Bandarískur framherji til Blika
09.03.2022New York Red Bulls og Breiðablik hafa náð samkomulagi um að framherjinn Omar Sowe komi á láni til Breiðabliks á komandi keppnistímabili.
Omar sem er 21 árs er snöggur og áræðinn framherji af gambískum ættum.
Hann hefur verið leikmaður New York liðsins í þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik í MLS deildinni í september 2021.
Hann er jafnframt markahæsti leikmaður Red Bulls II árin 2021 og 2022.
Omar kom til landsins í morgun og verður gaman að sjá hvernig þessi bandaríski leikmaður fellur inn í Blikahópinn.
Omar Sowe - highlights 2021: