn á keppnistímabilinu. Fimmtíu Evrópuleikir í sögu meistaraflokka Breiðabliks frá upphafi.


25.11.2023

Árgangamót Breiðabliks 2023 – drengir

Eftir nokkurt hlé er loksins loksins aftur árgangamót Breiðabliks drengjamegin haldið á ný, en það mun fara fram 9. desember í Fífunni. Nú er loksins hægt að skera úr um hver sé besti árgangur Breiðabliks – eða mögulega hvetja til enn frekari rifrildis milli flokka.


25.11.2023

Jason Daði og Ágúst Hlyns sáu um KR

KR-ingar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir fríska Blika í BOSE mótinu í gærkvöldi. Lokatölur voru 6:1 fyrir þá grænklæddu og skoruðu bæði Jason Daði og Ágúst Hlyns þrennu í leiknum.


22.11.2023

BOSE Bikarinn 2023: Breiðablik - KR

Næsti leikur Blikaliðsins í BOSE mótinu er á föstudaginn þegar ferskir KR-ingar koma í heimsókn á Kópavogsvöll. Flautað verður til leiks kl.19:00!


18.11.2023

Blikahraðlestin valtaði yfir Stjörnuna

Blikar unnu Stjörnuna örugglega 3:0 í fyrsta leiknum á BOSE mótinu. Greinilegt var að annað liðið var góðri leikæfingu en hitt nýbyrjað að æfa eftir frí.


15.11.2023

BOSE Bikarinn 2023

Opnunarleikur mótsins er leikur okkar manna gegn Stjörnumönnum á Kópavogsvelli kl. 12:00 á laugardaginn. Aðeins tvö félög, KR og Breiðablik, hafa unnið mótið oftar en einu sinni


10.11.2023

Vetrarmarsering Breiðabliks Og Langþreyttir Stuðningsmenn

Evrópuævintýri Breiðabliks hélt áfram þann 9. nóvember, dagsetning sem merkir upphafið að endalokum uppstokkunar álfunnar í austan og vestan járntjalds. Í heimsókn komu KAA Gent menn og með þeim heljarinnar gengi af stuðningsmönnum.


10.11.2023

Leikslok Klæmint hjá Blikum

Það gladdi Blika í fyrra að lesa frétt um að færeyski framherjinn, fyrirliði og landsliðsmaður Færeyja Klæmint Andrasson Olsen væri búinn að kvitta upp á að spila eitt keppnistímabil með Breiðbliki.


09.11.2023

Eiður Ben ráðinn til Breiðabliks

Eiður Benedikt Eiríksson hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Breiðabliki og hóf hann störf í byrjun þessarar viku.


02.11.2023

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Breiðablik - KAA Gent

Næsti Evrópuleikur okkar manna er á Laugardalsvelli. Fjórtándi Evrópuleikurinn á tímabilinu. Evrópusaga meistaraflokka Breiðabliks frá upphafi...


31.10.2023

Atli Þór Gunnarsson framlengir

Leikmaðurinn ungi og efnilegi Atli Þór Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks út keppnistímabilið 2025. Hlökkum til að sjá þennan öfluga strák vaxa og dafna á komandi árum.


27.10.2023

Erfitt kvöld í Gent

Næsti leikur Blikaliðsins er gegn Gent á Laugardalsvelli fimmtudagskvöldið 9. nóvember kl.20.00. Þar ætla allir sannir Blikar að mæta og styðja okkar drengi til dáða. Við getum lofað að þar verður fjör!


21.10.2023

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: KAA Gent - Breiðablik

Æfingaleikur við Rangers í Glasgow. Næsti Evrópuleikur í Belgíu á fimmtudaginn. Þrettándi Evrópuleikurinn á keppnistímabilinu.


18.10.2023

Tölfræði og yfirlit 2023 - samantekt

Samantekt 2023: Evrópukeppnir 2023 - Tölfræði 2023 - Breytingar á þjálfarateymi - Leikjafjöldi - Mörk - Viðurkenningar - Leikmannasamningar & Félagaskipti - Samantektir & Markasyrpur fyrri ára - SpáBlikar 2023


15.10.2023

Eyjólfur Héðinsson nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu

Eyjólfur Héðinsson, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Eyjólfur hefur starfað hjá Breiðabliki síðan 2022 sem þjálfari með sérstaka áherslu á unga leikmenn sem eru að byrja að æfa með meistaraflokki og verið mikilvægur hluti af þjálfarateymi meistaraflokks.


10.10.2023

Kaflaskil þegar Óskar Þorvaldsson kveður Breiðablik

Allt Breiðabliksfólk hefur verið stolt af þessu liði og nú þegar Óskar hverfur til annarra verkefna vill ritstjórn Blikar.is færa honum bestu óskir um velfarnað í starfi og þakkar fyrir vel unnin störf hjá félaginu.


09.10.2023

Endurtekið efni!

Blikar þurftu að sætta sig 0:2 tap gegn nágrönnum sínum úr Garðabænum á Kópavogsvelli í gær. Leikurinn var í sjálfu sér ekki illa spilaður hjá okkar drengjum en eins og ansi oft í sumar vantaði aðeins meiri gæði upp við mark andstæðinganna.


08.10.2023

Halldór Árnason ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Halldór Árnason hefur verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokk karla hjá Breiðabliki til næstu þriggja ára. Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokksins síðan 2019 og verið mikilvægur hluti af teyminu í kringum meistaraflokk karla og þeim árangri sem liðið hefur náð.


08.10.2023

Óskar Hrafn lætur af störfum hjá Breiðabliki

Á mánudaginn síðasta óskaði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, eftir að láta af störfum um miðjan desember nk. Eftir vandlega íhugun var það mat forsvarsmanna félagsins að hreinlegast væri að ganga frá þessum breytingum strax og lætur því Óskar Hrafn af störfum í dag.


06.10.2023

Besta deildin 2023. Úrslitakeppni. Breiðablik - Stjarnan

Síðasti leikur okkar manna í Bestu deild karla á þessu ári er gegn spræku liði Stjörnunnar. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á sunnudaginn.kl.14:00! Miðasala á leikinn er á: Stubbur


06.10.2023

Sagan skrifuð í Laugardal

Fimmtudagurinn 5. október er stór dagur í íslenskri knattspyrnusögu: fyrsti heimaleikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Það sem gerir þetta enn sögulegra er að gestirnir voru FC Zorya Luhansk frá Úkraínu.


02.10.2023

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Breiðablik - Zorya Luhansk

Næsti Evrópuleikur okkar manna er á Laugardalsvelli. Tólfti Evrópuleikurinn á keppnistímabilinu. Fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni UEFA á Íslandi.


02.10.2023

Það skiptir máli að standa upp aftur!

Það voru þrumulostnir áhangendur Blika sem yfirgáfu KR völlinn í gær eftir 4:3 tap fyrir heimamönnum. Það var ekkert sem benti til annars en að Blikaliðið myndi fara sigri hrósandi með þrjú stig í farteskinu heim í Kópavoginn.


30.09.2023

Besta deild karla 2023. Úrslitakeppni. KR - Breiðablik

Næst síðasti leikur okkar manna í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildar karla í ár er gegn KR á þeirra heimavelli í Vesturbæ Reykjavíkur. Við þurfum alvöru mætingu stuðningsmanna í Vesturbæinn á sunnudaginn til að tryggja okkur stigin þrjú í Evrópubaráttunni! Flautað verður til leiks í Frostaskjólinu (nú Meistaravellir) kl.14:00 á sunnudaginn. 


30.09.2023

Viktor Örn framlengir

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðvörðurinn öflugi, Viktor Örn Margeirsson, hefur skrifað undir nýjan 4 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Samningurinn gildir til ársins 2027 þannig að við Blikar fáum að njóta þjónustu hans í græna búningnum næstu árin. 


29.09.2023

Keppinautar eða andstæðingar

Ég ætla svo sem ekki að staglast (mikið) á því hvað þetta fyrirkomulag með aukakeppnina fer í taugarnar á mér, það er einfaldlega of mikið af tilgangslausum leikjum og uppsetning keppninnar nokkuð ósanngjörn.


27.09.2023

Besta deild karla 2023. Úrslitakeppni. Valur - Breiðablik

Það er stutt í næsta leik í úrslitakeppninni. Við förum í heimsókn til Valsmanna á fimmtudaginn. Um er að ræða þriðju umferð af fimm í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildar karla 2023. Flautað verður verður til leiks á Origo vellinum kl.19:15! Miðasala á Stubbur.


27.09.2023

Miðasala mótsmiða á heimaleiki í Europa Conference League hefst klukkan 16:00!

Miðasala mótsmiða á heimaleiki í Europa Conference League hefst klukkan 16:00 fyrir Blikaklúbbinn. Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli þann 5.október næstkomandi.


26.09.2023

Það kostar klof að ríða röftum!

Blikaliðiðið mætti með látum gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings á Kópavogsvelli í gær. Úrslitin voru 3:1 þeim grænklæddu í hag. Það má með sanni segja að strákarnir okkar hafi svarað pistlahöfundi frá síðasta leik þegar hann spurði hvar liðið okkar væri!


22.09.2023

Besta deild karla 2023. Úrslitakeppni. Breiðablik - Víkingur R.

Eftir hefðbundið 22 leikja mót er komið að öðrum leik Blika í efri hluta úrslitakeppni Bestu deilar karla 2023 þegar Reykjavíkur Víkingar mæta á Kópavogsvöll á mánudaginn. Flautað verður til leiks kl.19:15! Þetta er þriðja heimsókn Fossvogsliðsins til okkar á árinu.


22.09.2023

Frábær frammistaða í Ísrael!

Þrátt fyrir 3:2 tap fyrir Macabi Tel Aviv í fyrsta leik Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu geta Blikar verið stoltir af frammistöðu sinni. Það blés ekki byrlega því heimapiltar komust í 3:0 en okkar drengir gáfust ekki upp. Tvö mörk frá færeyska töframanninum Klæmint Olsen settu spennu í leikinn.


21.09.2023

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik

Næsti Evrópuleikur okkar manna er í Ísrael. Ellefti Evrópuleikurinn á 2023 keppnistímabilinu. Fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni UEFA.


20.09.2023

Nuddbyssur frá Dúddum

Á dögunum færði stjórn UMF Dúdda fyrirliðum meistaraflokka félagsins í knattsspyrnu 2 nuddbyssur að gjöf. Þessi tæki eru að mati sjúkraþjálfara framúrskarandi góð til að meðhöndlunar á verkjum og eymslum í vöðvum.


18.09.2023

Hvað varð um liðið?

Það viðraði vel á dýr og menn í dag þegar Blikar og FH mættust í fyrstu umferð úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Skúraloft en hægur vindur af suðaustri og regnbogar ekki langt undan á austurloftinu. Aðeins 4 stig skildu liðin að fyrir leik.


16.09.2023

Besta deild karla 2023. Úrslitakeppni. Breiðablik - FH

Staðan í Bestu deildinni fyrir fyrsta leik í efri hluta úrslitakeppni í Bestu. Breiðablik er í þriðja sæti með 38 stig á eftir Valsmönum og þarf sigur gegn FH til að eiga möguleika á að komast upp í annað sætið.


15.09.2023

Hópferð til Belgíu á leik Gent og Breiðabliks 26. október

Hvernig væri að skella sér til Belgíu og styðja við bakið á Blikaliðinu? VERDI Travel fer með þig til Ghent dagana 25. - 27. okt 2023.


