Besta deildin 2023: Breiðablik – ÍBV
20.07.2023Breiðablik - ÍBV
Það er mjög stutt á milli leikja hjá meistarflokki karla. Leikur í Meistaradeildinni á þriðjudaginn var (Shamrock Rovers). Leikur við ÍBV á morgun, föstudag kl. 18:00. Og aftur leikur í Meistaradeildinni á þriðjudag (F.C. Copenhagen).
Flautað verður til leiks gegn ÍBV á morgun, föstudag kl. 18:00!
Miðasala á leikinn er á Stubbur. Stubbur
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Staðan í Bestu deild karla fyrir leikinn gegn ÍBV:
Sagan & Tölfræði
Leikur ÍBV og Breiðabliks á laugardaginn verður 103. mótsleikur liðanna frá fyrsta mótsleik árið 1960. Eyjamenn leiða með 44 sigra gegn 38 og jafnteflin er 20. Nánar!
Þessu til viðbótar eru margir óskráðir leikir liðanna í svonefndri Bæjarkeppni - keppni sem var leikin heima og heiman vor og haust í kjölfar eldgossins í Eyjum 1973 - en mikill vinskapur er á milli Kópavogs og Vestmannaeyja. Fyrsti leikur liðanna var æfingaleikur í Vestmannaeyjum sumarið 1958 þegar Breiðabliksliðið var að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum - knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð 1957.
Efsta deild
Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 63. Blikar leiða með 25 sigra gegn 22 og jafnteflin eru 16. Nánar!
Síðustu 5 heimsóknir ÍBV í efstu deild á Kópavogsvöll:
Leikmannahópurinn
Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.
Stuðningsmaðurinn
Spábliki umferðarinnar er fæddur í Reykjavík 20. nóvember árið 1978 en ólst upp í höfuðstað Norðurlands eða nánar tiltekið á Blönduósi. Hann æfði knattspyrnu á uppvaxtarárunum með Hvöt Blönduósi, því næst Tindastól og lauk ferlinum með Þrótti Reykjavík en þar lék spáblikinn vel yfir 200 leiki fyrir Þrótt. SpáBlikinn mætti oft Blikaliðinu á sínum ferli en því miður var það iðulega í næst efstu deild.
Í dag er SpáBlikinn hins vegar grjótharður Bliki og er fjölskyldan orðin græn í gegn fyrir margt löngu síðan. Drengirnir þrír æfa allir hjá Breiðabliki (sá elsti reyndar kominn í Augnablik). Spáblikinn fagnar 10 ára starfsafmæli hjá félaginu í ágúst á þessu ári og hefur þetta verið geggjaður tími frá því að fyrsta atvinnuviðtalið var tekið í Hyrnunni í Borgarnesi árið 2013. Helstu afrek Spáblikans í græna búningnum er Íslandsmeistaratitillinn 2022 í 40+ (Young boys). Þegar Spáblikinn er ekki í vinnunni þá er hann sennilega að fylgja drengjunum sínum í keppni eða meistaraflokkum félagsins á leikjum.
Eysteinn Pétur Lárusson - Hvernig fer leikurinn?
Ég er ekki góður spámaður en ég hef góða tilfinningu á að ég giski á rétt úrslit í þessum leik. Við munum setja eitt mark mjög snemma og þar verður að verki Klæmint, síðan mun þjálfarateymið stilla á “Cruise Control” og munum við stjórna ferðinni. Við setjum síðan annað mark um miðbik seinni hálfleiks en þar verður að verki Anton Logi Lúðvíksson. Síðan mun leikurinn fjara hægt og rólega út og okkar menn munu ekki eyða óþarfa orku í því álagi sem er á mönnum þessa dagana.
Leikurinn endar því 2-0 fyrir okkur Blika.
Áfram Breiðablik!
SpáBlik leiksins Eysteinn Pétur Lárusson
Dagskrá
Græna stofan opin, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni.
Miðasala á Stubbur app: Stubbur
Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á föstudag kl.18:00!
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
Svipmyndir frá heimsókn ÍBV á Kópavogsvöll í fyrra: