BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: Grótta – Breiðablik

20.08.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. Grótta - Breiðablik á Vivaldivellinum föstudagskvöld kl.19:15!

Áfram rúllar boltinn. Eftir mjög góða ferð í Víkina um síðustu helgi er komið að næsta leik sem er jafnframt fyrsti leikur okkar manna í seinni umferð Pepsi MAX deiladar karla 2020. Andstæðingurinn að þessu sinni eru Gróttumenn á þeirra heimavelli á Seltjarnarnesi.

Flautað verður til leiks á Vivaldivellinum á föstudagskvöld klukkan 19:15!

Vegna fjöldatakmarkanna fer leikurinn fram án áhorfenda, en leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Leikir

Leikur Gróttu og Breiðabliks á föstudagskvöld verður 9. innbyrðis viðureign liðanna frá upphafi - og þriðja viðureign liðanna á þessu ári.

Innbyrðis mótsleikir Breðabliks og Gróttu eru nú alls 8 frá fyrsta mótsleik liðanna árið 1990.

image

Blikar hafa haft sigur í öllum mótsleikjum liðanna til þessa: einn í A-deild, þrír í Bikarkeppni KSÍ, þrír í Deildarbikarnum (Lengjubikarnum) og einn sigur í Litla bikarnum.

Báðir leikir liðanna á þessu ári voru á Kópavogsvelli:

Mikið var rætt rætt og ritað um þá tilviljun að Breiðablik og Grótta skyldu dragast saman í fyrstu umferð Pepsi MAX karla 2020. En nú er sem sagt komið að því að Óskar Hrafn Þorvaldsson mæti sem andstæðingur á gamla heimavöllinn á Seltjarnarnesi þar sem hann stýrði heimamönnum í Gróttu upp í deild þeira bestu á aðeins 2 árum. Hinumegin við borðið er svo okkar fyrrvernadi þjálfari Ágúst Gylfason. Gústi stýrði Breiðabliksliðinu með góðum árangri keppnistímabilin 2018 og 2019.

image

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari.

Leikurinn

Vegna fjöldatakmarkanna fer leikurinn fram án áhorfenda, en leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Vonandi sjá sem flestir Blikar sér fært að fylgjast með leiknum og hvetja okkar menn til sigurs á einhvern hátt þrátt fyrir fjarlægð frá leiknum.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka