BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ágúst Eðvald kominn heim!

07.12.2022 image

Ágúst Eðvald Hlynsson er kominn heim til Breiðabliks. Breiðablik og danska félagið Horsens komust að samkomulagi um félagaskiptin og kjölfarið skrifaði Ágúst undir þriggja ára samning við Breiðablik.

Ágúst sem er 22 ára gamall á að baki 104 leiki í meistaraflokki á Íslandi og hefur skorað í þeim 17 mörk. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Blikaliðinu árið 2016 og skoraði þá mark í bikarkeppni KSÍ aðeins rúmlega 15 ára gamall. Hann var þá yngsti leikmaður til að skora fyrir Breiðablik í meistaraflokksleik. 

Árið 2017 fór hann til Norwich í Englandi en hélt síðan til Danmerkur til Bröndby og síðar Horsens. Ágúst Eðvald hefur leikið sem lánsmaður hjá Víking, FH og Val undanfarin sumur en hefur nú gengið frá félagaskiptum í Breiðablik. Hann á að baki 35 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar fagna því mjög að fá þennan öfluga leikmann aftur heim í Kópavoginn.

Grafík: Halldór Halldórsson

Til baka