BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

50 Marka Klúbburinn

02.05.2017 image

Texti með mynd: Ellefu leikmenn hafa skorað yfir 50 mörk með Breiðabliki. Sjö af þeim áttu heimangengt og tveir leikmenn sendu fulltrúa. Aftari röð f.v.: Vilhjálmur Ásgeirsson, faðir Árna Vilhjálmssonar, Grétar Kristjánsson, Arnar Grétarsson, Sigurður Grétarsson, Kjartan Einarsson,. Fremri röð f.v.: Sigurjón Orri, sonur Ívars Sigurjónssonar, Jón Ingi Ragnarsson, Jón Þórir Jónsson, Guðmundur Þórðarson. Á myndina vantar Ólaf Friðriksson og Þór Hreiðarsson.

Undanfarin ár hefur knattspyrnudeild Breiðabliks og blikar.is heiðrað þá Blika sem hafa náð ákveðnum leikjafjölda fyrir félagið. Fyrir leik Blika og KA á Kópavogsvelli á mánudaginn var hins vegar ákveðið að heiðra þá Blika sem hafa skorað yfir 50 mörk í öllum opinberum keppnum fyrir Breiðablik á ferli sínum. Það var að sjálfsögðu kátt á hjalla þegar þessi snjöllu leikmenn mættu í glerstúkuna og rifjuðu upp nokkur af þessum glæsimörkum. Það eru 11 leikmenn sem hafa náð þessum árangri og 7 af þeim áttu heimangengt á mánudaginn. 

Þeir sem hafa náð þessum árangri eru:

Guðmundur Þórðarson          92 mörk

Jón Þórir Jónsson                   85 mörk

Þór Hreiðarsson                     76 mörk

Sigurður Grétarsson               71 mark

Jón Ingi Ragnarsson               70 mörk

Kjartan Einarsson                   62 mörk

Arnar Grétarsson                    61 mark

Ívar Sigurjónsson                    61 mark

Ólafur Friðriksson                   54 mörk

Árni Vilhjálmsson                   54 mörk

Grétar Kristjánsson                50 mörk 

Heisi Heison var á staðnum og tók viðtöl við nokkra eðal Blika. Sjón er sögu ríkari í boði BlikarTV

image

Ólafur Hrafn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar, Jón Ingi Ragnarsson verðlaunahafi og Pétur Ómar Ágústsson fulltrúi blikar.is

Auðvitað er erfitt að bera markaskorun saman. Sumir leikmannanna voru á fullu þegar mun færri leikir voru spilaðir, bræðurnir Arnar og Sigurður Grétarssyni spiluðu lungan af sínum ferli erlendis og skoruðu mikið af mörkum fyrir sín lið þar, Jón Þórir (Bonni) væri markahæstur ef eingöngu deildamörk þ.e. í efstu og næst-efstu deild væru talin. Árni Vilhjálmsson, sem er yngstur til að ná þessum áfanga, er enn að spila þannig að hann gæti bætt við mörkum fyrir Breiðablik í framtíðinni.  

Svo er gaman að benda á þá skemmtilegu staðreynd að Grétar Kristjánsson og synir hans Arnar og Sigurður skoruðu samtals 181 mark fyrir Blikaliðið á ferli sínum.

-AP

image

Arnar Grétarsson, Grétar Kristjánsson og Sigurður Grétarsson

Til baka