BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar og Fylkismenn mætast í dag sunnudag kl.18.00 á Kópavogsvellinum

31.08.2014

Tölfræðin er okkur i hag því Blikaliðinu hefur gengið ágætlega með þá appelsínugulu undanfarin ár. Blikar hafa sigrað í 8 leikjum, þeir appelsínugulu hafa sigrað 4 sinnum og jafnteflin eru 4i. En tölfræðin segir samt í raun ekkert þegar út á völlinn kemur. Fylkisdrengirnir hafa verið að spila vel að undanförnu og hafa unnið góða sigra í síðari umferðinni. Það sama má í raun segja um okkur Blika því við unnum got stig á útivelli gegn Stjörnunni í síðasta leik. En jafnteflisstigin sitja í okkur. Við verðum því að sigra til að losa okkur frá neðri hlutanum. Fylkir er hins vegar ekki langt fyrir ofan okkur og mun gefa allt sitt í leikinn. Það má því búast við hörkuleik í dag.

Stuðningsmenn Blika hafa verið duglegir að mæta á leiki að undanförnu og hefur það gefið okkur byr í seglin. Við stefnum að sjálfsögðu að mæta vel í kvöld og hvetja þá grænklæddu til sigurs!

Fylkir spilaði 6 fyrstu leikina á leiktíðinni á útivelli. Fyrsti heimaleikur Fylkis var 1-1 jafnteflið við okkur Blika í 7. umferð 11. júní. En nú snýst þetta við hjá Fylkismönnum því þeir eru búnir að spila heila 7 heimaleiki í röð. Síðasti útivallarleikur Fylkismanna var í gegn Fjölni 10. umferð 2. júlí.  Aftur gerist það því við Blikar mætum þeim afar sérstökum tímapunkti; fyrr í sumar mættum við þeim eftir 6 leikja útileikjahrynu og nú mætum við þeim eftir 7 leikja heimaleikjahrynu hjá þeim. Hvað gerist í kvöld? Við erum á heimavelli  - ekki Fylkir!

Sigur gæti hugsanlega fleytt okkur upp í 5. sæti deildarinnar.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka