BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð Kristján seldur til Álasunds

14.02.2019

Landsliðsbakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson hefur verið seldur til norska liðsins Álasunds. Forráðamenn norska liðsins hafa fylgst með Davíð í töluverðan tíma og ekki minnkaði áhuginn þegar leikmaðurinn var valinn í íslenska landsliðið fyrir skömmu. Davíð Kristján fór til Noregs í prufu fyrr á þessu ári og stóð sig það vel að Vestlendingarnir sendu inn tilboð. Breiðablik hafnaði því tilboði en svo kom annað tilboð sem stjórn knattspyrnudeildar taldi ásættanlegt. Það er því ljóst að Davíð Kristján mun ekki gleða íslenska sparkáhugamenn næsta sumar í Pepsí-deildinni.

Davíð Kristján Ólafsson er 23 ára gamall og á að baki 149 leiki með Blikunum og hefur skorað 10 mörk. Hann á einnig að baki sjö leiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar.is sér mikið eftir leikmanninum en óskar honum samt til hamingju með áfangann og óska honum einnig heilla í norsku knattspyrnunni.

Mynd: HVH


 

Til baka