BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: Breiðablik – Stjarnan

22.09.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik - Stjarnan á Kópavogsvelli fimmtudag kl.19:15!

Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl.19:15. Þetta er frestaður leikur úr 10. umferð sem átti að fara fram 4. ágúst 2020.

Síðast mættust liðin í mótsleik í 20. umferð Pepsi MAX deildarinnar á Kópavogsvelli 16. september 2019 eða fyrir rúmu ári síðan, ef frá er talinn 2:2 æfingaleikur í Bose mótinu 2019. Að liðin séu að spila fyrri innbyrðis leikinn í Pepsi MAX í lok september - seinni leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ í lok október - er bara enn eitt dæmið um skrítna tíma. En liðin hafa einmitt spilað nokkra mjög mikilvæga leiki í septembermánuði eins og lesa má sig til um hér neðar.  

Liðin eru á svipuðum stað í stigatöflnni eftir leiki 17. umferðar á mánudag. Stjarnan er í 3. sæti með 24 stig eftir 13 leiki - einum leik minna en Blikar sem eru með 23 stig eftir 14 leiki.

Blikar eru mjög súrir með rýra uppskeru í síðustu leikjum og takinu sem KR virðist hafa á Blikaliðinu. Fyrsta tap Stjörnumanna í sumar var á mánudag og fer í sögubækurnar. Þeir eru vel særðir. Fengu á sig 5 mörk á heimavelli á fyrstu 30 mínútum á móti Valsmönnum.

image

Mikilvægir september leikir 2010 – 2020

Nágrannaslagir Breiðabliks og Stjörnunnar eru gjarnan uppskrift að frábærri skemmtun. Oft hefur verið mikið undir í innbyrðis haustleikjum liðanna – umfram þá augljósu staðreynd að leikir liðanna er slagur tveggja nágrannabæjarfélaga þar sem “heilbrigður” rígur hefur ríkt milli meistaraflokka Breiðabliks og Stjörnunnar eins langt aftur og eldri menn muna.

Miklu oftar en ekki hafa innbyrðis mótsleikir liðanna í september skorið úr um Evrópusæti og/eða stóra titla.

2010

Stuðningsmenn Blikaliðsins mun vel eftir fögnuðinum sem braust út eftir leik liðann á Stjörnuvelli fyrir 10 árum, nánar tiltekið 25. september 2010, þegar ljóst varð að Breiðabliksliðið var orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta sinn eftir jafntefli við Stjörnuna á þeirra heimavelli í Garaðbæ. Nánar>

2011

Í lokaumferðinni 2011 mætti Bjarni Jó með Stjörnuliðið á Kópavogsvöll með þá von í brjósti að trygga sér Evrópusæti í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið hafði spilað leiftrandi sóknarbolta allt sumarið og skorað flest mörk allra liða. En Blikarnir, sem höfðu að litlu að keppa, gáfu nágrannaliðinu úr Garðabæ ekkert eftir og gerðu sér lítið fyrir og unnu Stjörnumenn 4:3. Mörk Blika í leiknum skoruðu þeir Arnar Már Björgvinsson (2), Andri Rafn Yeoman og Guðmundur Péturssonar. Kristinn Steindórsson lagði upp þrjú markanna. Nánar>

2012

Aftur mæta Stjörnumenn á Kópavogsvöll í lokaumferð Pepsi-deild karla. Það var heldur betur mikið í húfi í þessum leik - bæði lið að berjast um Evrópusæti þar sem Stjörnunni nægði jafntefli. Breiðablik vann frábæran 2:0 sigur í leiknum og tryggði sér þar með 2. sætið í deildinni og þátttöku í Evrópukeppni. Það var Daninn Nichlas Rohde sem skoraði bæði mörk Blika. Nánar>

