BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik Open 2025 Úrslit

14.09.2025 image

20. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 22. ágúst s.l.
Tæplega 90 keppendur tóku þátt og var skv. venju ræst út samtímis á öllum teigum.
Ef til er eitthvað sem heitir guðdómlegt golfveður, þá var það þarna og þá. Hægviðri, léttskýjað og hiti um 13°C, þegar keppendur hófu leik en eftir því sem á leið jókst lofthiti og klauf 16 gráður áður en yfir lauk í glampandi sólskini.
Að keppni lokinni var svo málsverður og verðlaunaafhending golfskálanum að Efra Seli.

Úrslit voru sem hér segir.

Punktakeppni kvenna:

1.sæti   Stefanía Guðmundsdóttir
2.sæti    Bryndís Hinriksdóttir
3.sæti    Edda Valsdóttir

Punktakeppni karla:

1.sæti    Gunnar Heimir Ragnarsson
2.sæti    Þorsteinn Geirsson
3.sæti    Ellert Jónsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Ingibjörg Hinriksdóttir
2.sæti    Elín Jóhannesdóttir
3.sæti    Kristín Jónsdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti    Bergur Dan Gunnarsson
2.sæti    Helgi Svanberg Ingason
3.sæti    Magnús Páll Gunnarsson

Lengstu teighögg á 18. braut:

Elín Jóhannesdóttir
Guðjón Berg Jónsson

Nándarverðlaun á par 3 holum:

 2.  Ásgeir Baldurs 1,86 m
 5.  Sigmar Ingi Sigurðarsson 12,48 m
 9.  Kristján Jónatansson 4,04 m
11. Þorsteinn Geirsson 1,79 m
14. Helgi Ingason 2.47 m
16. Hlíf Erlingsdóttir 2.58 m

Lukkuhjólinu var líka snúið og nokkrir heppnir keppendur kræktu þar í vænan glaðning.

Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir frábæran dag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur og aðstoð við framkvæmd mótsins. Á næsta ári verður haldið 20 ára afmælismót Breiðablik Open og er stefnt á að halda mótið seinni hluta júní mánaðar. Nánari um það mót síðar.

Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim færðar bestu þakkir.

Áfram Breiðablik !

Myndir frá mótinu má sjá hér:

image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image image

Til baka