09.09.2023

„Við erum ekki í nógu stórum fötum“

Núna, næstum áratug síðar hafa aðstæður því miður lítið breyst þrátt fyrir að sá raunveruleiki sem nú blasir við er eitthvað sem menn sáu að gæti verið í kortunum.  Við erum enn í of litlum fötum.  Breiðablik er eins og fermingardrengur sem vaxinn er upp úr fötunum og lítur í spegil.  


04.09.2023

Breiðablik Open 2023 Úrslit

18. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 18. ágúst s.l. Uppselt var í mótið eins og undanfarin ár og var skv. venju ræst út samtímis á öllum teigum. Veður var hið besta þegar blásið var til leiks, hiti um 18°C og skýjað.


04.09.2023

Spennufall gegn FH

Blikaliðið náði sér engan vegin á strik gegn FH á Kópavogsvelli í síðasta leik í hefðbundinni keppni Bestu deildarinnar 2023. Niðurstaðan var 0:2 tap sem var í raun sanngjörn niðurstaða þrátt fyrir að Blikaliðið hafi saumað nokkuð að Fimleikadrengjunum undir lok leiksins.


01.09.2023

Besta deildin 2023: Breiðablik - FH

Eftir stórkostlegt kvöld á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Breiðabliksliðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/2024 er komið að undirbúningi síðasta leiks okkar manna í hefðbundnu 22 leikja móti í Bestu deild karla.


01.09.2023

Bimm bamm bimm bamm bimbirimbi bimm bamm!

Blikar byrjuðu með boltann og léku honum strax til baka, alla leiða til Antons Ara. Kunnuglegt tilbrigði við stefið ,,höldum boltanum“ o.sv. frv. Og það þurfti ekki að bíða lengi eftir því að Blikar næðu kærkominni forystu. Strax á 3ju mínútu komu Blikar askvaðandi upp hægri vænginn ...


31.08.2023

Umspil Sambandsdeildar Evrópu 2023/24: Breiðablik – FC Struga

Tíundi Evrópuleikur okkar manna á þessu tímabili er seinni umspilsleikuinn gegn FC Struga frá Norður Makedóníu. Fyrri leiknum lauk með eins marks sigri okkar manna. Sigur eða jafntefli gegn Struga tryggir okkur sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu – fyrst íslenskra liða.


30.08.2023

Ágúst Orri seldur til Genoa á Ítalíu

Okkar maður Ágúst Orri Þorsteinsson gekkst í gær undir læknisskoðun hjá Genoa á Ítalíu og skrifaði í framhaldinu undir þriggja ára samning við ítalska félagið Genoa sem kaupir hann frá Breiðabliki. Ágúst Orri er fæddur árið 2005.


28.08.2023

Fallið með sæmd!

Ungt og efnilegt Blikalið varð að sætta sig við 5:3 tap gegn sterku liði Víkinga í Fossvoginum í Bestu deild karla í gærkvöldi.Það verður að hrósa þeim grænklæddu fyrir gríðarlega baráttu og stemmningu en föst leikatriði heimapilta og mistök dómaratríósins urðu Blikaliðinu að falli að þessu sinni.


26.08.2023

Besta deildin 2023: Víkingur R. - Breiðablik

Ef við skoðum aðeins aðstæðurnar, þá er þetta leikur inni á milli níunda og tíunda Evrópuleikjar okkar manna nú á tímabilinu. Víkingar eru stungnir af í deildinni, eins og við gerðum í fyrra, og eiga almennt hæglátari tíð, nema þegar þeir koma sér í einhver kjánaleg sjálfskaparvíti.


25.08.2023

Magnað í Norður-Makedóníu!

Blikar unnu frábæran 0:1 sigur á FK Struga frá N-Makedóníu í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu á útivelli í gær. Það var fyrirliðinn okkar Höskuldur Gunnlaugsson sem tryggði okkur sigurinn með mögnuðu marki í fyrri hálfleik. Sigurinn var nokkuð torsóttur enda vallaraðstæður og veðurskilyrði mjög erfið.


