Árni og Guðmundur framlengja við Blika
29.03.2012Unglingalandsliðsmaðurinn Árni Vilhjálmsson og landsliðsmaðurinn Guðmundur Kristjánsson hafa báðir framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Breiðabliks. Eins og menn vita þá hefur Guðmundur verið lánaður til norska 1. deildarliðsins Start. En þegar gengið var frá lánssamningnum til Noregs þá skrifaði Guðmundur undir nýjan samning við okkur Blika til ársins 2013. Þetta sýnir hvaða hug Guðmundur ber til félagsins og er það fagnarefni að slíkir félagsmenn sýna þakklæti sitt í verki.
Árni Vilhjálmsson, sem er fæddur árið 1994, er einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Blika. Þrátt fyrir að hafa verið á fyrsta ári í 2. flokki í fyrra spilaði hann 10 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði 2 mörk. Hann er mikill markaskorari og hefur spilað 10 leiki með U-17 - og fimm U-19 ára landsliðinu. Árni skrifaði undir þriggja ára samning við okkur Blika. Það verður gaman að sjá hvernig Árna gengur í baráttunni í sumar. Hann hefur átt við meiðsli að stríða í vetur en er nú kominn á fulla ferð.
Áfram Breiðablik !