Breiðablik mætir ÍBV í Fífunni á sunnudaginn
10.01.2019Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 1. umferð Fótbolta.net mótsins 2019 í Fífunni á sunnudaginn kl. 14.15. Þetta er fyrsti opinberi leikur beggja liða í móti árið 2019.
Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV
Breiðablik og ÍBV hafa mæst 94 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svokallaðri Bæjarkeppni liðanna sem var í gangi vor og haust. Góður vinskapur á milli Kópavogs og Vestmannaeyja. Bæjarkeppnin hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum.
Leikur Breiðabliks og ÍBV á sunnudaginn er 95. opinberi leikur liðanna frá upphafi og 5. leikur liðanna í Fótbolta.net mótinu. Blikar unnu ÍBV í Kórnum árin 2013 og 2014, en hafa tapað tveimur síðustu leikjum: í Fífunni 2016 og 2017.
2017: ÍBV hóf titilvörnina
2016: Hangiketið sat í mönnum
2014: Blikar enduðu í fimmta sæti
2013: Árni Vill sá um ÍBV
Um Fótbolta.net mótið: ÍBV spilaði til úrslita í mótinu árið 2011 við Keflavík og töpuðu. ÍBV vann mótið árið 2016 í úrslitaleik við KR. Breiðablik hefur þrisvar unnið Fótbolta.net mótið. Fyrst 2012 í úrslitaleik gegn Stjörnunni og aftur árið eftir í úrslitaleik gegn Keflavík. Arið 2015 vinna Blikar mótið eftir úrslitaleik við Stjörnuna.
Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan
Búast má við skemmtilegum leik í Fífunni á sunndaginn. Bæði lið hafa æft á fullu undanfarið en lítið spilað. Nokkrir Blikar verða fjarverandi. T.d. eru Willum Þór og Davíð Kristján í æfingaferð með A-landsliðinu í Katar.
Leikur Breiðabliks og ÍBV fer fram í Fífunni á sunnudaginn klukkan 14:15.
Veðurspáin í Fífunni er góð.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!