Bætum árangurinn!
27.09.2013Þrátt fyrir að fjórða sætið sé öruggt í hendi fyrir okkur Blika er síðasti leikurinn okkar í Pepsí-deildinni gegn Keflvíkingum mikilvægur. Við getum bætt stigamet okkar frá því í fyrra og einnig bætt markatölu okkar frá því móti. Þar að auk þess má ekki gleyma því að það er miklu skemmtilegra að enda mótið á sigri! Svo má ekki gleyma því að það verður mikla meira fjör á Uppskeruhátíðinni á lau:)gardagskvöldið ef við vinnum leikinn. Hér má lesa umfjöllun OWK frá fyrri viðureign liðanna í sumar.
Annars er mjög áhugavert að skoða tölfræði síðustu ára. Eins og staðan er fyrir síðasta leikinn núna þá erum við með 36 stig í 4. sæti, höfum skorað 34 mörk og fengið á okkur 25. Markatalan er sem sagt hagstæð um 9 mörk. Í fyrra enduðum við í 2. Sæti með 36 stig, skoruðum 32 mörk og fengum á okkur 27. Markatalan var sem sagt hagstæð um 5 mörk. Þegar við skoðum tölfræðina í ár þá höfum því í raun staðið okkur betur en í fyrra! Til samanburðar þá fengum við 25 mörk á okkur þegar við urðum Íslandsmeistarar árið 2010. En við höfum skorað mun færri en það ár. Þar liggur aðalmunurinn. Við þurfum því í raun bara að bæta markaskorunina fyrir næsta ár og þá eru okkur allar leiðir færar.
Ólafur Kristjánsson þjálfari ætlar að hitta stuðningmennina fyrir leikinn í Smáranum 2hæð kl.13.15. Einnig verður þar tónlistaratriði sem ætti að koma skemmtilega á óvart.
Við hvetjum því alla Blika til að mæta í Smárann og svo á Kópavogsvöllinn.
Um kvöldið mæta síðan allir á Uppskeruhátíðina!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
-AP