BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

1993

Blikar voru staðráðnir í að fara beinustu leið upp í efstu deild eftir fallið grátlega árinu áður. Ingi Björn Albertsson var ráðinn þjálfari fyrir tímabilið. Arnar Grétarsson, 21 árs gamall A-landsliðsmaður, ákvað að spila með liðinu í B-deildinni þrátt fyrir áhuga annara liða sem og landsliðsmaðurinn Valur Valsson. Sigurjón Kristjánsson ákvað að leika í B-deild í fyrsta sinn og Hajrudin Cardaklija stóð áfram á milli stanganna.

Reynir Björnsson, Eiríkur Þorvarðarson og Steindór Elísson fóru yfir til HK, Hilmar Sighvatsson fór í Aftureldingu og Sigurður Víðisson til Hugins. 


1. umferð

Frískir Blikar lögðu KA

23.05
1993
Breiðablik
KA
1:0
1
2
B-deild | 1. umferð
Kópavogsvöllur | #

Liðin sem féllu úr efstu deild árinu áður mættust í Kópavoginum. Blikar léku vel og hefðu átt að vinna stærri sigur miðað við færin sem fóru forgörðum. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.


BIKAR: 1. umferð

Hvatberar lagðir í Vallargerði

26.05
1993
Hvatberar
Breiðablik
0:9
2
1
Bikarkeppni KSÍ | 1. umferð
Þróttarvöllur | #

Breiðablik mætti 4. deildarliði Hvatbera í 1. umferð bikarkeppninnar og lagði 9-0. Leikurinn fór fram á okkar gamla heimavelli; mölinni í Vallargerði.


2. umferð

Burst í Grindavík

29.05
1993
Grindavík
Breiðablik
0:3
1
1
B-deild | 2. umferð
Grindavíkurvöllur | #

Blikar rúllu yfir heimamenn í Grindavík suður með sjó. Jón Þórir Jónsson, Sigurjón Kristjánsson og Willum Þór Þórsson skoruðu mörkin á fyrstu 50 mínútum leiksins.


3. umferð

04.07
1993
Breiðablik
Þróttur N
1:0
1
2
B-deild | 8. umferð
Kópavogsvöllur | #

Sæviðarsundspiltar gerðu góða ferð í Kópavoginn og lögðu okkar menn verðskuldað 1-0.


BIKAR: 2. umferð

08.06
1993
Breiðablik
Afturelding
2:0
2
2
Bikarkeppni KSÍ | 2. umferð
Smárahvammsvöllur | #

Okkar menn lögðu Hilmar Sighvatsson og lærisveina hans í Aftureldingu 2-0 á Kópavogsvellinum.


4. umferð

Sigur í toppslagnum

11.06
1993
Breiðablik
Stjarnan
1:0
1
1
B-deild | 4. umferð
Kópavogsvöllur | #

Blikar voru betri aðilinn í toppslagnum við Stjörnuna. Sigurjón Kristjánsson skoraði eina mark leiksins og Breiðablik komst á toppinn.


5. umferð

Jafnt á mölinni

19.06
1993
Breiðablik
0:0
1
1
B-deild | 5. umferð
Ísafjarðarvöllur | #

Breiðablik fór vestur á firði og mætti BÍ í fyrsta sinn í sögunni. Leikurinn fór fram á malarvelli Ísfirðinga. Hajrudin Cardaklija bjargaði stigi með því að verja víti á lokamínútum leiksins. Blessunarlega var engin þúfa á mölinni fyrir vestan en það var jú þúfa og sem kom upp niður um deild árinu áður.


BIKAR: 3. umferð

22.06
1993
Grótta
Breiðablik
1:6
3
2
Bikarkeppni KSÍ | 3. umferð
Valhúsavöllur | #

Bikarævintýrið hélt áfram á Seltjarnarnesi þar sem okkar piltar skelltu heimamönnum í 3. deildarliði Gróttu með sex mörkum gegn einu.


6. umferð

Stólunum skellt

25.06
1993
Breiðablik
Tindastóll
5:1
1
2
B-deild | 6. umferð
Kópavogsvöllur | #

Hann var kaflaskiptur kappleikurinn gegn Sauðkræklingum. Gestirnir misstu mann ef velli eftir aðeins 2 mínútur en komust öngvu að síður yfir snemma leiks og leiddu í hálfleik.

Okkar menn bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og komu knettinum í netið í fimmgang. Willum Þór Þórsson (2), Kristófer Sigurgeirsson, Vilhjálmur Haraldsson og Sigurjón Kristjánsson skoruðu mörkin.


7. umferð

Hjólhestaspyrna Bonna

29.06
1993
ÍR
Breiðablik
0:1
1
1
B-deild | 7. umferð
| #

Jón Þórir Jónsson skoraði sigurmark Breiðabliks í Breiðholti eftir aðeins 5 mínútna leik. Framherjinn knái splæsti í hjólhestaspyrnu og það dugði til sigurs.


8. umferð

05.06
1993
Breiðablik
Þróttur
0:1
1
1
B-deild | 3. umferð
Kópavogsvöllur | #

Sigurjón Kristjánsson tryggði okkur 3 stig gegn Þrótti Neskaupsstað 11 mínútum fyrir leikslok.


BIKAR: 16 liða úrslit

Breiðablik hársbreidd frá því að leggja bikarmeistarana

08.07
1993
Valur
Breiðablik
1:0
1
3
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Laugardalsvöllur | #

Fjórða árið í röð slógu Valsmenn Breiðablik út úr bikarnum. Valur hafði farið alla leið og unnið bikarinn 3 ár í röð. Skemmst er að minnast vítaspyrnukeppninnar tveimur árum áður þar sem Blikar voru betri aðilinn í leiknum.

Það sama var uppi á tengingnum nú. Þeir grænklæddu voru frískir í leiknum og fengu fín færi. Það er ekki síður merkilegt þar sem Breiðablik lék án Arnars Grétarssonar sem var meiddur og Valur Valsson fór af velli snemma leiks - báðir A-landsliðsmenn. Besta færið var á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar markvörður Vals varði gott skot Sigurjóns Kristjánssonar alveg út við stöng. Valsmenn skoruðu sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu í framlengingunni.


9. umferð

Sex mörk á Ólafsfirði!

14.07
1993
Leiftur
Breiðablik
1:6
1
2
B-deild | 9. umferð
Ólafsfjarðarvöllur | #

Breiðablik fór á Ólafsfjörð og mætti Leiftursmönnum í toppslag í síðasta leik fyrri umferðar. Það munaði tveimur stigum á liðunum fyrir leikinn og ljóst að sigurvegarinn yrði á toppnum eftir fyrri umferðina.

Blikar fór á kostum í skyndisóknum í fyrri hálfleik og voru 4-0 yfir í hálfleiknum. Á endanum unnu Blikar 6-1 sigur og voru því í efsta sæti deildarinnar eftir 9 leiki með markatöluna 18-3.

Valur Valsson meiddist í leiknum og var frá í 2 mánuði.


10. umferð

Tap fyrir norðan

23.07
1993
KA
Breiðablik
2:1
1
2
1
B-deild | 10. umferð
Akureyrarvöllur | #

Næsta ferð norður gekk ekki eins vel og lágu Blikar 2-1 gegn KA.


11. umferð

28.07
1993
Breiðablik
Grindavík
1:1
1
2
B-deild | 11. umferð
Kópavogsvöllur | #

Hákon Sverrisson kom okkur á toppinn á ný með því að jafna gegn Grindavík í Kópavoginum.


12. umferð

Góður sigur í Sæviðarsundi

10.08
1993
Þróttur
Breiðablik
2:4
1
1
5
B-deild | 12. umferð
Þróttarvöllur | #

Breiðablik náði að skora tvisvar á síðustu 15 mínútum leiksins í Sæviðarsundi. Staðan í hálfleik var 2-2. Kristófer Sigurgeirsson, Jón Þórir Jónsson (víti), Willum Þór Þórsson og Arnar Grétarsson skoruðu mörkin.

Þegar 6 leikir voru eftir sátum við í efsta sætinu, tveimur stigum á undan Garðbæingum og þremur á undan Ólafsfirðingum.


13. umferð

Ósanngjarnt tap í toppslagnum í Garðabæ

13.08
1993
Stjarnan
Breiðablik
1:0
1
1
1
B-deild | 13. umferð
Stjörnuvöllur | #

Breiðablik og Stjarnan mættust í miklum toppslag í Garðabæ. Okkur menn sóttu mun meira en Leifur Geir Hafsteinsson skoraði eftir skyndisókn á 55. mínútu - sami maður og sendi okkur niður um deild árinu áður með marki úr vítinu fræga.


14. umferð

21.08
1993
Breiðablik
4:1
1
1
1
B-deild | 14. umferð
Kópavogsvöllur | #

Blikar komust aftur á toppinn með 4-1 sigri á BÍ. Starnan tapaði sínum leik.


15. umferð

28.08
1993
Tindastóll
Breiðablik
1:2
1
2
B-deild | 15. umferð
Sauðárkróksvöllur | #

Blikar höfðu sigur á Sauðárkróki en þurftu að hafa fyrir því í lokin. Arnar Grétarsson og Sigurjón Kristjánsson komu okkur í 2-0 en Stólarnir minnkuðu muninn og sóttu af kappi undir lokin.


16. umferð

04.09
1993
Breiðablik
ÍR
3:1
1
2
B-deild | 16. umferð
Kópavogsvöllur | #

Breiðablik fór langt með að tryggja sæti í efstu deild með því að leggja Íþróttafélag Reykjavíkur í Kópavoginum. Sigurjón Kristjánsson kom okkur í 1-0, ÍR jafnaði úr vítaspyrnu, en þeir Willum Þór Þórsson og Guðni Grétarsson gerðu út um leikinn á síðustu 20 mínútunum.

EItt stig í viðbót í tveimur leikjum myndi duga til að koma okkur upp. 


17. umferð

Breiðablik meistari í 1. deild

12.09
1993
Þróttur N
Breiðablik
0:2
1
2
B-deild | 17. umferð
Norðfjarðarvöllur | #

Það voru 73 mínútur liðnar af leiknum á Neskaupstað þegar Willum Þór Þórsson náði að brjóta ísinn og koma Blikum yfir. Sigurjón Kristjánsson gulltryggði sigurinn undir lok leiksins og þar með var stríðið unnið. Breiðablik var meistari í 1. deild árið 1993.


18. umferð

Bikarinn á loft þrátt fyrir tap

18.09
1993
Breiðablik
Leiftur
1:2
1
2
B-deild | 18. umferð
Kópavogsvöllur | #

Leiftur frá Ólafsfirði átti möguleika á að komast í efstu deild með sigri í Kópavoginum í síðasta leiknum en þurftu að treysta á að Stjarnan tapaði stigum.

Gestirnir unnu góðan sigur en Garðbæingar burstuðu Þrótt Neskaupstað á meðan og fóru upp með okkur Blikum.


Lokastaðan 1993

L U J T MÖRK STIG
Breiðablik 18 12 2 4 36-14 38
Stjarnan 18 11 4 3 39-19 37
Leiftur 18 11 3 4 33-25 36
KA 18 9 2 7 31-22 29
Grindavík 18 7 6 5 29-21 27
Þróttur R. 18 8 3 7 31-26 27
Þróttur N. 18 5 2 11 24-45 17
ÍR 18 4 4 10 20-34 16
18 4 3 11 20-37 15
Tindastóll 18 3 3 2 20-40 12