Galdur seldur til FCK
28.02.2022Framherjinn ungi og efnilegi Galdur Guðmundsson hefur verið seldur til danska stórliðsins FC Köbenhavn.
Galdur sem fæddur er 14. apríl 2006 er því ennþá 15 ára gamall. Þrátt fyrir þennan unga aldur hefur Galdur spilað fimm leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og skorað 1 mark. Hann kom fyrst við sögu í Pepsí-deildinni síðasta sumar þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Fylki.
Þá varð hann yngsti leikmaður sem hefur spilað fyrir meistaraflokk Breiðabliks í keppni á vegum KSÍ >>> Ásgeir Galdur setti met í gær
Í vetur hefur hann æft með meistaraflokknum og spilaði meðal annars nokkra leiki á Atlantic Cup mótinu í Portúgal. Mörg erlend lið hafa haft augastað á Blikanum unga og hefur hann meðal annars æft með dönsku meisturunum í MydtJylland og svo FCK. En nú er ljóst að leiðin liggur til Kaupmannahafnar.
Galdur mun verða með okkur Blikum fram til 1. júlí en þá heldur hann yfir hafið á vit nýrra ævintýra.
Til hamingju Galdur og gangi þér vel í Danaveldi!