BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Allir á Varðar Stjörnuleikinn á fimmtudag kl.18.00

27.08.2013

Blikar og Stjarnan mætast í spennandi slag um toppsæti í Pepsídeildinni á fimmtudaginn kl.18.00. 

Vörður tryggingar og Blikaklúbburinn ætla sjá til þess að það verði stemmning á leiknum.

Frá kl.17.00 verður boðið upp á grillaðar pylsur og gos í boði Varðar fyrir framan Fífuna.

Ólafur þjálfari mætir kl.17.30 og spjallar við Blika.

Músík og fjör.

Á grasflötinni við hliðina  á stúkunni(kastsvæðinu)  verða Weetos og Blikaklúbburinn með vítakeppni fyrir alla frá  kl.17.00.

Fín verðlaun í boði og við hvetjum alla til að fjölmenna.

Áfram Breiðablik!

Til baka