Pepsi MAX 2021: Valur - Breiðablik
14.06.2021Aftur og nýbúnir. Næsti leikur er strax á miðvikudaginn. Eftir góðan sigur okkar mann á Fylkismönnum í kaflaskiptum leik á laugardaginn er komið að smá ferðalagi á Origo völlinn til að etja kappi við Íslandsmeistara Vals.
Leikir vikunnar í Pepsi MAX deild karla eru síðustu þrír leikir 8. umferðar en einnig eru tveir leikir úr 12. umferð vegna þáttöku í Evrópukeppnum 2021. Leikir Vals og Breiðabliks og FH og Stjörnunnar úr 12. umferð verða spilaðir núna á miðvikudaginn 16. júní.
Leikur okkar manna gegn Val verður flautaður á kl. 20:15!
Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum.
Svona lítur stöðutaflan út eftir fyrir leiki vikunnar - Blikar eiga einn leik til góða á Val:
Efsta deild
Fyrstu innbyrðis leikir liðanna í efstu deild voru árið 1971 – sama ár og Breiðablik lék fyrst í efstu deild. Fyrri leikurinn 1971 var heimaleikur Blika og lauk með 2-0 sigri okkar manna. Það voru þeir Guðmundur Þórðarson og Magnús Steinþórsson sem skorðu fyrstu efstudeildar mörk Breiðabliks gegn Valsmönnum. Seinni leikurinn tapaðist 4:2.
Haustið 1971 áttust liðin við í 3ja sinn. Nú í 8-liða úrslitum Bikarkeppninnar. Blikar unnu þann leik 2-1 og komust áfram í 4-liða úrslit. Og fóru svo alla leið í úrslitaleikinn gegn Víkingum eftir að hafa unnið Fram 1:0 á Melavellinum. Samtals 11 mörk skoruð í þremur innbyrðisleikjum liðanna árið 1971.
Tölfræðin fellur með Val. Í 68 efstu deildar leikjum hafa Valsmenn unnið 28 leiki, Blikar 24 leiki og 16 sinnum skilja liðin jöfn. Oft mikið skorað í innbyrðis leikjum liðanna. Í þessum 68 innbyrðis leikjum leikjum liðanna í efstu deild hefur Valur skorað 107 mörk gegn 96 mörkum heimamanna. Samtals 203 mörk í 68 leikjum sem gerir 3 mörk að meðaltali í leik > Innbyrðis leikir liðanna
Síðustu 5 á Valsvelli
Jafnt er á með liðunum í stigaöflun í siðustu 5 leikjum á heimavelli Vals:
Í sigurleik okkar manna gegn Val árið 2019 var það "markahrókurinn" Andri Rafn Yeoman sem skoraði, en hann skoraði sigurmarkið á 76. mín. Andri Rafn er nú kominn til landsins frá Ítalíu og var ónotaður varamaður hjá Fylki. Hann gæti haldið uppteknum hætti og skorað gegn Val á miðvikudaginn.
Leikmenn
Einn núverandi leikmanna Blika hefur leikið með Val. Anton Ari Einarsson á að baki 36 meistaraflokksleiki með Valsmönnum.
Leikmannahópur Breiðabliks 2021:
Snillingurinn okkar hann Finnur Orri Margeirsson náði þeim áfanga að spila 250. mótsleikinn með Breiðabliki þegar hann kom inn á í leiknum gegn Fylki á laugardaginn var.
Við Blikar fögnum því að sjálfsögðu með leikmanninum.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki 12. umferðar ætti að vera flestum Blikum nær og fjær vel kunnur. Hans hápunktur í knattspyrnu var að verða Íslandsmeistari með 4. flokki Breiðabliks árið 1975. Eftir það gerði hann sér grein fyrir að hann myndi ekki komast í meistaraflokk Breiðabliks stofnaði hann ásamt vinum sínum knattspyrnufélagið Augnablik sem enn lifir góðu lífi 40 árum síðar. Einnig hellti Blikinn sér í félagsmálin af lífi og sál og hefur átti sæti í flestum nefndum ráðum og stjórn knattspyrnudeildarinnnar meðal annars bæði sem formaður og framkvæmdastjóri deildarinnar. Þar að auki hefur hann blásið af krafti í dómaraflautuna fyrir félagið í 43 ár. Svo má ekki gleyma því að hann er einn af aðalhvatamönnum að öflugu starfi old-boys starfi Breiðabliks. Hinsvegar tók SpáBliki 12. umferðar upp á því á gamals aldri að svíkja Austurbæjarlitinn og flytja vestur fyrir gjánna. En líklegast var það nálægðin við Vallargerðisvöllinn sem heillaði piltinn!
Andrés Pétursson: Hvernig fer leikurinn?
Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik gegn Val. Ég held að við munum vinna leikinn 1:2. Árni heldur áfram uppteknum hætti og kemur okkur í forystu um miðjan fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson bætir við öðru marki í síðari hálfleik með fallegum skalla. Patric Pedersen minnkar muninn í blálokin en sigurinn verður aldrei í hættu.
Ég byggi þessa spá að við erum samkvæmt vedískri stjörnuspeki í tímabili rísandi sólar undir áhrifum frá Venusi. Það er þýðir að græni liturinn er ríkjandi gagnvart þeim rauða. Drengirnir hans séra Friðriks eiga því ekki möguleika gegn frískum Kópavogspiltum á miðvikudaginn!
Andrés spáir í himintunglin áður en dómurinn fellur!
Leikurinn
Hvetjum Blika til að mæta á leikinn og hvetja okkar menn.
Öll miðasala er í gegnum Stubb appið.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Klippur frá 1:1 jafntefli liðanna á Origo vellinum í fyrra. Blikar voru ósáttir við jöfnunarmak Vals.