BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Kári og Skúli kallaðir til baka úr láni

11.06.2018

Varnarmennirnir ungu og efnilegu, Aron Kári Aðalsteinsson og Skúli E. Kristjánsson Sigurz, hafa verið kallaðir til baka úr láni úr Inkasso-deildinni. Aron Kári spilaði með ÍR og Skúli með Leikni. 

Ástæðan eru meiðsli Elfars Freys Helgasonar sem hann varð fyrir Í leiknum gegn Grindavík á laugardaginn. Liðband í öxl er skaddað og er óttast að Elfar Frey verði frá í allt að sex vikur.

Aron Kári var lánaður til Breiðholtsliðsins í vor og fór strax í byrjunarlið ÍR-inga. Hann er er 19 ára gamall og á að baki 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Skúli er 20 ára og á að baki 21 leik með meistaraflokki og hefur skorað tvö mörk í þeim leikjum. Skúli hefur átt við meiðsli að stríða en er nú allur að koma til. Blikar fagna endurkomu þessara drengja og óska þeim velfarnaðar í græna búningnum á nýjan leik.

Næsti leikur Blikaliðsins er gegn Fylki á miðvikudaginn kl.19.15 á Kópavogsvelli.

Eftir það verður gert hlé á Pepsí-deild karla þar til í byrjum júli. Þá höldum við norður yfir heiðar og mætum KA-mönnum á Akureyrarvelli sunnudaginn 1. júlí kl.16.00.

Til baka