BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

5 Blikar Norðurlandameistarar 2011

17.08.2011

Norðurlandamót U17 landsliða fór fram dagana 2. - 7. ágúst 2011 á norðurlandi. 8 þjóðir tóku þátt, Norðurlandaþjóðirnar 6 ásamt Englandi og auka liði frá Íslandi.

Alls voru 8 Blikar valdir í þessa tvo landsliðshópa (sem er tæplega fjórðungur leikmanna sem valdir voru).

5 Blikar voru valdir í lið 1 en það voru þeir Adam Örn Arnarson, Oliver Sigurjónsson, Páll Olgeir Þorsteinsson, Ósvald Jarl Traustason og Ingiberg Ólafur Jónsson. Í liði 2 voru síðan 3 Blikar, þeir Gunnlaugur Birgisson, Atli Fannar Jónsson og Alexander Helgi Sigurðarson. Bæði liðin stóðu sig frábærlega. Lið 2 spilaði um bronsið en beið lægri hlut gegn Norðmönnum 1-2. Lið 1 gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari eftir 1-0 sigur á Dönum.

Knattspyrnudeildin óskar liðunum til hamingju með glæstan árangur.

Aftari röð f.v.: Adam Örn Arnarson, Páll Olgeir Þorsteinsson, Oliver Sigurjónsson, Ósvald Jarl Traustason, Ingiberg Ólafur Jónsson. Fremri röð f.v.: Alexander Helgi Sigurðarson, Gunnlaugur Birgisson, Atli Fannar Jónsson. Mynd: Geir Guðsteinsson.

Til baka