21.08.2023

Umspil Sambandsdeildar UEFA 2023/24: FC Struga – Breiðablik

Tveggja leikja umspilseinvígi FC Struga og Breiðabliks hefst á Stadion Biljanini Izvori í Ohrid í Norður Makedóníu fimmtudaginn 24. ágúst. Heimavöllur Struga í Makedóníu Gradska Plaža Stadium er ekki löglegur keppnisvöllur í Evrópukeppnum því er leikurinn spilaður á öðrum velli.


21.08.2023

Ágúst sá um Keflavík

Það voru frábærar aðstæður til að spila fótbolta á Kópavogsvellinum sunnudaginn 20. ágúst þegar Breiðablik tók á móti Keflavík í 19 umferð Bestu deildarinnar 2023. Hitamælirinn sýndi 19 gráður og örlítill andvari úr norðri.


19.08.2023

Besta deildin 2023: Breiðablik - Keflavík

Næsti leikur Blika í Bestu deild karla er við lið Keflvíkinga á sunnudaginn. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.18:00! Miðasala á Stubbur. Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 


19.08.2023

Mikilvægt skref í átt að Evrópu!

Blikar unnu flottan 1:0 sigur gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Því miður dugði þessi sigur ekki til að komast áfram í keppninni því Bosníumennirnir unnu öruggan sigur í leik liðanna á heimavelli sínum í síðustu viku.


15.08.2023

Undankeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24: Breiðablik - Zrinjski Mostar

Þá er komið að 8. Evrópuleik okkar manna á þessu tímabili þegar sprækt liðið Zrinjski (HŠK Zrinjski Mostar) frá Bosníu-Hersegóvínu kemur í heimsókn á Kópavogsvöll. Leikurinn er í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24. Almenn miðasala á leikinn hefst á Stubbur klukkan 12:00 í dag, þriðjudag 15. ágúst.


14.08.2023

10 Blikar mun betri á Akureyri!

Tíu Blikar létu ekki deigan síga gegn KA á Akureyri í gær. Þrátt fyrir að spila einum færri allan síðari hálfleikinn voru okkar pilta sterkari aðilinn í leiknum. En lukkan var ekki með okkur í liði að þessu sinni og urðum við að sætta okkur við 1:1 jafntefli.


11.08.2023

Besta deildin 2023: KA - Breiðablik

Næsti leikur okkar manna í Bestu deild karla er á sunnudaginn þegar við heimsækjum KA-menn. Flautað verður til leiks á Greifavellinum á Akureyri kl.16:00! Miðasala á Stubbur. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 


10.08.2023

Þeir gættu brúarinnar

Þegar maður röltir um miðborg Mostar, svo ekki sé minnst á það þegar farið er í gamla hverfið frá tímum Ottómanveldisins og þaðan yfir brúna frægu fer ekki hjá því að hugurinn leiti aftur til þess tíma þegar Júgóslavía liðaðist í sundur og þjóðir á Balkanskaga háðu hatrammt stríð – Bosníu-stríðið.


06.08.2023

Undankeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24: Zrinjski - Breiðablik

Zrinjski og Breiðablik mætast á Gradski vellinum í Mostar 3. umf undankeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24, fimmtudaginn 10. ágúst kl.19:00 (GMT) 21:00 (CET). Stefnt er að því að sýna leikinn í Grænu stofunni í stúkunni á Kópavogsvelli. Húsið opnar kl.18.00 en leikurinn sjálfur hefst kl.19.00. Allir Blikar velkomnir!


06.08.2023

Einn af þessum dögum

Ég vil allan daginn og alla daga að liðið mitt spili góðan fótbolta, þó það kosti stöku sinnum að leikir tapist. Ég myndi seint vilja sjá liðið mitt liggja í vörn, dúndra boltanum eitthvað fram og vona það besta. Það skilar stundum árangri en hver nennir að horfa á þannig fótbolta?


05.08.2023

Besta deildin 2023: Breiðablik - KR

Næsti leikur í Bestu deildinni er heimaleikur við KR. Völlurinn opnar kl.13:00, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Flautað verður til leiks á sunnudag kl.14:00! Miðasala á Stubbur.


04.08.2023

Kristófer Ingi með Blikum út árið 2023

Kristó­fer Ingi Krist­ins­son hef­ur gert samn­ing við Breiðablik og mun leika með liðinu út árið 2023. Kristófer, fæddur í apríl 1999, kemur til Breiðabliks frá hollenska B-deildarliðinu VVV-Venlo. Leikmaðurinn hélt mjög ungur út í atvinnumennsku eftir að hafa farið upp í gegnum yngri flokka Stjörnunnar.


04.08.2023

Ferðabók, fótbolti og listin að stíga ekki á Strik

Það kom flatt upp á okkur tvo þegar við vorum beðnir um rita pistil um leik FCK og Breiðabliks á Parken. Beiðnin kom deginum áður en leikurinn fór fram og því lítill tími til ritæfinga og undirbúnings. Þrátt fyrir að tala gjarnan digurbarkalega og hljóma gáfulega þá höfum við ekki hundsvit á fótbolta og því fannst okkur augljóst að þarna væri verið að falast eftir ferðasögu, en ekki beittri analýsu á leik og taktík liðanna tveggja.


31.07.2023

Undankeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24: FC Copenhagen - Breiðablik

FCK og Breiðablik mætast á Parken í Kaupmannahöfn í 2. umf undankeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24, miðvikudaginn 2. ágúst kl.18:00 (GMT) 20:00 (CET). Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


31.07.2023

Stöngin út gegn Stjörnunni

Blikar urðu að sætta sig við 1:1 jafntefli gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli á laugardagkvöldið. Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en seinni hálfleikurinn var eins og besta hasarmynd.


26.07.2023

Besta deildin 2023: Breiðablik - Stjarnan

Það er þétt leikjaprógramið hjá karlaliði Breiðabliks þessa dagana. Leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Næsti leikur í Bestu deildinni er við Stjörnumenn á laugardagskvöld kl.18:15! Og svo aftur leikur í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.


26.07.2023

Blikum refsað á stóra sviðinu

Blikar mættu í kvöld FCK í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í aðdraganda þessa leiks enda ekki á hverjum degi sem lið af þessari hlaupvídd kemur í heimsókn í dalinn græna.


22.07.2023

Undankeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24: Breiðablik - F.C. Copenhagen

Eftir gríðarlega öfluga frammistöðu okkar manna gegn Shamrock Rovers í 1.umf undankeppni Meistaradeildar UEFA er komið að næstu rimmu. Tveir leikir við Danmerkur meistarana F.C. Kaupmannahöfn. Fyrri leikurinn er heimaleikur Blika. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á þriðjudaginn kl.19:15! Uppselt er á leikinn.


21.07.2023

Turnarnir tveir sökktu ÍBV!

Blikar unnu baráttusigur á Eyjamönnum 3:1 á Kópavogsvelli í Bestu deild karla í kvöld. Sigurinn var nokkuð harðsóttur en góður fyrri hálfleikur tryggði okkur stigin þrjú.


20.07.2023

Besta deildin 2023: Breiðablik – ÍBV

Það er mjög stutt á milli leikja hjá meistarflokki karla. Leikur í Meistaradeildinni á þriðjudaginn var gegn Shamrock Rovers. Leikur við ÍBV á morgun, föstudag kl. 18:00. Og aftur leikur í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn F.C. Copenhagen.


19.07.2023

Tímamótasigur hjá Breiðablik

Það var sólskin og nokkur vindur þriðjudagskvöldið 18. júlí 2023 og það viðraði vel til knattspyrnuiðkunar. Breiðablik var að fara að spila á Kópavogsvelli.


