BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: Breiðablik - FH

06.07.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik – FH á Kópavogsvelli miðvikudag kl.20:15!

Nokkrir leikir í 5. umferð Pepsi MAX deildar karla verða leiknir á miðvikudag og fimmtudag.

Við Blikar fáum FH-inga í heimsókn í Kópavoginn á miðvikudaginn kl.20:15 í öðrum stórleik umferðarinnar.

Það er töluvert undir í þessum leik. Breiðablik er í 1. sæti í Pepsi MAX deildinni með 10 stig eftir 4 leiki.

Fimleikafélagið er 7. sæti í deildinni með 6 stig eftir 3 leiki – FH sat hjá í 4. umferð vegna frestaðs leiks við Stjörnuna.

Það er því ljóst er að framundan er leikur þar sem mikið er undir og bæði liðin munu láta sverfa til stáls.

Því er rík ástæða fyrir stuðningsmenn Blika að fjölmenna á Kópavogsvöll og hvetja okkar menn til sigurs gegn vinum okkar frá Hafnarfirði.

Staðan í Pepsi MAX karla

image

Sagan

Breiðablik og FH eiga að baki 111 mótsleiki frá upphafi. Í öllum 111 skráðum leikjum liðanna frá 1964 til 2020 sigra Blikar 40 leiki, jafnteflin eru 21 og FH sigrar 50 viðureignir.

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 50. Jafnræði er með liðunum. Blikar hafa unnið í 21 skipi, FH í 19 skipti og jafnteflin er 10. Blikar hafa skorað 79 mörk gegn 73 mörkum FH-inga.

Í 25 innbyrðis efstu deildar leikjum liðanna á Kópavogsvelli hafa bæði lið unnið 11 viðureignir. Þrisvar hefur niðurstaðan orðið jafntefli. Meira>

Síðustu 5 á Kópavogsvelli

Sagan fellur með Blikum síðustu ár. Blikar með 3 sigra gegn 2 sigrum FH.

Síðustu 5 leikir í efstu á Kópavogsvelli (hægt að smella á + eða #)

Kópacabana

image

Þessir snillingar verða á leiknum á miðvikudaginn. Þeir fengu fína upphitunaræfingu á Greifavellinum á Akureyri á sunnudaginn.

Þjálfari FH

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH er okkur Blikum að góðu kunnur. Hann tók við þjálfun Blikaliðsins um mitt sumar árið 2006 og stýrði því fram í mitt ár 2014 - alls 286 mótsleikir. Undir stjórn Ólafs náðum við að festa okkur í sessi sem gott efstudeildarfélag. Hápunkti náðum við með bikarmeistaratitli árið 2009 og Íslandsmeistaratitli árið 2010.  Einnig náði Blikaliðið fínum árangri í Evrópukeppni meðal annars með frægum sigri á Sturm Graz frá Austurríki árið 2013. Árið 2014 ákvað Ólafur að freista gæfunnar erlendis og tók við þjálfun Norsjælland í Danmörku.

Við hlökkum til að bjóða Ólaf H. Kristjánsson í heimsókn á gamla heimavöllinn og lofum því að sýna honum enga gestrisni!

Dagskrá

Það verður kaldur á krana, börger á grilli og heitt á könnunni. Sparkvellir á sínum stað fyrir krakkana.

Selt verður í 2 hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf.

Hólf A: Stuðningsmenn Breiðabliks. Hólf B: Suðningsmenn FH. Einnig er selt í hólf C (gamla stúkan og grasbrekkan) en þar gildir 2 metra reglan (sjá mynd).

Miðar seldir í gegnum miðappið Stubbur. Appið má nálgast hér: Stubbur

Búast má við fjölmenni á völlinn þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.

Leikurinn verður flautaður á kl.20:15! - veðurspáin fyrir Kópavogsvöll er mjög góð.

BlikarTV. Heisi Heison og Kristján Ingi verða í beinni úr stúkunni fyrir leik Breiðabliks og FH. Farið yfir liðskipan og sýnt úr gömlum leik Breiðabliks og FH.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka