BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ágúst skrifar undir 3 ára samning

30.05.2016

Hinn ungi og bráðefnilegi knattspyrnumaður Ágúst Eðvald Hlynsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Ágúst sem er fæddurí mars árið 2000 og er nýorðinn 16 ára gamall skoraði í sínum fyrsta opinbera leik fyrir meistaraflokk. Það var í bikarleik gegn Kríunni fyrr í vikunni og þar með varð Ágúst yngsti leikmaður í sögu Breiðabliks að skora fyrir meistaraflokk karla.

Ágúst hefur átt fast sæti í unglingalandsliði Íslands U-17 ára undanfarið ár og spilað 6 leiki með liðinu.

Ágúst hefur tvisvar verið á bekknum hjá meistaraflokki í Pepsí-deildinni í sumar.

Það verður því spennandi að sjá hvort hann verður í hópnum í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka