Blikar Íslandsmeistarar 2022 í Bestu deild karla
11.10.2022Mynd: MBL/Árni Sæberg
Breiðablik tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla þegar Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Víkinga að velli 2:1 í Garðabænum.
Þar með var ljóst að ekkert lið gæti náð Blikum að stigum þrátt fyrir að þrjár umferðir séu eftir af úrslitakeppninni. Blikaliðið er komið með 11 stiga forskot þannig að sigurinn er svo sannarlega verðskuldaður.
Strákarnir okkar hafa skorað hvorki fleiri né færri en 60 mörk og aðeins fengið á sig 24. Það var því fagnað vel og innilega í stúkunni á Kópavogsvelli í gærkvöldi!
Breiðabliksdrengirnir eru hins vegar ekki hættir. Enn eru þrír hörkuleikir eftir, gegn KR, Val og Víkingi, og ætla stákarnir sé að vinna þá alla. Næsta verkefni er slagur á Kópavogsvelli á laugardaginn kl.19.15.
Stefnt er að því fylla völlinn þannig að Blikar nær og fjær geti fagnað þessum glæsilega Íslandsmeistaratitli!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Fallega stundin þegar Íslandsmeistaratitilinn lenti á Kópavogsvelli ???????? pic.twitter.com/9SR7jjsT3r
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) October 10, 2022