Breiðablik Open 2025 Úrslit
14.09.2025
20. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 22. ágúst s.l.
Tæplega 90 keppendur tóku þátt og var skv. venju ræst út samtímis á öllum teigum.
Ef til er eitthvað sem heitir guðdómlegt golfveður, þá var það þarna og þá. Hægviðri, léttskýjað og hiti um 13°C, þegar keppendur hófu leik en eftir því sem á leið jókst lofthiti og klauf 16 gráður áður en yfir lauk í glampandi sólskini.
Að keppni lokinni var svo málsverður og verðlaunaafhending golfskálanum að Efra Seli.
Úrslit voru sem hér segir.
Punktakeppni kvenna:
1.sæti Stefanía Guðmundsdóttir
2.sæti Bryndís Hinriksdóttir
3.sæti Edda Valsdóttir
Punktakeppni karla:
1.sæti Gunnar Heimir Ragnarsson
2.sæti Þorsteinn Geirsson
3.sæti Ellert Jónsson
Höggleikur kvenna:
1.sæti Ingibjörg Hinriksdóttir
2.sæti Elín Jóhannesdóttir
3.sæti Kristín Jónsdóttir
Höggleikur karla:
1.sæti Bergur Dan Gunnarsson
2.sæti Helgi Svanberg Ingason
3.sæti Magnús Páll Gunnarsson
Lengstu teighögg á 18. braut:
Elín Jóhannesdóttir
Guðjón Berg Jónsson
Nándarverðlaun á par 3 holum:
2. Ásgeir Baldurs 1,86 m
5. Sigmar Ingi Sigurðarsson 12,48 m
9. Kristján Jónatansson 4,04 m
11. Þorsteinn Geirsson 1,79 m
14. Helgi Ingason 2.47 m
16. Hlíf Erlingsdóttir 2.58 m
Lukkuhjólinu var líka snúið og nokkrir heppnir keppendur kræktu þar í vænan glaðning.
Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir frábæran dag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur og aðstoð við framkvæmd mótsins. Á næsta ári verður haldið 20 ára afmælismót Breiðablik Open og er stefnt á að halda mótið seinni hluta júní mánaðar. Nánari um það mót síðar.
Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim færðar bestu þakkir.
Áfram Breiðablik !
Myndir frá mótinu má sjá hér:









































