BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik Open 2024 Úrslit

27.08.2024 image

Breiðablik Open 2024 Úrslit

19. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 23. ágúst s.l.

Tæplega 90 keppendur tóku þátt og var skv. venju ræst út samtímis á öllum teigum.
Veður var hið besta þegar blásið var til leiks. Hóflega þeytt rjómablíða af norðri, hiti um 9°C, skýjað en úrkomulaust. Keppendur skemmtu sér hið besta úti á vellinum og luku leik á mettíma.
Að keppni lokinni var sest að snæðingi og hinar margrómuðu og ljúffengu flatbökur staðarins hesthúsaðar á meðan verðlaun í öllum regnbogans litum, og glæsileg að vanda, voru afhent þeim sem til þeirra höfðu unnið.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir
2.sæti    Edda Valsdóttir
3.sæti    Jónína A. Sanders

F.v. Jónína Sanders - Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir - Edda Valsdóttir

Punktakeppni karla:

1.sæti    Helgi Svanberg Ingason
2.sæti    Júlíus Geir Hafsteinsson
3.sæti    Ómar Steinar Rafnsson

F.v. Ómar Steinar Rafnsson - Helgi Svanberg Ingason - Júlíus Geir Hafsteinsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Elín Jóhannesdóttir
2.sæti    Ingibjörg Hinriksdóttir
3.sæti    Hólmfríður Hilmarsdóttir

F.v. Hólmfríður Hilmarsdóttir - Elín Jóhannesdóttir - Ingibjörg Hinriksdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti    Bergur Dan Gunnarsson
2.sæti    Pétur Krogh Ólafsson
3.sæti    Haraldur Fannar Pétursson

F.v. Haraldur Fannar Pétursson - Bergur Dan Gunnarsson - Ragnar Heimir Gunnarsson tók við verðlaunum Péturs Krogh Ólafssonar.

Lengstu teighögg á 18. braut:

Hólmfríður Hilmarsdóttir
Ásgeir H. Guðmundsson

Hólmfríður Hilmarsdóttir - Ásgeir H. Guðmundsson

Nándarverðlaun á par 3 holum:

 2.  Ingibjörg Hinriksdóttir 1,29 m
 5.  Elín Jóhannesdóttir 6,38 m
 9.  Kristján Jónatansson 3,03 m
11. Björn Óli aka Axlar Björn 10.64 m
14. Örn Árnason 1,46 m

F.v. Elín Jóhannesdóttir - Ingibjörg Hinriksdóttir - Kristján Jónatansson - Björn Óli Guðmundsson - Örn Árnason

Að lokum var lukkuhjólinu snúið og 10 heppnum þátttakendum dýft í lukkupottinn.

Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir ánægjulegan dag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur.

Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim færðar bestu þakkir.

Áfram Breiðablik !

Myndaveislu frá mótinu má nálgast hér

image

Til baka