16.07.2023

Undankeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24: Breiðablik - Shamrock Rovers

Eftir 0:1 sigur í öflugri frammistöðu okkar gegn Shamrock Rovers í Dublin í síðustu viku er komið að síðari leik liðanna í 1. umferð undankeppni Meistardeildar Evrópu 2023/24. Nú er síðari viðureignin eftir og Írarnir hyggja á hefndir.


15.07.2023

Í miklu sólskini í Úlfarsárdal

Í dag skein sól, rauluðu leikmenn Breiðabliks fyrir munni sér þegar þeir gengu inn á heimavöll Fram í Úlfarsárdal föstudagskvöldið 14. júlí. Hann hafði hins vegar dregið upp á sig og spurning hvort þetta yrði táknrænt fyrir leik okkar manna eftir frækinn sigur á Shamrock Rovers í Dublin á dögunum.


12.07.2023

Besta deildin 2023: Fram – Breiðablik

Eftir mjög árangursríka keppnisferð í Meistaradeildinni til Dublin ferðast Blikar næst upp í Úlfarsárdal og mæta þar liði Fram í 15.umferð Bestu deildar karla.


12.07.2023

Frábær sigur í Dublin

Þetta var öflug frammistaða hjá Blikum. Margir, og raunar flestir að spila mjög vel, en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar. Einkum þegar mest á reyndi og liðið átti í vök að verjast í upphafi síðari hálfleiks. Það var vel gert.


09.07.2023

Undankeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24: Shamrock Rovers - Breiðablik

Breiðabliksliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fimmta árið í röð. Leikurinn við Shamrock Rovers á þriðjudaginn verður 30. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi. Breiðablik hefur tekið þátt í Evrópukeppnum í 9 ár af 13 mögulegum - fyrst 2010.


08.07.2023

Gott veganesti fyrir Írlandsleikinn!

Blikar unnu öruggan 5:1 sigur á Fylkismönnum á Kópavogsvelli á föstudagskvöldið. Sigurinn var sanngjarn sigurinn er gott veganesti fyrir Írlandsleikinn á þriðjudaginn.


07.07.2023

Golfmót Breiðabliks 2023 - UPPSELT!

18. Breiðablik Open golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 18. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer að venju fram á golfvellinum að Efra Seli við Flúðir og má reikna með að uppselt verði í mótið eins og undanfarin ár.


06.07.2023

Besta deildin 2023: Breiðablik – Fylkir

Leikurinn á föstudag verður 65. mótsleikur liðanna frá upphafi. Blikar hafa yfirhöndina í þessum mótsleikjum með 35 sigra gegn 16 - jafnteflin er 13. Leikir í efstu deild eru 37. Sagan er með Blikum með 19 sigra gegn 10 - jafnteflin eru 8.


05.07.2023

Svakalega svekkjandi á Akureyri!

Blikar urðu að bíta í það súra epli að detta úr Mjólkurbikarnum í rosalegum knattspyrnuleik gegn KA á Akureyri. Lokatölur urðu 6:4 fyrir heimamenn eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.


03.07.2023

Mjólkurbikarinn 2023 / Undanúrslit: KA - Breiðablik

Eftir tveggja leikja þátttöku okkar manna í forkeppni Meistaradeildarinnar 2023/24 á Kópavogsvelli 27. og 30. júní er komið að næsta verkefni sem er ferðalag norður yfir heiðar til að etja kappi við lið KA-manna í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2023.


02.07.2023

Stefán Ingi kvaddur

Framherjinn snjalli Stefán Ingi Sigurðarson kvaddi okkur Blika, í bili að minnast kosti,  þegar hann lék í Evrópuleiknum gegn Buducnost á Kópavogsvelli á föstudagskvöldið. Leikurinn vannst 5:0 og auðvitað skoraði Stefán Ingi í leiknum.