Ágúst Orri til Malmö
02.03.2022Enn einn ungi Blikinn er nú á leið í atvinnumennsku. Ágúst Orri Þorsteinsson, ungur og efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður, hefur verið seldur til sænska stórliðsins Malmö.
Hann gerir þriggja ára samning við sænska liðið og hleypir strax heimdraganum.
Ágúst lék sinn fyrsta efstu deildar leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks gegn Stjörnunni síðastliðið sumar.
Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur leikið 8 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd.
Við óskum Ágústi til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik í Svíaríki.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Welcome to Malmö FF Agust Orri Thorsteinsson! The 17-year old midfielder from Iceland had his first training with the U19s team today! pic.twitter.com/AuS1ScMKjw
— Malmö FF (@malmoffen) March 2, 2022