BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: Breiðablik - KR

17.09.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik - KR á Kópavogsvelli mánudag kl.19:15!

Sautjánda umferð Pepsi MAX karla 2020 verður leikin á laugardag og mánudag. Á mánudaginn fáum við KRinga í heimsókn á Kópavogsvöll.

Þetta er þriðji innbyrðis mótsleikur liðanna á þessu ári – væri fjórði ef leikur liðanna á Kópavogsvelli í 5. umferð Lengjubikarsins hefði farið fram, en Lengjubikarinn var blásinn af vegna Covid-19.

KR-ingar hafa reynst okkur erfiður ljár í þúfu til þessa í ár. Við höfum lotið í gras tvisvar sinnum í sumar en nú er nóg komið! Strákarnir okkar eru staðráðnir í því að gera betur í þessum leik og það tekst með góðum stuðningi áhorfenda.

Blikaliðið er með 23 stig eftir 13 leiki - unnið 4 leiki af síðustu 5.

KR liðið er með 20 stig eftir 12 leiki - unnið 1 leiki af síðustu 5.

Staðan í Pepsi MAX karla fyrir leiki kvöldsins:

image

Sagan - efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá upphafi eru 67. KR-ingar hafa yfirhöndina með 31 sigra gegn 15 sigrum okkar manna. Jafnteflin eru 21.

image

Fyrsti leikur Blika og KR í efstu deild var á Melavellinum árið 1971, fyrsta árið sem Breiðablik lék í efstu deild. Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og  unnu leikinn með marki frá Haraldi Erlendssyni.

Leikið var á gamla Melavellinum sem var heimavöllur Breiðabliks í efstu deild frá 1971 þar til að Kópavogsvöllur var vígður 7. júní 1975

Síðustu 5 í deild á Kópavogsvelli

Allt jafnt í síðustu 5 viðureignum liðanna á Kópavogsvelli í efstu deild: 2 sigrar, 2 töp, 1 jafnteli. 

Blikar hjá KR

Nokkrir uppaldir Blikar leika núna með Vesturbæjarliðinu. Kristinn Jónsson gekk til liðs við KR eftir keppnistímabilið 2017. Arnór Sveinn Aðalsteinsson söðlaði um árið 2016. Finnur Orri Margeirsson gekk til liðs við KR eftir að hafa spilað í Noregi árið 2015. Og fyrrverandi leikmaður Blika, Akureyringurinn Atli Sigurjónsson, leikur nú aftur með KR en hann lék 49 mótsleiki með Breiðabliki á árunum 2015 til 2017.

Fyrrum KR-ingar hjá Blikum

Þrír úr þjálfarateymi Breiðabliks eru með tengingu við KR. Óskar Hrafn og Halldór Árnason auðvitað en einnig Gunnleifur Gunnleifsson sem lék með KR liðinu 1998 og 1999.

image

Leikmannahópur Breiðabliks

image

Dagskrá

Miðasala á Stubbur. Slepptu röðinni og sæktu stubb: www.stubbur.app  

Seldir verða miðar í bæði nýju stúkuna (B-hólf) og gömlu stúkuna (C-hólf), en A-hólfið í nýju stúkunni er frátekið fyrir Blikaklúbbs- og árskortshafa.

Börn 15 ára (fædd 2005) og yngri fá ókeypis inn.

Leikurinn hefst kl.19:15 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast á leikinn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Klippur úr fyrri leik liðanna í sumar í boði BlikarTV

Til baka