BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron og Dagur sáu um Grindavík!

17.02.2024 image

Blikar unnu góðan 4:0 sigur á Grindvíkingum í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag. Aron Bjarnason og Dagur Örn Fjeldsted voru í miklum ham í sókninni hjá Blikum og settu báðir tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum. Blikaliðið átti flottan leik og var sigurinn síst of stór.

Blikar tefldu fram elstu og reyndustu varnarlínu landsins þegar Damír, Viktor Örn, Höskuldur og Kiddi Jónsson byrjðu leikinn. Á sama tíma var sóknarlínan ung og fersk með þá Dag Örn, Eyþór Aron og Tuma Fannar í hörkuformi.  Þetta var góð blanda sem skilaði þessum góða sigri.

Gaman er að sjá hve Aron Bjarna kemur ferskur inn í Blikaliðið á nýjan leik. Einnig hefur Degi Erni farið mikið fram síðan í fyrra. Annað markið hans í dag var sannkallað augnakonfekt! Einnig átti Tumi Fannar fínan leik og gæti hann komið skemmtilega á óvart í sumar. Næsti leikur Blikaliðsins er gegn Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesinu á föstudaginn kl.19.00. Vonandi sýna strákarnir sama kraft og ákveðni og í þessu leik. Þá verður gaman úti á Gróttu á föstudaginn!

-AP

Til baka