Sigurhrina á enda!
14.09.2020
Það var rigningarsuddi í Firðinum þennan sunnudaginn. Blikar gerðu sér ferð yfir lækinn í þeirri von um að ná í 5. sigurinn í röð í deildinni. Þeir grænu þurftu að vera búnir að hreinsa bikarskellinn á móti KR úr kerfinu því vel mannað FH liðið ætlaði sér að hirða öll stigin.
Blikar stilltu kerfinu sínu með Anton Ara Einarsson í markinu og planið var að byrja þetta á fullri ferð miðað við orð þjálfara liðsins fyrir leik. Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic, Davíð Ingvarsson voru í vörninni en Andri var reyndar út um allt á miðjunni eins og honum einum er lagið. Á miðjunni voru Viktor Karl Einarsson, Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson en í sókn voru þeir Kristinn Steindórsson, Thomas Mikkelsen og Brynjólfur Willumsson.
Á fyrstu 15 mínútunum gerðu Blikar sig líklega, bæði Binni og Viktor komumst í álitleg færi sem hefðu alveg mátt detta í markinu. FH-ingar brutu nokkrum sinnum af sér og fyrrum Blikinn Guðmann Þóris fékk t.d gult eftir brot á Viktori sem lét hann heyra það í kjölfarið.
Þegar rúmar 30 mín fengu FH fyrsta alvöru færið sitt þegar að Damir misreiknaði sig, hoppaði upp í skallabolta og missti hann frá sér. Með mann eins og Steven Lennon í liðinu þá refsa FH fyrir þannig mistök. Lennon tók boltann á lofti og setti hann niðri í hornið, staðan 1-0 fyrir FH en FH liðið lítið sýnt fram að þessu.
Fyrirliðinn ætlaði sér ekki að fara inn í hálfleik með FH í forystu og formúlan hafði virkað einu sinni þegar hann þræddi boltann á Viktor Karl sem var óheppinn að skora ekki fyrr í leiknum. Nú var taka tvö, Höskuldur brunaði upp hægri kantinn, Viktor tók hlaup inn á teiginn. Fékk boltann í lappirnar og setti hann fast í nær hornið. Óverjandi fyrir Gunnar í markinu og staðan 1-1, Binni hefði svo mögulega geta gert betur 1 mínútu síðar þegar hann tók 2 FH-inga á og kom sér í ágæta stöðu og skotið hans fór yfir og 1-1 niðurstaðan í hálfleik.
Viktor Karl Einarsson. Mynd: Fótbolti.net - Jóhannes Long
FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og pressuðu Blika hátt upp sem virtust ekki alveg rétt stilltir, Elfar Freyr bjargaði þegar Ólafur Karl var að koma sér í stöðu. Boltinn í stöngina og út, stuttu síðar komst Björn Daníel einn í gegn en Anton Ari varði vel. Leikurinn hraður og fjörugur þessar fyrstu mínútur og FH líklegri en Blikar til að komast yfir.
Á 55. mínútu þá varði Gunnar í marki í FH vel frá dananum Mikkelsen sem smellhitti boltann, Blikar hefðu alveg mátt komast yfir þarna. FH héldu áfram að sækja á Blika og eftir rúmlega klst leik fengu FH aukaspyrnu við vítateigshornið og vildu í kjölfarið af spyrnunni fá víti sem var reyndar furðuleg beiðni. Blikar keyrðu síðan í sókn, Binni tók listavel á móti boltanum sem barst á Alexander Helga og fór skotið hans rétt framhjá stönginni.
Thomas Mikkelsen - Mynd: Fótbolti.net - Jóhannes Long
Eftir rúmlega 70 mínútur gerði Óskar breytingu á liði Breiðabliks þegar að Thomas Mikkelsen fór af vell og inn kom Gílsi Eyjólfsson og í kjölfið gerðu FH líka breytingu þegar að Hjörtur Logi fór af velli fyrir Loga Tómasson.
Þegar korter var eftir spiluðu FH liðið sig vel upp völlinn sem endaði með langri sendingu fram á Lennon sem komst einn í gegn. Eins og hefur komið fram þá þarf ekki að spyrja að leikslokum þegar Lennon kemst í svona færi. Staðan orðin 2-1 fyrir FH og því miður þá spilaðist seinni hálfleikurinn þannig að þetta var nokkuð sanngjarnt. Blikar reyndu svo að gefa FH mark á 80 mínútu þegar Davíð missti boltann til Atla Guðna sem var nýkominn inn, Lennon skaut yfir fyrir opnu marki. Blikar áttu ennþá séns. Á 84 mínútu fengu Blikar aukaspyrnu eftir að besti maður Blika Viktor Karl komst upp hægri kantinn en spyrnan frá Alexander Helga var ekki sérstök.
Mörkin úr leiknum:
Blikar gáfust ekki upp í því að reyna að gefa FH mörk því að Anton Ari ákvað að senda beint á Atla Guðnason sem beið ekki lengi og setti boltann í opið mark hjá Blikum og lokastaðan 3-1. Sigurhrinan í deild á enda og 2 tapleikir í röð hjá Blikum staðreynd, fyrst í Mjólkurbikarnum og svo í Pepsi MAX. Ekki alveg eins og menn voru búnir að sjá þetta fyrir sér.
Næsta verkefni skv. vef KSÍ er KR á heimavelli og Blikar verða einfaldlega að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara!
KIG
Leikjaáfangi hjá snillingnum Kristni Steindórssyni.