BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Stíf lota fram undan hjá 21-árs landsliðinu

23.03.2021 image

Nú fer að hefjast einskonar túrnering hjá U21 landsliði karla fyrir EM 2021. Þó nokkrir uppaldir Breiðabliksmenn eru í hópnum en þrír leikir verða spilaðir dagana 27. -31. mars, allir í Ungverjalandi. Eftir riðlakeppnina verða nú í sumar spiluð 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit.

Allir sýndir í sjónvarpi

Gengi U21 liðsins hefur stundum virkað eins og loftvog á framtíðargengi A-landsliðsins og því fylgjumst við spennt með hvernig strákunum gengur í leikjunum þremur. Þeir eru þessir:

Fimmtudagur 21. mars kl. 17       Rússland- ÍSLAND

Sunnudagur 28. mars kl. 13          ÍSLAND -Danmörk

Miðvikudagur 31. mars kl. 16       ÍSLAND-Rússland

Allir leikirnir verða sýndir beint á RÚV.

Átta „Blikar“ í hópnum

Á dögunum kynnti Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari, 23ja manna hóp til ferðarinnar. Rúmlega þriðjungur hópsins, eða átta gaurar, hefur komið við sögu hjá Breiðabliki. Það er til marks um þann stökkpall sem félagið er fyrir unga fótboltamenn að einungis einn þeirra spilar núna með klúbbnum, hinir sjö eru komnir út í atvinnumennsku. Þeir sem hafa spilað með Breiðabliki eru þessir, í stafrófsröð:

Andri Fannar Baldursson | Bologna

Brynjólfur Andersen Willumsson | Kristiansund BK

Elías Rafn Ólafsson | FC Fredericia

Kolbeinn Þórðarson | Lommel

Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF

Róbert Orri Þorkelsson | Breiðablik

Sveinn Aron Guðjohnsen | OB

Willum Þór Willumsson | BATE

Aðrir í hópnum eru þessir:

Alex Þór Hauksson | Öster

Ari Leifsson | Stromsgodset

Bjarki Steinn Bjarkason | Venezis

Finnur Tómas Pálmason | IFK Norrköping

Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta

Hörður Ingi Gunnarsson | FH

Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping

Ísak Óli Ólafsson | Sönderjyske 

Jón Dagur Þorsteinsson | AGF

Kolbeinn Birgir Finnsson | Dortmund 

Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland

Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF

Valdimar Þór Ingimundarson | Stromsgodset 

Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken

Þórir Jóhann Helgason | FH

Myndaveisla frá æfingu strákanna í Györ í Ungverjalandi í morgunMyndir: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Áfram Ísland

Við óskum strákunum góðs gengis og sendum þeim sterka grænleita strauma í þessa stífu leikjatörn næstu daga.

Eiríkur Hjálmarsson
áhorfandi

image

Hér er áhorfandinn með eiginkonu sinni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og fleiri Íslendingum á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í Hollandi 2017.

Til baka