Benedikt til Vestra
30.01.2023
Miðjumaðurinn snjalli Benedikt Warén hefur fengið félagaskipti yfir til Vestra á Ísafirði. Benedikt er ekki alveg ókunnugur á þeim slóðum en hann lék þar sem lánsmaður frá okkur Blikum sumarið 2021.
Benedikt á að baki 34 leiki með Breiðablik og skoraði í þeim fimm mörk. Hann lék sem lánsmaður hjá Skagamönnum í Bestu deildinni í fyrra þar sem hann spilaði 21 leik og skoraði í þeim tvö mörk. Hann á að baki einn leik um U-17 ára landsliði Íslands.
Við þökkum Benedikt fyrir öll árin í grænu treyjunni og óskum honum velfarnaðar á Vestfjarðakjálkanum í sumar í Lengjudeildinni!