BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Anton Logi kominn heim!

07.02.2025 image

Anton Logi Lúðvíksson að skora gegn Fylki á Kópavogsvelli 7.júlí 2023.

Frétt frá höfuðstöðvum í Smáranum.

Anton Logi Lúðvíksson er mættur aftur heim til í Kópavoginn eftir dvöl hjá Haugesund í Noregi og hefur leikmaðuinn skrifað undir fjögurra ára samning við Breiðablik.

Anton Logi varð Íslandsmeistari með Blikum árið 2022 og þá var hann gríðarlega mikilvægur hluti af Blikaliðinu sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar árið 2023, fyrst íslenskra liða.

Anton Logi er 21. árs uppalinn Bliki og hefur spilað 70 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað 6 mörk - þar af 17 Evrópuleiki

Vertu velkominn heim, Anton Logi!

Ferill

Fyrsti meistarflokksleikur Antons Loga var í FótboltaNet mótinu 2020.

Fyrsta þátttaka Antons Loga í efstu deild var í leik með Breiðabliki gegn Fylki haustið 2020 – þá aðeins 17 ára gamall. 

Árið 2021 spilar Anton Logi 14 leiki og skorar 1 mark sem lánsmaður hjá Aftureldinu.

Á 19 ára afmælisdaginn, 13. mars 2022, skrifaði Anton Logi undir 3 ár samaning við Breiðablik. 

Fyrir rúmu ári síðan var Anton Logi valinn í A landslið karla fyrir VL leiki gegn Hondúras og Gvatemala. Hann á einnig 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.

/PÓÁ

@breidablikfc

VERTU VELKOMINN ????????✍????

♬ original sound - Breidablik FC

Til baka