2016

Bæði lið með 27 stig þegar Stjarnan mætti á Kópavogsvöll um mánaðarmótun ágúst/september og að berjast um Evrópusæti - og kannski smá von að ná í skottið á FH ingunum. Blikar unnu leikinn 2:1 með mörkum frá Arnþóri Ara og sigurmarki Höskuldar Gunnlaugssonsr á 90. mínútu. Nánar>

2018

Stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu vel 15. september 2018 þegar liðið þeirra vann fyrsta Bikarmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Breiðabliksliðið vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli. Nánar>

2019

Í fyrra, 16. september 2019, áttust liðin við á Kópavogsvelli í 20. umferð Pepsi MAX. Blikar þurftu jafntefli til að gulltryggja Evrópusætið sem varð raunin því viðureigninni lauk með 1:1 í leik sem Breiðablik hefði í raun átt að vinna "ef sanngirni og knattspyrna væri ekki sitt hvað" eins og tíðindamaður blikar.is orðaði það. Nánar>

Sagan

Innbyrðis mótsleikir Breiðabliks og Stjörnunnar eru 59. Blikar hafa unnð 25 leiki, Stjarnan 23 leik og 11 leikjum hefur lyktað með jafntefli. Meira>

Leikirnir 59 dreifast á 6 mót: A-deild 30 leikir, B-deild 12 leikirBikarkeppni KSÍ 3 leikir, Litli bikarinn 6 leikir, Lengjubikarinn 3 leikir, og 5 leikir í Netmótinu.

Fyrsti mótsleikur Breiðabliks og Stjörnunnar var í ágúst 1970. Leikuinn var í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ 1970. Meira>

Efsta deild

Í 30 efstu deildar leikjum liðanna hafa Blikar yfirhöndina með 14 sigra gegn 9 sigrum Stjörnunnar. Jafnteflin eru 7. Leikurinn í Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld verður 31. efstu deildar viðureign liðanna. Liðin léku fyrst innbyrðis í efstu deild árið 1991.

image

Efsta deild frá 2009

Í 22 viðureignum liðanna frá endurkomu Stjörnunnar í efstu deild 2009 hefur Breiðablik unnið 11 sinnum, Stjarnan 6 sinnum og 5 sinnum hefur orðið jafnt. Blikar hafa skorað 40 mörk gegn 28 mörkum Garðbæinga. Samtals 68 mörk eða liðlega 3 mörk í leik.

Síðustu 5 í efstu deild á Kópavogsvelli

Leikmenn

Aðeins einn leikmaður í núverandi leikmannahópum liðanna hefur leikið með báðum liðum. Guðjón Pétur Lýðsson lék með Blikaliðinu árið 2007 og frá 2013 til 2016 og aftur frá 2019 þar til í sumar að hann var lánaður til Stjörnunnar í Garðabæð þar sem hann er út þetta keppnistímabil. 

Leikmannahópur Breiðabliks

image

Dagskrá

Mætum á Kópavogsvöll á fimmtudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs!

Það verða tvö hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf sem rúmar að hámarki 200 manns. Sjá mynd. A-hólf er frátekið fyrir Blikaklúbbskort/Ársmiðahafa á meðan laus sæti er að hafa. Félagið vill minna alla á að hafa í huga og fara eftir tilmælum yfirvalda um hreinlæti, handþvott og nálægð milli fólks.

image

Samkvæmt nýjustu sóttvarnarreglum telja börn fædd 2005 og síðar nú með í hámarksfjölda í hvert hólf. Börn fædd 2005 og síðar fá frítt á völlinn.

Því eru færri miðar í en venjulega í sölu og hvetjum við alla sem ætla sér á völlinn að verða sér úti um miða tímanalega á Stubbur. Miðar eingöngu seldir í gegnum STUBBUR-app. Smelltu hér til að ná í appið.

Leikurinn hefst kl.19:15 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast á leikinn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Myndaveisla í boði BlikarTV frá leik liðanna á Kópavogsvelli í september 2019

image

Til baka