BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar spila fyrsta heimaleikinn í Árbænum

07.05.2019

Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá náum við því miður ekki að spila fyrsta heimaleik meistaraflokks karla í ár á Kópavogsvelli.

Þess í stað verður leikurinn færður á Fylkisvöll og verður spilaður á föstudagskvöld kl.20.00!

Blikum hefur gengið vel á Fylkisvelli undanfarin ár og vonandi verður engin breyting þar á föstudaginn.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að Blikaklúbbskírteinin frá því í fyrra gilda áfram! Þau eru rafræn og virkjar deildin þau áfram þ.e. ef menn eru skuldlausir!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Svona er staðan á Kópavogsvelli í dag. Fyrsti leikur á vellinum fer fram 19. maí þegar við fá Skagamenn í heimsókn í Kópavoginn.  

Til baka