BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024: Breiðablik - Fylkir

04.08.2024 image

Það er komið að leik í 17. umferð Bestu deildar kala. Blikaliðið fær lið Fylkismanna í heimsókn á Kópavogsvöll.

Flautað verður til leiks á þriðjudaginn kl.19:15!

Miðasala á leikinn er á Stubb.

Leikurinn verður sýndur á BD2 rás Stöðvar 2 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Staðan í Bestu deild karla fyrir 17. umferð. Blikar í 2. sæti með 30 stig og eiga leikinn við Val úr 16. umferð til góða:

Fylkir - Breiðablik

Leikurinn á sunnudag verður 67. mótsleikur liðanna frá upphafi. Blikar leiða í öllum mótsleikjum með 36 sigra gegn 16 - jafnteflin er 13.

Efsta deild

Leikir í efstu deild eru 39. Blikar leið þar líka með 21 sigur gegn 10 - jafnteflin eru 8. Blikar hafa skorað 71 mörk gegn 51 mörkum Fylkis.

19 sinnum í efstu deild hefur Árbæjarliðið heimsótt Kópavogsvöll. Sigar okkar manna eru 9 gegn 6 - jafnteflin eru 4. 

Síðustu 5 viðureignir liðanna á Kópavogsvelli:

Leikmannahópurinn

Arnar Númi Gíslason, sem kom til Breiðabliks frá Haukum fyrir keppnistímabilið 2021, söðlaði um í vetur og leikur nú með Fylkisliðinu. 

Arnór Gauti Jónsson kemur til Breiðabliks úr Árbænum. Þar var hann var fastamaður í liði Fylkis með 89 leiki Pepsi Max deildinni 2020 og 2021, í Lengjudeildinni 2022 og Bestu deildinni 2023. Í janúar skrifaði Arnór Gauti undir samning við Breiðablik. Arnór er uppalinn hjá Aftureldingu en skipti yfir í Fylki um mitt sumar 2020.

Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR) - Jason Daði Svanþórsson (Grimsby FC)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins er aldraður Bliki, sem gengur og gruflar. Giskar á hvernig fer og erfitt það er og eitthvað fleira sem truflar.

Kormákur Bragason - Hvernig fer leikurinn?

Bliki í öll ár. Þori ekki lengur á völlinn. Þá töpum við.

Held við vinnum Fylki 4 -1. Skal halda mig fjarri.

Dagskrá

Miðasala á leikinn er á Stubb.

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á þriðjudag kl.19:15!

Leikurinn verður sýndur á BD2 rás Stöðvar 2 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörkin frá sigri okkar manna á Würth vellinum í fyrri leik liðanna í sumar:

Til baka