Brynjólfur Darri skrifar undir
02.02.2019Framherjinn knái Brynjólfur Darri Willumsson hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Brynjólfur Darri er fæddur árið 2000 og hefur farið gríðarlega fram á undanförnum misserum. Hann á að baki 14 leiki með meistaraflokki og hefur skorað í þeim 3 mörk.
Brynjólfur Darri sló í gegn síðasta sumar þegar hann kom inn á sem varamaður í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn Víkingi Ó. Þar skoraði hann jöfnunarmarkið á ögurstundu og kom okkur í raun í úrslitaleikinn. Hann á að baki 9 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim 2 mörk.
Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá er Brynólfur Darri af miklum knattspyrnuættum. Willum Þór faðir hans lék lengi með KR og Breiðablik og Willum Þór bróðir hans er orðinn einn af lykilmönnum meistaraflokksins þrátt fyrir ungan aldur. Það verður gaman að fylgjast með þeim bræðrum í græna búningnum í sumar.
Mynd: HVH