- Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kári Ársælsson. Mynd: HVH
- Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri, Sandra Sif Magnúsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Fjolla Shala, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Borghildur Sigurðardóttir formmaður. Mynd: HVH
- Andri Rafn Yeoman. Mynd: HVH
Blikar verðlauna leikmenn
05.01.2017
Á hinu árlega jóla- og nýársboði meistaraflokka Breiðabliks fengu nokkrir leikmenn afhentar viðurkenningar fyrir áfanga á ferli sínum.
Nokkrir leikmenn meistaraflokks kvenna fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir að hafa náð 100 leikja áfanga með meistaraflokki. Svo voru Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kári Ársælsson heiðraðir sérstaklega fyrir framlag sitt til félagsins. Þar að auki bíður Andra Rafns Yoamans silfurplatti fyrir að hafa náði þeim áfanga að leika 200 leik fyrir Breiðablik.
Eftirtaldir leikmenn meistaraflokks kvenna fengu viðurkenningarskjal fyrir að ná 100 leikja áfanga með Breiðabliki.
1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
2. Rakel Hönnudóttir
3. Guðrún Arnardóttir
4. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
5. Fjolla Shala
6. Sandra Sif Magnúsdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir
Í máli Borghildar Sigurðardóttur formanns knattspyrnudeildar kom fram að deildin hefði ákveðið að heiðra Kára og Arnór Svein sérstaklega. Í máli hennar kom fram að Kári fengi löngu tímabæra viðurkenningu vegna framgöngu sinnar á knattspyrnuvellinum með Breiðabliki. Kári á að baki 166 leiki og 13 skoruð mörk með Breiðabliki í öllum keppnum auka leikja með yngri landsliðum Íslands. Hann var fyrirliði Blikaliðsins sem varð Bikarmeistarari árið 2009 og Íslandsmeistari árið 2010. Kári byrjaði meistarflokksferilinn með Blikum árið 2002 og lék með félaginu í samtals 10 ár. Hann tók þátt í öllum 18 leikjum liðsins í 1. deild árið 2005 þegar Blikar tryggðu sér sæti í efstu deild. Smella hér fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnuferil Kára Ársælssonar
Eysteinn framkvæmdastjóri afhenti síðan Arnóri kveðju frá deildinni. Í máli hans kom fram að Arnór, sem kveður okkur að sinni, á að baki 252 leiki og 18 skoruð mörk með Breiðabliki auk leikja með A- og 21 árs landsliðum Íslands. Arnór lék fyrst með meistaraflokki árið 2003, þá 17 ára gamall. Hann tók þátt í 14 leikjum í 1. deildinni þegar Blikar unnu sig upp í efstu deild árið 2005 og varð fastamaður í liðinu árið 2007. Arnór varð Bikarmeistari með Blikaliðinu 2009 og Íslandsmeistari árið eftir. Um mitt sumar 2011 var Arnór lánaður til Hönefoss í Noregi sem hann gerði síðan samning við í framhaldinu. En Nóri skilaði sér heim í Kópavoginn og gerði 3 ára samning við deildina í janúar 2014. En nú hefur Arnór söðlað um og ætlar að spila með röndótta liðinu í vesturbæ Reykjavíkur. Við óskum honum góðs gengis – nema gegn okkur. Smella hér fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnuferil Arnórs Sveins Aðalsteinssonar
Afhenda átti Andra Rafni Yeoman silfurplatta fyrir að leika sinn 200 leik fyrir félagið á þessari skemmtun. En leikmaðurinn er staddur erlendis og gat því ekki tekið á móti viðurkenningunni að þessu sinni. Þessum áfanga náði Andri Rafn snemma á árinu 2016 þannig að nú er hann kominn upp í 240 leiki og klifrar hægt og bítandi upp töfluna yfir leikjahæstu menn Blika frá upphafi. Smella hér fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnuferil Andra Rafns Yeoman.