BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Öruggur sigur á FH í FótboltaNet mótinu

30.01.2021 image

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö glæsileg mörk.

Breiðablik tók á móti FH á Kópavogsvelli á Fótbolta net mótinu laugardaginn 30.janúar, þetta er eitt af þessum skemmtilegum mótum sem gefur liðunum tækifæri á að pússa sig saman á undirbúningstímabilinu fyrir Pepsi Max deildina. Þessi lið mættust í sama móti á svipuðum tíma fyrir um ári síðan í Skessunni hjá FH-ingum og þá höfðu Blikar betur 1-4 í líflegum leik.

Byrjunarlið Blika var sterkt í þessum leik en leikurinn var í beinni útsendingu YouTube rás BlikarTV.

image

Það var pýrðilegt fóboltaveður í boði þegar flautað var til leiks hjá liðunum á Kópavogsvelli, grasið og aðstæður á vellinum bjóða upp á nýja möguleika fyrir Blika á undirbúningstímabilinu og gerir það að verkum að upplifun áhorfenda verður einhvernveginn stærri en að horfa á þetta í t.d Fífunni eins stundum hefur verið.  

Það var ekki svo mikið búið af leiknum þegar að markamaskína FH liðsins og sennilega einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið í efstu deild á Íslandi hann Steve Lennon kom FH liðinu í forystu. Staðan orðin 0-1 fyrir Fimleikafélagið. 

Stuttu seinna náði Binni að koma boltanum í netið með laglegu marki og staðan orðin 1-1, virkilega ánægjulegt að sjá Brynjólf Andersen Willumsson á skotskónum fyrir Blika. Erum nokkuð viss um að þetta er það sem koma skal fyrir sumarið 2021. 

Það var svo um 15 mínútum seinna sem að Jason var með glæsilegan einleik inni á markteig sem endaði þannig að hann skoraði og koma Blikaliðinu í 2-1 á móti FH á Kópavogsvelli og þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleik gerði liðin hinar ýmsu breytingar, Blikaliðið breytti hinsvegar ekki um takt og hélt uppi flottu flæði á spili liðsins. Anton Ari var svo með flotta vörslu úr föstu leikatriði FH liðsins þar sem Logi fékk sannkallað dauðafæri á markteignum en Anton Ari sagði einfaldlega nei og varði boltann vel neðst í vinstra horninu.

Stuttu síðar var aftur komið af Brynjólfi Andersen Willumssyni, blikar fóru á fleygiferð upp hægri kantinn og kláruðu það hlaup með fastri sendingu inn á teig FH liðsins. Boltinn barst út á Binna sem tók eina snertingu á boltann og setti hann svo upp í Samúel eins og skáldið sagði. Óverjandi efst í markhornið, glæsilegt mark og staðan orðin 3-1, sanngjarnt.

Mörk og atvik úr leiknum í boði BlikarTV:

Óskar gerði mikið af breytingum á liðinu en það var nóg af ungum strákum sem komu flottu inn og eldri leikmenn sem fengu sénsinn en undirrituðum þótti virkilega gaman að sjá Guðjón Pétur Lýðsson aftur í Blikabúningnum. 

10 mín eftir 3 mark Blika komumst FH-ingar einir í gegn og hefðu getað minnkað muninn en Blikaliðið vann vel til baka og kom í veg fyrir 2 mark FH liðsins sem tuðaði yfir mögulegu broti sem engin innistæða var fyrir. FH fékk síðan aukaspyrnu eftir að Kristinn Steindórs braut af sér en Logi skallaði framhjá. Þarna var FH liðið að sækja í sig veðrið. 

Blikar geystust síðan upp völlinn og komu boltanum inn í teiginn, að mínu mati var augljóst brot á Atla og Blikar hefði átt að fá víti en fengu ekki og FH slapp með skrekkinn.

Leiknum lauk með sigri 3-1 sigri Breiðabliks á FH liðinu og annað árið í röð munu Breiðablik og ÍA mætast í úrslitaleik FótboltaNet mótsins á föstudaginn kl.20:00. Leikið verður á Kópavogsvelli með fyrirvara um flutning í Akraneshöllina ef veðurskilyrði eru óhagstæð. 

KIG

Myndaveisla í boði  Huldu Margrétar

image

Myndir: © 2021 Hulda Margrét - hulda@huldamargret.is

Til baka