Alex Freyr Elísson gengur til liðs við Breiðablik
31.10.2022Breiðablik og Fram hafa gert með sér samkomulag um að Alex Freyr verði leikmaður Breiðabliks.
Alex Freyr hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik.
Alex Freyr er uppalinn hjá Fram og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil þar. Alex Feyr var einn besti hægri bakvörður deildarinnar á liðnu keppnistímabili og hefur vakið athygli fyrir góðan varnarleik og öflugan sóknarleik.
Hann á að baki 153 leiki fyrir meistaraflokk Fram og skorað í þeim 18 mörk.
Ólafur Helgi Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik segir: „Það er mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að Alex muni verða leikmaður Breiðabliks næstu 3 árin að minnsta kosti. Ég er búinn að fylgjast vel með Alex og hans framförum í Fram og tel að hann muni falla vel inn í þá hugmyndafræði og leikstíl sem við höfum í Breiðabliki. Alex er sterkur varnarmaður, með mikla hlaupagetu og góðan hraða, einnig er hann óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum.“
Alex hefur leikið með Fram allan sinn meistaraflokksferil og segist vera spenntur að takast á við nýja áskorun í Kópavogi.
Við bjóðum Alex Frey hjartanlega velkominn í Kópavoginn.