Pepsi MAX 2021: Fylkir - Breiðablik
26.08.2021Eftir stutta hvíld er komið að næstu viðureign okkar manna sem heimsækja Árbæinn á sunnudagskvöld. Þar mætum við frísku liði Fylkismanna í 19. umferð Pepsi Max deildar karla kl.19:15. Leikurinn verður sýndur á www.stod2is
Staða liðanna er ólík:
Fylkismenn eru í bullandi fallbaráttu. Með 16 stig í 10 sæti og aðeins 2 stig í HK sem er í fallsæti með 14 stig 4 stig í ÍA sem vermir botnsætið með 12 stig. Árbæjarliðið sem sagt að berjast fyrir áframhaldandi veru sinni í efstu deild. Þeir munu gefa allt í lekinn gegn okkar mönnum.
Blikaliðið hefur verið á mikilli siglingu í sumar. Við erum núna efstir með tveggja stiga forskot á Valsmenn og Reykjavíkur Víkinga. Ágústmánuður hefur verið okkar mönnum mjög gjöfull - 5 sigrar í röð og vonandi kemur 6. sigurinn í Árbænum á sunnudagskvöld. Blikalið þarf öll 3 stigin sem eru í boði til að trygga toppsætið - það er bara þannig.
Svona lítur stöðutaflan út eftir 18 umferðir - Blikar einir á toppnum eftir sigurleik gegn KA á Akureyri í vikunni.
Sagan
Leikurinn á sunnudaginn verður 63. mótsleikur okkar manna gegn Fylki. Fyrsti mótsleikur liðanna var 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ árið 1978. Blikar hafa yfirhöndina í þessum mótsleikjum með 33 sigra gegn 16 sigrum gestanna. Jafnteflin er 13.
Leikirnir í esftu deild eru 35. Sagan er með Blikum - 17 sigurleikir gegn 10 sigrum Fylkismanna. Jafnteflin eru 8. Blikar hafa skorað 55 mörk gegn 49 mörkum Fylkis.
Síðustu 5 viðureignir liðanna í Árbænum:
Leikmenn
Markvörður Árbæjarliðsins, Aron Snær Friðriksson, var í okkur röðum árin 2015 og 2016 en flutti sig í Árbæinn fyrir keppnistímabilið 2017. Tveir leikmenn Fylkis hafa spilað í grænu treyjunni. Arnór Gauti Ragnarsson á 36 mótsleiki og 9 mörk að baki með Breiðabliki á árunum 2015-2019. Arnór leikur núna, sem lánsmaður hjá uppeldisfélaginu Aftureldingu.
Leikmannahópur Breiðabliks 2021:
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki 19. umferðar er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi. Á yngri árum æfði hann handbolta með hinu liðinu í Kópavogi (HK). Hann er sjúkraþjálfai að mennt og hefur meðhöndlað margan íþróttamanninn sem slíkur. Sjálfur er hann liðtækur golfari og stundar það sport af mikilli alúð. SpáBlikinn er mörgum blikum kunnugur. Hann starfaði með meistarflokkum félagsins frá 1988 til 2015 með hléum. Blikinn er virkur þáttakandi í Ungmennafélaginu Dúddi sem er tippklúbbur sem hittist í Smáranum á laugardögum og reynir að safna peningum til góðra verka.
Kristján Hjálmar Ragnarsson - Hvernig fer leikurinn?
Það hefur verið frábær stígandi í Breiðabliksliðinu í sumar og sú ákefð, barátta og gæði sem einkenna liðið í dag hefur skilað þeim í þá frábæru stöðu sem liðið er nú í. Fjórir leikir eftir af mótinu og allir mjög erfiðir eðli málsins samkvæmt. Leikurinn við Fylki verður mjög erfiður og liðið þarf að mæta í hann með sama hætti og það hefur gert í síðustu leikjum. Fylkir hefur spilað undir getu í sumar og eru komnir upp að vegg og verða mjög grimmir. Ég er hins vegar mjög bjartsýnn á sigur og tel að liðið mæti tilbúið í leikinn.
SpáBliki 19. umferðar - Kristján Hjálmar Ragnarsson
Um viðburðinn
Leikur í Pepsi Max Deild karla. Fylkir – Breiðablik. Würth Völlurinn kl 19:15. Tryggið ykkur miða hér á tix.is
Hólfaskipting: A – Fylkir B – Árskort C – Breiðablik./Gestir
Blikar! Fjölmennum í Árbæinn á sunnudagskvöld og styðjum okkar menn í baráttunni um þann stóra!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
BlikarTV: Fylkir - Breiðablik Pepsí Max upphitun 2021
Svona var þetta í Árbænum í júní í fyrra. Damir stangar boltann í netið á 80' og Blikar unnu leikinn 0:1.