- Á mynd f.v.: Alfons Sampsted, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Hallbera Gísladóttir. Mynd: BlikarTV
- Á lokahófinu var Andri Rafn Yeoman valinn besti leikmaður og leikmaður leikmannanna hjá mfl karla. Á mynd tekur Andri við háttvísiverðlaunum Borgunar fyrir keppnistímabilið 2016 en verðlaunin eru veitt leikmanni sem hefur sýnt af sér heiðarlega framkomu á velli. að er Háttvísinefnd KSÍ sem stendur að valinu.
Andri Rafn og Hallbera best
15.11.2016Andri Rafn Yeoman og Hallbera Gísladóttir voru útnefnd bestu leikmenn meistaraflokka Breiðabliks á síðasta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var í veislusalnum í Smáranum á laugardaginn þ.e. 12. nóvember. Við sama tilefni var upplýst að Alfons Sampsted og Ingibjörg Sigurðardóttir hefðu verið valin efnilegustu leikmenn meistaraflokkanna fyrir árið 2016. Það voru þjálfarar meistaraflokkanna þeir Arnar Grétarsson og Þorsteinn Halldórsson sem afhentu verðlaunin. Svo má ekki gleyma því að Andri Rafn og Sonný Lára Þráinsdóttir voru valin leikmenn leikmannanna. Þessar útnefningar koma ekki á óvart enda voru þessir leikmenn fremstir meðal jafningja í sumar.
Yfirleitt hefur lokahófið verið haldið fljótlega eftir að keppnistímabilinu lyki en vegna Evrópukeppni og landsliðsverkefna kvenna þá var þetta haldið óvenju seint að þessu sinni. En það breytti því ekki að góð stemmning var á kvöldinu og fín mæting. Greinilegt að það er kominn fiðringur í fólk að byrja að sparka aftur í bolta enda hafa báðir flokkarnir hafið æfingar á nýjan leik.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!