BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri Rafn framlengir við Blika

25.04.2021 image

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Andri Rafn Yeoman, miðjumaðurinn óþreytandi, hefur framlengt samning sinn við Blika til loka ársins 2022.

Leikmaðurinn er nú í framhaldsnámi í verkfræði á Ítalíu en kemur til landsins í júnímánuði.  Það verður gaman að sjá Andra Rafn aftur í grænu treyjunni enda er hann gríðarlega fjölhæfur og flottur leikmaður.

Andri Rafn er með ótrúlega tölfræð hjá okkur Blikum. Þrátt fyrir að vera ekki nema  29 ára gamall hefur  samt leikið 351 leik með Blikaliðinu í efstu deild og skorað í þeim 20 mörk. Það gerir hann að leikjahæsta leikmanni okkar frá upphafi.  

Hann mun því að öllum líkindum halda áfram að bæta metið næstu misserin!

Við óskum Andra og Blikum öllum til hamingju með samninginn.

image

Til baka