Breiðablik lánar Tómas Orra til Grindavíkur
28.02.2023
Mynd: Hulda Margrét
Breiðablik og Grindavík hafa komist að samkomulagi um að miðjumaðurinn efnilegi Tómas Orri Róbertsson muni leika með Grindvíkingum í Lengjudeildinni á komandi tímabili.
Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki segir tilganginn með láninu vera að veita Tómasi Orra ögrandi verkefni í baráttunni með Grindavík í Lengjudeildinni.
"Tómas er mjög efnilegur miðjumaður og hefur hann æft með meistaraflokknum s.l ár og farið stöðugt vaxandi. Töldum við rétt að koma Tómasi á vettvang þar sem hann fær möguleika á að spila og þroskast með það að markmiði að koma til baka enn samkeppnishæfari um stöðu í Breiðabliks liðinu" segir Ólafur.
Vel gert Tómas - gangi þér vel!