BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þróttur R. – Breiðablik í Lengjubikarnum um helgina

14.02.2018

Næsti leikur Blika í Lengjubikarnum 2018 er í Egilshöll á sunnudaginn kl. 18:15.

Andstæðingar okkar er Reykjavíkurfélagið Þróttur. Þetta er annar leikur beggja liða í Lengjubikarnum. Þróttur R. tapaði naumlega 2-1 í fyrsta leik gegn KR. Þróttarar komst yfir á 39. mín en KR-ingar jöfnuðu á 81. mín og skoruðu sigurmarkið á 85. mín.

Sigur okkar mann á ÍR-ingum í Fífunni á laugardaginn var hinsvegar mjög öruggur. Blikar skoruðu 7 mörk í leiknum. Nánar um leikinn.

61 ár frá fyrsta mótsleik

Breiðblik fagnaði 68 ára afmæli í vikunni. Félagið okkar var stofnað 12. febrúar 1950 en á þeim degi fyrir 68 árum komu nokkrir ungir eldhugar saman og ákváðu að stofna ungmennafélag. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Breiðablik orðið stærsta og öflugasta íþrótta- og ungmennafélag landsins.

Árið 1957 voru gerðar róttækar breytingar á skipulagi félagsins og stofnuð knattspyrnudeild ásamt nokkrum öðrum deildum. Breiðablik lék fyrsta opinbera mótsleikinn sama ár. Andstæðingurinn var Þróttur R. Leikurinn fór fram föstudaginn 7. júní árið 1957 á gamla Melavellinum í Reykjavík. Þróttarar unnu leikinn 1-0. Nánar um leikinn.

Þetta var skrifað um leikinn í júní 1957: „Í kvöld leikur nýtt utanbæjarlið hér sinn fyrsta leik, Ungmennafélagið Breiðablik í Kópapvogi leikur gegn Þrótti í 2, deildarkeppninni og hefst leikurinn kl. 20,30“ …og…. „Þeir sem léku fyrir Kópavog í fyrsta leik félags í landsmóti i knattspyrnu heita: Gunnlaugur Sigurgeirsson, Ármann J. Lárusson, Ingvi Guðmundsson, Baldur Sigurgeirsson, Hilmar Bjarnason, Þorsteinn Steingrímsson, Grétar Kristjánsson, Friðbjörn Guðmundsson, Magnús Tryggvason, Sigmundur Eiríksson og Árni Kristmundsson.“  Sjá nánari umfjöllun um leikinn og leikmennina. 

Tölfræði

Þegar liðin mætast í Lengubikarnum á laugardaginn verður það 55. sinn sem liðin mætast í mótsleik frá upphafi. Skiptin eru nánast jöfn. Blikar hafa sigrað í 23 viðureignir, Þróttur 21 viðureign og 10 viðureignum hefur lyktað með jafntefli. Smella hér til að fá upplýsingar um alla leiki og tölfræði liðanna frá upphafi.

Og það er gaman að segja frá því að Eysteinn Pétur Lárusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks og núverandi framkvæmdastóri Breiðabliks, er fyrrverandi leikmaður Þróttara. Einnig að Sigurður Hlíðar Rúnarsson, verkefnastjóri hjá knattspyrnudeild Breiðabliks, er fyrrverandi yngri flokka þjálfari hjá Þrótti R.

Leikir liðanna í Deildarbikarkeppni KSÍ (Lengjubikarnum) eru 8. Blikar hafa yfirhöndina með 7 sigra gegn 1 sigri Þróttara.

Leikurinn á sunnudaginn er í Egilshöll og hefst kl. 18:15.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka