Arnór Sveinn framlengir!
07.02.2024Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Arnór Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt ár.
Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall er Arnór í hörkuformi og er mikilvægur hlekkur í meistaraflokkshópi Breiðabliks.
Fyrsti mótsleikur Arnórs í meistaraflokki var bikarleikur gegn Njarðvík í júní 2003 - þá 17 ára gamall. Fyrsti deildaleikur Arnórs var gegn Fjölni á Kópavogsvelli í lok ágúst 2004.
Árið 2005 tekur Nóri þátt í 14 deildaleikjum, en árið 2005 var einmitt árið sem Blikaliðið vann sig upp um deild og hefur ekki litið til baka síðan.
Arnór Sveinn er eini núverandi leikmaður Breiðabliks sem hefur spilað með Blikaliðinu í næst efstu deild.
Arnór var einn af lykilmönnum í Bikarmeistaraliðinu 2009 og Íslandsmeistaraliðinu árið 2010. Hann hélt í atvinnumennsku til Noregs og lék þar með Hönefoss í Noregi í tvö ár frá 2011 til 2013. Í Noregi spilaði hann 55 leiki með Hönefoss og skoraði 1 mark.
Síðan kom hann til baka og spilaði með Blikum í nokkur ár áður en hann söðlaði um og fór til KR en þar átti hann 6 farsæl ár. Spilaði 142 leiki og skoraði 3 mörk með Vesturbæjarliðinu.
Arnór kemur með reynslu og þroska sem mun örugglega nýtast vel i sumar.
Hann hefur leikið 273 leiki með Blikum og skorað í þeim 19 mörk.
Arnór á að baki 12 A landsliðsleiki og 9 leiki með U21.
Arnór er fjölhæfur varnarmaður og getur spilað bæði sem bakvörður og sem miðvörður.
Til hamingju með samninginn Arnór Sveinn.
PÓÁ/AP
Arnór Sveinn Aðalsteinsson skrifaði í dag undir samning við Breiðablik út árið 2024.????
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 8, 2024
Einn reynslumesti leikmaður liðsins með 273 leiki og 19 mörk. Íslandsmeistari, Bikarmeistari og var kosinn leikmaður leikmanna 2023????
Verður mikilvægur í þeirri baráttu sem fram undan er???? pic.twitter.com/yLtEAqWYEv