Dagur Örn Fjeldsted á láni til HK
06.08.2024
Breiðablik og HK hafa komist að samkomulagi um að Dagur Örn leiki með nágrönnum okkar út tímabilið 2024. Dagur hefur leikið alls 19 leiki með meistaraflokki karla og skorað í þeim leikjum 4 mörk, þar á meðal eitt mark í Bestu deildinni á móti Vestra á þessari leiktíð. Dagur á einnig leiki með U19 ára landsliði Íslands.
Breiðablik óskar Degi góðs gengis í komandi verkefnum.